Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.1989, Síða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.1989, Síða 3
FRÉTTIR - þriðjudaginn 7. febrúar 1989 Sigurður Jónsson: F ur ðuskrif forseta bæjarstjórnar Ragnar Óskarsson, for- seti bæjarstjórnar, hefur á síðustu vikum skrifað fjöl- margar greinar í blöðin. Sami rauði þráðurinn geng- ur í gegnum allar þessar greinar. Sjálfstæðismenn sýna ekki samstöðu. Sjálf- stæðismenn eru ómálefna- legir og stunda persónulegt skítkast í málflutningi sínum. Ragnar segir svo með föðurlegum tón að allt þetta sé mjög skaðlegt fyrir bæjarfélagið. Ragnar virðist trúa því að hamri hann nógu oft á slíkum fullyrðingum þá muni aðrir Eyjamenn einnig trúa honum. Ég held að sem betur fer vanmeti Ragnar þarna Vestmanna- eyinga. Lítum aðeins nánar á gaspur Ragnars. Hvað er samstaða? Ragnar Óskarsson telur það samstöðu í bæjarstjórn ef allir fylgja honum að mál- um og greiða atkvæði eins og hann gerir. Ragnar er nefnilega haldinn þeim ein- kennilega sjúkdómi, að hann einn hafi vald til að ákveða hvað sé rétt og hvað sé rangt. Honum virðist fyrirmunað að skilja að tvær hliðar geti verið á málum. Það þarf á engan hátt að vera neitt óeðlilegt við það þótt menn hafi ekki sömu skoðun á öllum málum inn- an bæjarstjórnar. Slíkt getur einmitt verið af hinu góða og skaðar á engan hátt hags- muni bæjarfélagsins nema síður sé. Lítum aðeins á gaspur Ragnars um að Sjálfstæðis- menn viðhafi ómálefnalega umræðu og stundi persónu- legt skítkast. Svikin loforð Er það málefnalegt eða persónulegt skítkast að rninna á: • að vinstri menn hafa svik- ið öll þau loforð sem þeir gáfu um framkvæmdahraða á uppbyggingu skólamann- virkja. • að þeir hafa á engan hátt staðið við þau yfirboð sem þeir viðhöfðu varðandi gatnagerð og framkvæmdir við gangstéttar. • að vinstri menn hafa ekki staðið við það að setja fjár- magn úr bæjarsjóði til að byggja starfsmannaíbúðir við Sjúkrahúsið. • að lítið hefur orðið úr öllum stóru orðunum um að byggja stórt og fullkomið barnaheimili á kjörtímabil- inu. Á síðasta kjörtím- abili var mikið veður gert og stór skrif við- höfð vegna ráðningar í ræstingarstarf á veg- um bæjarins. Ástæð- an, dóttir efsta manns á lista Sjálfstæðis- flokksins var ráðin. Skyldu engir nálengd- ir vinstri meirihluta- mönnum hafa verið ráðnir í störf á vegum bæjarins á þessu kjör- tímabili? Sjálfstæðismenn hafa ekki stundað það að velta slíkum málum upp...... • að vinstri menn vöruðu við að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn því þá myndu dráttarvextir á orkureikn- inga sjá dagsins ljós. Vinstri menn tóku síðan sjálfir ákvörðun um að taka þá upp. Er eitthvað ómál- efnalegt eða persónulegt skítkast þótt minnt sé á þessu sviknu loforð vinstri manna. Slæm staða Ragnar ræðir mikið um það sem hann kallar slæma fjármálastjórn Sjálfstæðis- manna. Á síðasta kjörtímabili var gagnrýnt að ekki væri gengið frá skammtímalánum, sem reyndar voru að uppistöðu frá fyrri kjörtímabilum. Enn hefur ekki verið gengið frá þessum skamm- tímalánum í bankanum og nema þau nú 103 milljónum og fara sífellt hækkandi við hverja gengisbreytingu. Á síðasta kjörtímabili var staða hlaupareiknings bæjarsjóðs reglulega birt í blöðum og síðan ályktað um slæma fjármálastjórn væri að ræða hjá Sjálfstæðis- mönnum. Undir vinstri stjórn 1988 versnaði staðan á hlaupa- reikningi um 25 milljónir króna. Nú emjar Ragnar og segir að þetta sé allt ómark, það vanti skýringar á þessu. Á síðasta kjörtímabili gáfu vinstri menn engar skýringar. Þá var ekki greint frá sífelldu gengissigi og gengisfellingum sem hækk- uðu lánin. Þá var ekki greint frá því að staðan væri erfið, I 1 Sigurður Jónsson. vegna þess að verðbólgan komst allt uppí 130%. Þá taldi Ragnar og aðrir vinstri menn að óþarfi væri á skýringum. Þá voru bara birtar tölur um hvað lánin hækkuðu. En nú emjar Ragnar og ber sig aumlega. Tvískinnungur Ragnars R.Ó. forseti bæjarstjórn- ar, ræðir um það í einni af greinum sínum að á síðasta kjörtímabili hafi bæjarfull- trúar Sjálfstæðisfl. gerst starfsmenn bæjarins og gegnt toppstöðum. Að áliti Ragnars er slíkt ámælisvert. Gott og vel. Menn mega að sjálfsögðu hafa þá skoð- un að óeðlilegt sé að bæjar- fulltrúar gegni stöðum hjá bænum. En eiga menn þá ekki að vera samkvæmir sjálfum sér. Ragnar líttu þér nær. Aðalmaður vinstri meirihlutans, Guðmundur Þ.B. Ólafsson, er bæjarfull- trúi og jafnframt formaður bæjarráðs. Ennfremurgegn- ir hann framkvæmdastjóra- stöðu fyrir málaflokkinn tómstunda og æskulýðsmál. Einnig er hann íþróttafull- trúi og yfirmaður vinnuskóla og skólagarða. Vart telst þetta með ómerkilegri störfum á veg- um bæjarins. Ragnar, for- seti bæjarstjórnar, telur þetta ekkert óeðlilegt þegar um bæjarfulltrúa er að ræða sem situr í sama meirihluta og hann. Þetta er tvískinn- ungur í málflutningi. Um árabil gegndi Ragnar sjálfur hálfri stöðu hjá Vest- mannaeyjabæ með sinni fullu stöðu hjá ríkinu, þrátt fyrir afskipti sín af bæjar- stjórnarmálum. Á síðasta kjörtímabili var mikið veður gert og stór skrif viðhöfð vegna ráðning- ar í ræstingarstarf á vegum bæjarins. Ástæðan, dóttir efsta manns á lista Sjálf- stæðisflokksins var ráðin. Skyldu engir nátengdir vinstri meirihlutamönnum hafa verið ráðnir í störf á vegum bæjarins á þessu kjörtímabili? Sjálfstæðismenn hafa ekki stundað það að velta slíkum málum upp og gera að póli- tísku umróti, eins og gert var á síðasta kjörtímabili. Ragnar, vinstri menn ættu að líta sér nær, þegar þeir gagnrýna aðra. Sigurður Jónsson Höfundur er bœjarfulltrúi fyrir Sjálfstœðisflokkinn. Lágt umferðarmerki Stansmerkið á mótum Græðisbrautar og Flata mætti vera aðeins hærra, því eins og sést á myndinni geta menn rekið sig í það, ef menn gæta ekld að sér. Brauð handa hungruðum heimi: 20 milljónir borist í söfnun Hjálparstofnun kirkjunnar „Brauð handa hungruðum heimi“ hafa borist tæplega 20 milljónir króna. Hluta fjársins hefur þegar verið ráðstafað til: matvælaflutninga í suður Súdan, jarðskjálfta- svæðanna i Armeníu og til flóð- asvæðanna í Bangladesh. 1) Júda er stærsta borg suður Súdans og þar búa um 100 þúsund manns auk 150 þúsund flóttamanna, sem flúið hafa heimili sín vegna borgara stríðsins. Þetta fólk býr algjör- lega einangrað og ríkir þar hungursneyð. Mikill skortur er á matvælum og öðrum hjálp- argögnum. Vegir til borgarinn- ar eru lokaðir og þess vegna er flugleiðin eina leiðin til að koma hjálpargögnum til þessa fólks. Kirkjulegar hjálparstofn- anir standa sameiginlega að „Ioftbrú“ milli Nairobi í Kenýa og Juba. Daglega eru flutt 50 tonn af matvælum og eru það einu matvælin sem fáanleg eru í borginni. Hjálparstofnun kirkjunnar mun halda áfram að taka þátt í þessu hjálparstarfi. 2) 5 tonn af niðursoðnum mat- vælum og 3400 íslensk ullar- teppi að verðmæti nærri 4 mill- jónir króna voru send fyrir jólin til jarðskjálftasvæða Arm- eníu. Matvælin og ullarteppin voru gefin af fyrirtækjum hér á íslandi. sem hafa viðskipti við Sovétríkin. Flugleiðir og skipa- deild Sambandsins fluttu hjálp- argögnin endurgjaldslaust. 3) í samvinnu við Alkirkjuráð tekur Hjálparstofnun kirkjunn- ar þátt í uppbyggingarstarfi í Bangladesh eftir flóðin þar sl. haust. Eitt af helstu verkefnum er að hreinsa vatnsbrunna og grafa fyrir nýjum. Á næstu mánuðum mun Hjálparstofnun kirkjunnar byggja skóla fyrir 400 börn í Andra Pradesh héraðinu á Indlandi og einnig heimili fyrir vangefin börn í Tamil Nadu héraði á Indlandi. Áætlað er að þessum byggingum verði lokið á þessu ári. / Fréttatilkynningj Eldri bæjarbúar Fjögur sæti eru laus vegna forfalla í 9 daga ferð að Ási í Hveragerði dagana 10.-19. febrúar n.k. Dvölin þar er ykkur að kostnaðarlausu. Nánariupplýsingarí S 11485 (Kristjana).

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.