Akureyri


Akureyri - 27.02.2014, Síða 24

Akureyri - 27.02.2014, Síða 24
14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS VI KU BL AÐ UM DAGINN OG VEGINN SILJA BJÖRK SKRIFAR Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu. Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga. Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun á vefnum Þjóð.is þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðarviljans. Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir. www.þjóð.is STÓRA LEYNDAR- MÁLIÐ Nýlega horfði ég á fyrirlestur á netinu sem bar yfirskriftina „Þunglyndi, leyndarmálið sem við deilum“ eftir rithöfundinn Andrew Solomon. Í fyrirlestrinum fjallar Solomon um eigin reynslu af sjúkdómnum þunglyndi á afar hreinskilinn og fallegan máta. Ein setning sat þó fastar í mér en aðrar, en hún segir einfaldlega „þunglyndi er leyndarmál í hverri fjölskyldu“. Og er það ekki satt? Er ekki til geðsjúkur einstaklingur í hverri einustu fjölskyldu? Nýlega var ég spurð að því hvað mér fyndist um það að notk- un geðlyfja á Íslandi hafi farið snarhækkandi síðustu árin. Ég svaraði því þannig að mér fyndist það allskostar ekki slæmt, heldur merki um það að fleiri væru farnir að leita sér hjálpar – fleiri og fleiri væru að koma út úr þunglyndis- skápnum. Jón Gnarr borgarstjóri skrifar á Facebook-síðu sína um sjálfs- vígstilraunir sínar og baráttu við þunglyndi. Þar líkir hann fordómunum sem geðsjúklingar mæta við fordóma gagnvart samkynhneigðum. Og það er á margan hátt réttlætanlegt, því þunglyndissjúklingar lifa oft árum saman án þess að koma út úr svörtum skápi geðsjúkdó- manna. Enginn vill vera „klepp- ari“. Enginn vill láta koma fram við sig eins og sækópata og þess vegna felum við okkur. En hvað er að því að fæðast svolítið öðruvísi? Hvað er það öðruvísi að fæðast með sex tær á vinstri fæti og að fæðast þunglyndur? Leyndarmálið stóra, sem enginn í fjölskyldunni þorir að tala um, er leyndarmál í öllu samfélaginu. En hvað gerist ef við hættum að hvísla um geð- sjúkdóma og förum að tala hátt og skýrt? Sæl, ég heiti Silja og ég er þunglynd. Nú þú... a Tryggir öruggan bakstur R O YAL

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.