Akureyri


Akureyri - 27.02.2014, Síða 21

Akureyri - 27.02.2014, Síða 21
27. febrúar 2014 8. tölublað 4. árgangur 21 málastjóri á Akureyri, sem hefur mál sitt á því sem löngu er orðið „gamlar lummur“, að þar í bæ séu svo mörg félög, frímúrarar, oddfellóvar, íþróttafélög o.fl., rétt eins og það tíðkist hvergi annars staðar, og það skýri leyndina sem þar sé yfir öllu! Sjómaður að nafni Leifur Thoraren- sen er kallaður til, sem segir að á Akureyri hafi verið mikil stéttaskipting og KEA hafi átt allt og ráðið öllu. Sigurður Líndal prófess- or les upp úr lagasafni um stolið góss. Því er lýst með dæmum hve Jakob Frímannsson hafi verið skelfilegur maður og svo valdamikill að honum er líkt við sjálft almættið. Ég er ekki ein um það að ég varð alveg furðu lostin við þessar yfirlýsingar. Hvað kom þetta málinu við? Hvers vegna var verið að fóðra okkur á þessu? Þegar Jakobi Frímannssyni var lýst sem stórhættulegum valdamanni gekk alveg fram af mér. Hann þekkti ég frá barnsaldri sem einstakt ljúfmenni. Á rúmlega tíu ára tímabili sat ég sem ritari á fundum með Jakobi Frí- mannssyni í bæjarráði og bæjarstjórn. Þar var hann þekktur fyrir prúðmennsku og sérlega friðsamur og vel liðinn maður sem allir virtu. Ekki höfðu höfundar heimildarmyndarinnar fyrir því að kynna fyrir áhorfendum hvenær Coventry-menn komu til Akureyrar eins og sýnt var síðast í myndinni. Margt fleira gæti ég sagt um vankanta á umnræddri heimildar- mynd en fróðlegt þætti mér að vita til hvers refirnir voru skornir.“ Hvorki stolið né frá Coventry Miklar tilfinningar birtast í þessum viðbrögð- um og brást m.a. barnabarn Jakobs Frímanns- sonar, stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnús- son, við með hörðu bréfi. Séra Svavar Alfreð Jónsson prestur í Akuryrarkirkju segir ágalla hafa verið á heimildarmyndinni frá 2010 en margt bendi nú til að hvorki hafi glugganum verið stolið né sé hann ættaður frá Coventry. „Þetta er löng saga, Jakob Frímannsson kaupir þesa rúðu og það fylgdu henni þær upplýsingar að hann væri úr kirkju sem hefði eyðilagst, hefði verið bjargað á undursamlegan hátt. Glugginn var keyptur í góðri trú og alltaf talið að hann kæmi frá Coventry,“ segir séra Svavar. Tveimur dögum áður en Akureyrarkirkja var vígð var dómkirkjan í Coventry sprengd í tætlur. Þá var búið að taka rúðurnar úr kirkj- unni og koma fyrir í geymslu á sveitarbæ. „Svo verða blaðaskrif, túristar koma hingað og sjá gluggann í kirkjunni sem alltaf er sagður frá Coventry. Sóknarnefnd fær sennilega fyrst erindi um þetta árið 1973, en aldrei kom fram krafa um að glugganum væri skilað. Gamla kirkjan ytra var ekki endurbyggð en hefði slík beiðni komið fram hefði ekki verið neitt mál að verða við hennni. Við hefðum bara látið gera eftirmynd af rúðunni.“ Árið 2009 kemur aftur hópur Breta hingað upp til Íslands og Akureyrar og vill koma á frekari samskiptum. Þá var til skoðunar hvern- ig rúður frá Coventry að því er talið var hefðu farið frá sveitarsetri þar sem þær voru geyndar til Lundúna og ein skýring var að þeim hefði verið stolið. Bresk lög segja að sá sem kaupir þýfi verði að skila því. Doktor kveður upp úr „Svo gerist það næst að fyrir síðustu jól hafa þeir samband og þá er blaðamaður frá BBC, sjónvarpsþáttagerðarmaður, kominn með sér- fræðing í steindu gleri, doktor í gömlum grip- um, sem hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að glugginn geti ekki verið úr Coventry,“ segir séra Svavar. Hann segir að vinnubrögð BBC hafi ver- ið ögn dramatísk þegar breska ríkisútvarpið upplýsti þetta fyrir honum í viðtali inni í Ak- ureyrarkirkju nýverið. „Mér er tilkynnt þetta inni í kirkjunni og spurður hvort ég hefði orðið fyrir vonbrigðum. Ég sagði nei, að þetta kæmi ekki á óvart en þá var ég líka spurður hvort mér fyndist sem tengsl Akureyrarkirkju við Coventry hefðu rofnað. Ég svaraði að svo væri ekki. Og við hefðum aldrei kynnst þeim nema vegna þess að rúðan var talin frá Coventry.“ Ein mesta loftárás sögunnar Glerið sem var tekið úr dómkirkjunni í Coventry, fyrir lortárásina 15. nóvember árið 1940, einhverja mestu loftárás sögunnar, var samkvæmt nýjustu rannsóknum allt mið- aldgler. Yngra gler var skilið eftir. Glugginn í Akureyrarkirkju er óumdeilt mun yngri en miðaldagler. Doktorinn sem er BBC til fullting- is í páskaþættinum útlokar því að „Coventry glugginn“ í Akureyrarkirkju sé frá Coventry. „Þetta þýðir að eftirleiðis tölum við um enska gluggann en ekki Coventry gluggann. Ekkert rennir endilega stoðum undir að hann sé stol- inn. En það var allt á fleygigerð á stríðsárunum, það getur vel verið að glerið hafi verið selt til að fjármagna eitthvað,“ segir séra Svavar. Gögn verða uppfærð „Við munum nú uppfæra okkar gögn, erum með bæklinga sem þarf að breyta og gögn um fermingarfræðslu þar sem glugginn hefur verið tekinn sem umræðudæmi um stríð og frið. Það er alltaf gott að fá réttar upplýsingar og mér er létt að því leytinu en ég hafði aldrei vonda sam- visku út af þessum glugga, mér fannst alltaf borðleggjandi að öll saga á bak við hvernig hann komst hingað norður hefði verið í góðri trú,“ segir Svavar. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna kemur á hverju sumri í Akureyrarkirkju enda kirkjan í hópi fjölsóttustu ferðamannastaða á Akureyri. Fyrir hefur komið að breskir ferða- langar á leið upp kirkjutröppurnar hafa spurt blaðamenn Akureyrar vikublaðs hvort þeir séu ekki á réttri leið að Coventry glugganum. Slíkt mun leggjast af. Svavar segir að á vissan hátt verði saga gluggans þó enn magnaðri í kjölfar nýjustu upplýsinga. „Núna er svolítil dulúð yfir því hvaðan glugginn kemur nákvæmlega. Það er að hefjast nýr kafli.“ TEXTI Björn Þorláksson MYNDIR Völundur Jónsson SÉRA SVAVAR ALFREÐ: Núna er svolítil dulúð yfir því hvaðan glugginn kemur nákvæmlega. Það er að hefjast nýr kafli. ÞRÍR AF STEINDU gluggunum í Akureyrarkirkju. Glugginn í miðjunni er ekki úr dómkirkjunni í Coventry. Glerið er yngra en miðaldaglerið sem bjargað var úr dómkirkjunni áður en hún var sprengd í tætlur. Ekkert bendir til stuldar – þótt spurningum sé enn ósvarað um uppruna og ferðalag glersins. Það er alltaf gott að fá réttar upplýsingar og mér er létt að því leytinu en ég hafði aldrei vonda samvisku út af þessum glugga Séra Svavar Alfreð Jónsson

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.