Akureyri - 27.02.2014, Side 18
18 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014
FLÓÐBYLGJA
OFNEYSLUNNAR
Laugardaginn 1. mars næstkomandi kl. 15 opnar Jonna,
Jónborg Sigurðardóttir, innsetninguna Flóðbylgja í
Ketilhúsinu á Akureyri. Þar túlkar hún tilfinningar
sínar til flóðbylgju ofneyslunnar sem brýst inn á heim-
ilin og hrifsar allt til sín með dyggri aðstoð neytenda
eins og segir í tilkynningu. „Vitundarvakning er nú loksins að eiga sér stað
þegar afleiðing ofgnóttar og sóunar blasir við; tískublætið, græjusýkin,
peningabraskið, allur óþarfa lúxusinn og taumlausa hlutadýrkunin – allt
bullið og vitleysan.“
Jonna er fædd árið 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistaskól-
ans á Akureyri vorið 1995. Hún lærði fatahönnun í Mode og Design skolen
í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 2011. Jonna hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar. Sýningin stendur til 6.
apríl og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
Fleiri rósir bæt-
ast í hnappagöt
Húna-manna
Halla Björk Reynisdóttir, formað-
ur bæjrráðs, afhenti Hollvinafélagi
Húna II styrk að upphæð 750.000
kr. þegar því var fagnað um borð í
eikarbátnum um síðustu helgi að
“Áhöfnin á Húna” hlaut Eyrarrósina
fyrir framúrskarandi menningar-
verkefni á starfsvæði Byggðarstofn-
unar árið 2013.
Styrkurinn er veittur vegna fyr-
irhugaðrar ferðar Húna II til Os-
lóar í júlí 2014 þar sem áhöfnin á
eikarbátnum mun taka þátt í stórri
strandmenningarhátíð. Hátíðin er sú
fjórða í röð slíkra hátíða en sú fyrsta
var haldin á Húsavík sumarið 2011.
Í Osló verður lögð sérstök
áhersla á báta og ef að líkum lætur
verður Húni II eini íslenski bátur-
inn þar. Einnig er vert að taka fram
að hljómsveitin “Áhöfnin á Húna”
gerir ráð fyrir að vera í Osló á sama
tíma. Strandmenningarhátíðin í
Osló stendur frá 17.-20. júlí og er
fyrirhugað að Húni II komi aftur
heim til Akureyrar 27. júlí.
Sl. föstudag hlut áhöfnin á Húna
1.650.000 krónur í styrk fyrir Eyrar-
rósina en að auki fékk Verksmiðjan,
Hjalteyri sérstaka viðurkenningu.
Áhöfnin á Húna sigldi hringinn í
kringum landið í sumar og voru þá
haldnir 16 tónleikar í sjávarbyggð-
um landsins. Ríkisútvarpið fylgdi
siglingunni eftir með beinum út-
sendingum frá tónleikum áhafnar-
innar sem og sjónvarps- og útvarps-
þáttagerð þar sem landsmönnum
öllum gafst tækifæri til að fylgjast
með ævintýrum áhafnarinnar. Húni
II hefur á undanförnum árum vakið
athygli fyrir áhugavert starf í menn-
ingartengdri ferðaþjónustu og er
samstarf hans við tónlistarfólkið
í Áhöfninni á Húna liður í að efla
það enn frekar.
HALLA BJÖRK AFHENDIR Hjörleifi
Einarssyni, formanni Hollvinafélags
Húna II, styrkinn. Mynd: Þorgeir
Baldursson.
DAGLEG STÖRF ERU mismunandi eins og gengur. Þessi starfsmaður Sólskóga klippti
grávíði í gríð og erg í vikunni. Taldi sér ganga vel, en markmiðið er að klippa 5.000
sprota fyrir vorið. Völundur Jónsson