Austurland - 18.04.2013, Qupperneq 4
4 4. októbER 2012
Litróf stjórnmálanna og fylgi flokkanna
Eftir að hafa tekið saman stefnu ólíkra framboða þá langaði ritstjóra að prófa að ráða framboðunum upp á nokkurs konar
litróf stjórnmálanna eftir áherslum þeirra og skoðunum. Eftirfarandi röðun byggir á hugmyndafræðinni vinstri - hægri
þar sem vinstri er rautt og hægri blátt og miðjan er gul. Píratar er staðsettir lengst til hægri sökum þess að þeir leggja
áherslu á frelsi í sinni víðustu merkingu þar sem almenningur tekur ákvarðanir um mikilvægustu málin á netinu og byggja
ákvörðun sína á tiltækum upplýsingum, eiturlyf og vændi eru afglæpavædd og skilgreind sem heilbrigðismál o.s.frv.
Á vinstrivængnum eru framboð sem leggjast gegn ESB, vilja auka
ríkisrekstur og afskipti sérstaklega
á almannaþjónustu og leggja fram
tillögur um ríkisafskipti vegna
fákeppni t.d. á neytendamarkaði sbr.
Regnboginn og Flokkur heimilanna.
Lýðræðisvaktin leggur megináherslu á
nýja stjórnarskrá en er nokkuð sammála
t.d. Dögun um m.a. leiðréttingu
lána, endurskoðun fjármálkerfisins,
arð af þjóðarauðlindum og að vísa
ESB til þjóðarinnar. Samfylkingin
bendir á aðild að ESB sem lausn á
efnahagsvanda þjóðarinnar og vill
nýjan gjaldmiðil, losun gjaldeyrishafta
og verðtryggingar. Björt framtíð
hefur einnig trú á ESB sem lausn
auk þess að leggja mikla áherslu á
bætta menningu og fagmennsku á
alþingi. Hún setur fram fáar afgerandi
skoðanir/stefnu en vill leita lausna
með tilliti til ólíkra sjónarmiða og
bestu upplýsinga hverju sinni. Líkt
og Píratar þá vill BF auka aðkomu
samfélagsins að ákvarðanatöku.
Landsbyggðaflokkurinn vill jafna
aðstöðumun landsbyggðarfólks
og efla dreifðar byggðir m.a. með
tilflutningi opinberra starfa og eflingu
landbúnaðar. Framsóknarflokkurinn
leggur höfuðáherslu á að ná fjármagni
út úr vogunarsjóðum til að bæta stöðu
heimilanna auk þess að vilja lækka
skatta, bæta heilbrigðis-, mennta-
og velferðarkerfið. Sjálfstæðismenn
leggja höfuðáherslu á lækkun skatta
sem forsendu hagvaxtar og taka með
því undir gagnrýni hagsmunasamtaka
atvinnulífsins auk þess að vilja
bæta heilbrigðis-, mennta- og
velferðarkerfið. Hægri grænir vilja
aftur á móti draga úr ríkisrekstri, lækka
skatta verulega og láta vogunarsjóði
greiða niður húsnæðislán. Bæði Hægri
grænir og Sjálfstæðismenn telja að ekki
sé rétt að ganga í ESB.
Sé horft til niðurstaðna
skoðanakannana þá er sú
vinstrisveifla sem varð við síðustu
kosningar síst á undanhaldi þrátt
fyrir fylgishrun stjórnarflokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað
frá síðustu kosningum sem voru
verstu kosningar flokksins frá upphafi
á meðan Hægri grænir ná ekki 5%
lágmarkinu. Áherslur Framsóknar sem
hafa færst til vinstri frá hruni ná miklu
fylgi og þá líklega á sömu forsendum og
árangur stjórnarflokkanna frá síðustu
kosningum þ.e. kjósendur treystu
Jóhönnu og Steingrími til að taka á
útrásarvíkingunum og fjármálakerfinu.
Það traust hefur rýrnað og Framsókn
er nú sá flokkur sem fólkið treystir
best í það verkefni. Málefni á borð
við aðild að Evrópusambandinu
og ný stjórnarskrá eru ekki eins
ofarlega á blaði hjá almenningi og hjá
framboðunum. Samfylkingin tapar
verulegu fylgi til Bjartrar framtíðar
og Vinstri grænum er refsað af eigin
flokksmönnum sem nú dreifast á ný
framboð
SGK
Lokaverkefni frá Vopnafirði vinnur til verðlauna
Vel unnið verkefni og mikilvægt innlegg í umræðu um þróun
ferðaþjónustu á jaðarsvæðum.
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) með stuðningi Samtaka
ferðaþjónustunnar (SAF) veitti í
8. sinn 100.000 kr. verðlaun fyrir
framúrskarandi lokaverkefni um
ferðamál. Fyrir skólaárið 2012 hlaut
Berghildur Fanney HauksdóttIr
verðlaunin fyrir ritgerð sína; Gestanauð
eða fagnaðarfundir? Viðhorf
heimafólks til samfélagslegra áhrifa
ferðaþjónustu í Vopnafirði, BA ritgerð
frá Háskólanum á Hólum. Guðrún
Þóra Gunnarsdóttir var leiðbeinandi
Berglindar. Verðlaunin voru afhent á
aðalfundi SAF 11. apríl síðastliðinn.
Formaður stjórnar RMF, Rögnvaldur
Ólafsson, afhenti verðlaunin.
Í umsögn dómnefndar segir:
Í verkefni sínu fjallar Berghildur
um niðurstöður ítarlegrar
viðhorfskönnunar meðal slembiúrtaks
allra skráðra íbúa í Vopnafirði á
aldrinum 18-65 ára. Hún kannaði
viðhorf heimafólks til ferðaþjónustu
og hvað það telji henta best sem
aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Niðurstöður könnunarinnar
gefa til kynna að heimafólk í
Vopnafirði sé mjög jákvætt gagnvart
ferðaþjónustu og vilji gjarnan fjölga
ferðamönnum á svæðinu. Það telji
einnig atvinnugreinina mikilvæga
fyrir Vopnafjörð. Það kom skýrt
fram að íbúar vilji fá að hafa áhrif
á hvaða auðlindir samfélagsins séu
nýttar til ferðaþjónustu og hvernig.
Svarendur könnunarinnar töldu sögu
og menningararfleifð Vopnafjarðar
það sem helst drægi ferðamenn að og
því næst afþreyingu tengda náttúru
Vopnafjarðar.
Mikilvægt er að kanna hug
heimafólks til uppbyggingar
ferðaþjónustu þar sem öll sjálfbær
uppbygging greinarinnar byggir á að
viðhorf heimafólks sé jákvætt og að það
trúi því að greinin geti skapað tekjur
en jafnframt verið jákvætt afl í þróun
mannlífs og samfélags. Niðurstöður
svipaðar þeim sem Berghildur hefur
fengið eru mikilvægar upplýsingar
sem nýta má sem grunn og leiðarljós
við skipulagningu og stefnumótun
ferðaþjónustu í Vopnafirði en einnig
víðar um land t.d. á jaðarsvæðum
þar sem horft er með væntingum til
ferðaþjónustu.
Dómnefndin telur að þetta verkefni
sé mikilvægt innlegg í umræðu um
ferðaþjónustu sem drifkraft efnahags
og samfélags í dreifðum byggðum og
smærri bæjum. Byggðaþróun á Íslandi
er í mikilli gerjun um þessar mundir
og staðir víða um land horfa fram á
miklar breytingar á sínum högum. Þeir
staðir sem eiga undir högg að sækja
horfa oft til ferðaþjónustu og vísa
þá gjarnan í þá miklu fjölgun gesta
sem fer um Leifsstöð. Augljóst er að
þessarar aukningar verður vart um
allt land, í mismiklum mæli þó. Því er
mikilvægt áður en fjöldinn kemur að
kanna hug heimafólks til uppbyggingar
ferðaþjónustu og hvaða auðlindir
eigi að nýta í þágu greinarinnar.
Þannig er líklegra að greinin byggist
upp á forsendum heimafólks, sem
aftur er forsenda sjálfbærni eins
og hún er skilgreind af Alþjóðlegu
ferðamálasamtökunum.
Verkefni Berghildar er vandað
og vel gert. Rannsóknin sem að baki
liggur er unnin samviskusamlega
og af metnaði og fagmennsku.
Vinna hennar ætti að verða öðrum
til eftirbreytni og hún er verðugur
handhafi lokaverkefnisverðlauna
Rannsóknamiðstöðvar ferðamála árið
2012. Ritgerðina er hægt að skoða á
Landsbóksafni eða gegnum Skemmuna
(skemman.is), hér: http://hdl.handle.
net/1946/13391
Margir hafa velt því fyrir sér hvert allir peningarnir, sem töpuðust í
hruninu fóru. Svo virðist sem þeir hafi nú fundist í vogunarsjóðunum sem
eiga nú velflestar kröfurnar á þrotabú bankanna sem þeir keyptu á allt
niður í 5% af nafnverði og komast ekki með fjármagn sitt úr landi vegna
gjaldeyrishafta. En hvað er vogunarsjóður?
Samkvæmt Vísindavefnum þá er vogunarsjóður (e. hedge fund)
sjóður sem notar lántöku eða svokallaða
skortstöðu í tilteknum eignum til að
afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með
skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær
verðbréf að láni frá öðrum og selur
þau til að afla fjár. Íslenska heitið
vísar til þess að slíkir sjóðir taka alla
jafna vogaða (e. leveraged) stöðu í
tilteknum eignum, það er fjármagna
kaup á þeim að minnsta kosti að hluta
með öðru en eigin fé. Þannig gæti til
dæmis sjóður með 1 milljarð í eigið fé
fengið annan milljarð að láni og keypt
síðan eignir fyrir tvo milljarða. Enska
heitið vísar til þess að sjóðirnir beita
áhættuvörn (e. hedging) með því að
kaupa ákveðnar eignir og taka um leið
skortstöðu í öðrum eignum sem talið
er að muni sveiflast í verði á svipaðan
hátt vegna tiltekinna áhættuþátta. Ef
báðar tegundirnar lækka í verði, þá
tapar fyrirtækið á lækkun eignanna
sem það keypti en á móti kemur að
það hagnast vegna lækkunar á verði
eignanna sem það tók skortstöðu í, því
að ódýrara verður að kaupa þær eignir
aftur og endurgreiða þeim sem lánaði.
Stundum beita sjóðirnir skortstöðu
ekki sérstaklega til að afla fjár eða
verjast áhættu heldur til að hagnast
á lækkun á verði tiltekinna eigna.
Þannig gæti vogunarsjóður veðjað á
að tiltekin hlutabréf lækki í verði með
því að taka skortstöðu í viðkomandi
bréfum eða veðjað á að ákveðinn
gjaldmiðill veikist með því að taka lán
í honum. Vogunarsjóðir hafa oft verið
gagnrýndir fyrir skort á gagnsæi og
það hve mikla áhættu þeir taka en það
getur jafnvel valdið vandræðum fyrir
fjármálakerfið í heild. Vogunarsjóðir
hafa tapað stórfé, jafnvel hrunið alveg,
sem veldur viðsemjendum þeirra, til
dæmis þeim sem lána þeim bréf eða
eru mótaðilar í afleiðuviðskiptum,
tjóni. Innan Evrópusambandsins
hefur verið rætt um að setja þurfi
Vogunarsjóðunum skýrara regluverk.
Það er svo spurning hvort við
náum góðum samningum við
Vogunarsjóðina sem nú eiga þrotabú
bankanna. Sú leið sem hvað oftast
er nefnd er að skattleggja sjóðina en
seðlabankastjóri hefur lagt til að allt
að 75% skattur verði lagður á það
fjármagn sem fer úr landi frá sjóðunum
en til þess þurfa eigendur sjóðanna að
hreyfa við eignum sínum
Byggt á umfjöllun Vísindavefs
Verðalaunaafhending
Vogunarsjóðir