Akureyri - 27.02.2014, Síða 16
16 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR
PO
RT
h
ön
nu
n
Verkefnislýsing vegna breytinga á
Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökuls-
þjóðgarðs vegna stækkunar þjóðgarðsins
í Krepputungu og Kverkárnesi.
Svæðisráð austursvæðis vinnur að breytingu
á Stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir
Krepputungu og Kverkárnes vegna stækkunar
þjóðgarðsins, í samræmi við 12. gr. laga um
Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007.
Hægt er að nálgast verkefnislýsinguna á heimasíðu
þjóðgarðsins www.vjp.is undir Verndun og stjórnun
www.vatnajokulsthjodgardur.is/verndun-og-stjornun/
stjornunar--og-verndaraaetlun. Einnig liggur hún
frammi til kynningar á aðalskrifstofu þjóðgarðsins að
Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.
Ábendingum er hægt að koma á framfæri til Þjóðgarðs-
varðar á austursvæði, Skriðuklaustri, 701 Egilsstaðir
eða á netfangið: agnes@vjp.is fyrir 17 mars.
AUGLÝSINGASÍMINN ER
578-1190
Að hlæja duglega
eina kvöldstund
Ef einhver hélt að meðlimir Frey-
vangsleikhússins ætluðu að taka því
rólega eftir að hafa sýnt 36 sýningar
á verkinu Emil í Kattholti á þriggja
mánaða tímabili þá hefur sá hinn
sami rangt fyrir sér. Aðeins 5 vikum
eftir síðustu sýningu á Emil frum-
sýndi félagið gamanleikinn Þorskur
á þurru landi þann 20. febrúar síð-
astliðinn.
Verkið er farsi og er skrifað af
Bretunum Allen Lewis Rickman og
Karl Tidemann en þeir félagar lögðu
upp með að skrifa fyndnasta leik-
rit sem þeir hefðu skrifað en margt
fyndið hafa þeir skrifað í gegnum
tíðina og Tidemann m.a. skrifað fyr-
ir David Letterman. Á frummálinu
kallast verkið Off the hook en Leik-
stjórinn, Daníel Freyr Jónsson, þýddi
verkið og staðfærði.
Óhætt er að segja að þýðingin
og staðfærslan hefur tekist vel hjá
Daníel Frey. Verkið gerist á skrifstofu
sendiherra í New York sem þarf að
takast á við sendifulltrúa Íslendinga
vegna fiskveiðideilna sem svo leiddu
til Þorskastríðsins. Í upprunalega
textanum voru Bretar staðnir að
ólöglegum veiðum við strendur upp-
skáldaðs lands í Suður-Ameríku en
Daníel Freyr stendur afar fagmann-
lega að staðfæringunni og varpar
sannfærandi ljósi á hugsanlegan
aðdraganda Þorskastríðsins.
Óhætt er að fullyrða að sýningin
hafi í alla staði tekist vel og í raun
farið fram úr öllum væntingum
undirritaðra. Leikararnir stóðu sig
allir mjög vel og tókst hverjum og
einum að skapa afgerandi og áhuga-
verða persónu. Þar spilar einnig inn í
að búningar og gervi voru afskaplega
vel útfærð. Leikararnir fóru afar vel
með sínar línur og mjög gott flæði
var í textanum þó einstaka sinnum
bæri á því að framsögn væri óskýr.
Hannes Blandon átti stórleik sem
vesalings Íslendingurinn sem beittur
var misrétti og sætti illri meðferð
Bretanna.
Sviðsmyndin var afskaplega vel
heppnuð og skapaði sannfærandi
upplifun af skrifstofu sendiherra í
New York. Sérstaklega var það upp-
hækkun á gólfi og lýsing undir því
auk þess sem bókahilla sem reyndist
vera leynihurð setti afar fágaðan
svip á sviðið. Þó bar á göllum í vali
á leikmunum sem stungu í stúf við
heildarmyndina.
Verkið er mjög fyndið og inniheld-
ur allar mögulegar gerðir af farsa-
bröndurum. Það var hlaupið inn og
út um hurðir, klassískur misskiln-
ingur milli persóna var á sínum
stað, svokallaður “slapstick” húmor,
fyndnar setningar út í loftið, fólk
að detta, hnyttin tilsvör, neyðarlegar
kringumstæður og fleira. Húmorinn
hélt áhorfendum allan tímann en
náði ákveðnum hápunkti rétt eft-
ir hlé þegar allt ætlaði um koll að
keyra af hlátrasköllum á bekkjunum.
Hvort sem leikhúsgestir hafa
beðið óþreyjufullir eftir næsta farsa
eða verið hvíldinni fegnir síðustu
misseri er getum við með góðri sam-
visku mælt með ferð í Freyvangsleik-
húsið fyrir þau sem langar að hlæja
duglega eina kvöldstund. a
Hugrún Katrínar-
og Jónsdóttir Scully
& Sóley Björk Stefánsdóttir
skrifa um leikhús
ÞAÐ ER MARGT að gerast í þessari mynd. Maður hjólar, bíl er ekið og varðskip prófar dælubúnað með þeim afleiðingum að úr verður mikið sjónarspil. Daníel Starrason