Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Side 2
Saga Vestmanna-
eyja endurútgefín
A-A fundir
Mánudaga kl. 20.30
Fimmtudaga kl. 20.30
Föstudaga kl. 23.30
Laugardaga kl. 17.00
Sunnudaga kl. 11.00
í húsi félagsins.
I lilel'ni af 70 ára afmæli
Veslmannacyj akaupstaðar
hefur Bókaforlagið Fjölsýn
eiuluriilgefið Sögu Vestmanna-
eyja el'lir Sigfús M. Johnsen,
rithöfuncl og fyrrverandi bæjar-
lógeta i Vestmannaeyjum.
Saga Vestmannaeyja kom
fyrsl út árið 1946 en hefurverið
ófáanleg um margra ára skeið.
í þessari endurbættu útgáfu
eru fjölmargar myndir og þar
af mikill fjöldi litmynda, sem
ekki hafa birst á prenti áður.
Þór Sigfússon er fram-
kvæmdastjóri Fjölsýnar forlags
og var hann inntur eftir tilurð
útgáfunnar.
„Ég hafði staðið í því í
nokkur ár að reyna að eignast
Sögu Vestmannaeyja á forn-
bókasölum, en lítið orðið
ágengt. Hugmyndin um endur-
útgáfu bókarinnar kom síðan
fyrir tæpum tveim árum. Síðan
þá hef ég leitað til fjölmargra
einstaklinga úr Éyjum varðandi
myndir og efni bókarinnar. Ég
vil nota tækifærið hér og þakka
þeim einstaklingum, sem hafa
liðsinnt mér í þessu máli. Ber
þar helst að geta Baldurs
Johnsens, sonar Sigfúsar,
Helga Bernódussonar, Inga
Tómasar Björnssonar, Harald-
ar Guðnasonar, sem skrifar
jafnframt inngang í þessari
endurútgáfu. Sigmundar And-
réssonar, Eyjólfs Gíslasonar,
Árna Johnsens og Margrétar
Frímannsdóttur, svo einhverjir
séu nefndir.
Mig hefur lengi langað að
gefa út eitthvað fyrir Eyjarnar.
Fjölsýn hefur aðallega fengist
við útgáfu á bókum fyrir jólam-
arkaðinn og síðan um verslun
og hagfræði. Við gáfum út í
fyrra Verslunarsögu íslands og
Auðfræði Arnljótar Ólafssonar
ásamt þrem jólabókum. í bí-
gerð er m.a. einskonar mynd-
aannáll Vestmannaeyja, sem
tæki þá við þar sem Saga Vest-
mannaeyja endar, þ.e. upp úr
seinna stríði.
Það tók aðstandendur útg-
áfunnar töluverðan tíma að á-
kveða hvort bæta ætti við fram-
haldi af sögunni frá útgáfuári
bókarinnar 1946 fram á okkar
Landakirkja
Sunnudagur11. júní
KL. 11.00 Guðsþjónusta.
Vinsamlegast athugið
breyttan tíma.
Þetta er kveðjuguðsþjón-
usta undirritaðs. N.k.
sunnudag tekur Sr. Kjartan
Örn við að nýju. Þakka
samveruna og óska söfn-
uðinum blessunar Guðs.
Sr. Bragi Skúlason
Al Anon
Fimmtudaga kl. 20.30
Mánudaga kl. 20.30.
Minningarkort
Betels
Minningarkort Betels fást hjá:
Sigurbjörgu Jónasdóttur,
sími 11916.
Ásgerði Þorsteinsdóttur,
sími 11121.
Önnu Jónsdóttur,
sími 11711.
Allur ágóði rennur til kristni
boðsstarfs.
Vestmanna
— eyja—
Minningarkort
Hjálparsveitar skáta
Minningarkort Hjálparsveitar
skáta fást hjá:
Þóru Egilsdóttur Höfðavegi 49,
sími 12261.
Sigríði Magnúsdóttur, Brekku
götu 7, sími 11794.
Kristínu Þorsteinsdóttur,
Dverghamri 12, sími 11252.
Karen Sigurgeirsdóttur, Túng-
ötu 16, sími 12374.
Laugardagur,
Biblíurannsókn kl. 10 f.h
Guðsþjónusta kl. 11 f.h.
Prestur sr. Eric Gu
mundsson.
Minningarkort
Kvenfél. Landakirkju
Marta Sigurjónsdóttir Fjoiugötu
4, sími 11698.
Svandís Sigurðardóttir
Strembugötu 25, sími 11215.
Leigjum út skírnarkjóla,
síminn er 11716 (Ása Sól-
eyjargötu 8.
• Saga Vestmannaeyja kemur út eftir 10 daga. Bókin er í vandaðri
öskju með málverki af Vestmannaeyjum á eftir Carl Petersen.
Myndir af rúmlega 500 Vestmannaeyingum eru í bókinni.
Minningarkort
Slysavarnafél. íslands
Guðný Gunnlaugsdóttir Höfð-
avegi 37, sími 11752.
Esther Valdimarsdóttir, Dverg-
hamri 42sími 11468.
Svanhildur Sigurðardóttir Fjól-
ugötu 25, sími 11685.
Lilja (Dúfa) Alexandersdóttir
Heiðarvegi 28, sími 11644.
daga. Ákveðið var að leyfa
sögunni að standa án framhalds
m.a. vegna þess að fjölmargir
einstaklingar hafa skrifað Eyja-
sögu síðustu áratugi m.a. Guð-
jón Ármann Eyjólfsson, Guð-
laugur Gíslason og Haraldur
Guðnason. Þannig væri einung-
is verið að endurtaka það sem
þegar hefði komið fram. Því
var lögð áhersla á það bæta við
myndum í útgáfuna. Fyrst
reyndum við að koma til móts
við þá gagnrýni, sem komið
hefur fram eftir að bókin kom
fyrst út um að í hana vantaði
myndir af nokkrum þekktum
Vestmannaeyingum. Síðan
lögðum við áherslu á að finna
fallegar litmyndir frá fyrri tíð
til þess að birta í endurútgáf-
unni. Þrátt fyrir að slíkt sé
ákaflega kostnaðarsamt tel ég
að gildi bókarinnar vaxi mjög
með fjölbreyttum og fallegum
myndurn".
Aðventkirkjan
Laugardagur.
Biblíurannsókn alla laugar-
dagsmorgna kl. 10.00.
Guðsþjónusta kl. 11.00.
Ræðumaður:
Þröstur Steinþórsson.
Allir velkomnir.
Minningarkort
Þroskahjálpar
Guðbjörgu Sigursteinsdóttur
sími 11770.
Ólöfu Margréti Magnúsdóttur
sími 12586.
Unni Baldursdóttir,
sími 12081.
Minningarkort
Systrafélagsins
Ölfu
fást hjá:
Ingu Haraldsdóttur,
sími 11439
Elínu Guðlaugsdóttur,
sími 11645
og Ástu Arnmundsdóttur,
sími 11871.
Tökum á - tökum til
Öflugasta og umfangsmesta
hreinsunarátak sem ráðist hef-
ur verið í á íslandi. Rusl verður
hreinsað meðfram 5000 km. af
þjóðvegum landsins 10.-11.
júní. Víða vantar fólk vegi til
að hreinsa.
Undirbúningur að hreinsun-
arátaki þessu, sem er í höndum
Ungmennaélaganna, gengur
vel og hafa viðtökur við hug-
myndinni verið mjög góðar.
Ungmennafélög um allt land
eru nú að undirbúa hreinsun á
sínum svæðum, sem fram fer
10. - 11. júní n.k.
íþróttafélögin Óðinn, Týr,
Þór og Rán ætla ða taka þátt í
þessu átaki.
Öldósum verður safnað sér
og mun ágóðinn af þeim renna
til byggingar íþróttasalar.
Vestmannaeyjabær á nú 70
ára afmæli og er þarna komin
tilvalin afmælisgjöf frá okkur
öllum.
Að lokinni hreinsun munum
við koma saman og fá okkur
hressingu og jafnvel taka lagið
saman.
Mætum öll með góða skapið
og tökum alla fjölskylduna
með.
(Fréttfrá íþróttafélögunum).
Minningarkort
Kvenfélagsins Líknar
Eftirtaldar konur selja minn-
ingarkort fyrir félagið:
Auður Guðmundsdóttir Heiðar-
vegi 59, sími 11463.
Bergþóra Þórðardóttir Kirkju-
vegi 43, sími 11144.
Jórunn Bergsdóttir Brekkugötu
1, sími 11534.
Oddný Ögmundsdóttir,
Foldahrauni 40e, sími 11680.
Ahugafélag um
brjóstagjöf í
Vestm.aeyjum.
Opið hús hvern fimmtudag milli
kl. 14-15 í fundarherbergi
Sjúkrahússins, 2. hæð.
(■■wiMiwniiiil
Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum Ritstjóri og ábyrgdarmadur: Gísli Valtýsson ★ Bladamenn: Geir Reynisson og ómar
Garðarsson ★ Prentvinna: Eyjaprent hf. ★ Auglýsingar og ritstjóm að Strandvegi 47 n. hæð, símar 11210 & 11293 ★ Fréttir koma
út tvisvar í viku, síðdegis á þriðjudögum og fimmtudögum ★ Blaðinu er dreift ókeypis í allar verslanir Vestmannaeyja ★ Auk þess
fæst blaðið á afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli, afgreiðslu Herjólfs í Reykjavík, Bensínsölunni í Skógahlið í Reykjavík, í
Duggunni í Þorlákshöfn, Skálanum í Þorlákshöfn, Sportbæ á Selfossi og Ás-inn á Eyrarbakka. ★ Fréttir eru prentaðar í 2700
eintökum.
fwtlSalgígssBg^^
ism&m
Dagbókin
Fimmtudaginn 8. júní 1989 -FRÉTTIR