Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Side 4
Fimmtudaginn 8. júní 1989 -FRÉTTIR 111 II fi III ■ H m Þórður Karlsson: Barátta við inn- flutning á nýjum og notuðum brettum Eitt af þeim fyrirtækjum sem ekki fer mikið fyrir í Eyjum er Bretti hf. sem tók til starfa árið 1985 og hefur framleitt bretti síðan undir fiskafurðir og fl. hefur rek- sturinn gengið nokkuð vel til þessa, en nú á fyrirtækið í harðri samkeppni við innf- lutning á notuðum og nýjum brettum. í byrjun negldu starfs- menn saman með naglabyss- um en í dag er framleiðslan að mestu vélvædd. í mars 1986 fengum við sænska vél, til framleiðslunnar. Er hún að mestu sérsmíðuð því vegna smæðar markaðarins þurfti hún að geta framleitt allar gerðir og stærðir af brettum. Einnigvar keyptur veltari og staflari sem sér um að raða fullsmíðuðum brettum í stæður. Allt efni er keypt beint frá Portúgal, tilsniöið og er framleiðslan um 85 þús. bretti á ári, en fram- leiðslugetan er á milli 120 og 140 þús. bretti með góðu rnóti. Stærstu kaupendur bretta hafa verið SH og SÍF, en samkeppnisaðstaðan er slæm þar sem skipafélögin annaðhvort stunda innflutn- ing og sölu á brettum eða flytja þau til landsins fyrir SH án þess að taka nokkuð fyrir, nema út- og uppskip- unargjöld, vörugjöld og gámaleigu. Reiknuð fragt til skipsins er engin. Þetta er gert sem afsláttur á þá vöru sem er í miklu magni flutt út. Að gefa afslátt á eina vöru á kostnað annarra er ekki heiðarlegt. Innflutningur á gömlum notuðum brettum sem keypt eru á aðeins helmingi þess verðs sem ný bretti kosta og fragt er gefin eða reiknuð á aðra vöru getur aldrei verið heiðarleg í samanburði við ný bretti, framleidd hér á landi og hafa þurft að greiða fulla fragt. Þessi gömlu bretti eru keypt á sérstökum skiptibrettamörkuðum í Englandi og því ekki vitað hvað hefur verið á þeim áður. Hugsanlegt er að kjötvara, grænmeti eða jafn- vel efnaúrgangur hafi verið geymdur á þessum brettum. Sem síðan eru flutt heim og á þau sett fyrsta flokks gæðavara til útflutn- ings. Það kostar um 890 kr. á rúmmeter að flytja bretti sem keypt eru ný og saman- sett frá Portúgal hingað til lands. Þegar efni í brettin er flutt með sama skipafélagi í sömu ferð kostar um 2300 kr. að flytja rúmmeterinn, > Þórður Karlsson fyrir framan brettastæðu þó að tilbúið taki það 330% meira pláss. Þarna er 160% mun að ræða í verði á rúm- metra. Sagt er að hægt sé að bjóða svo hagstæða fragt þar sem skipafélagið sjálft eða dótturfyrirtæki þess á i hlut og nægjanlegt ónotað pláss er í skipinu. Eins mætti geta þess að þegar skipafé- lagið kemur með brettin til- búin til Portugal, þá er þeim dreift beint upp úr skipi á ströndina. Á meðan þau bretti ganga út, þá þurfum við að halda lager hér heima en skipafélagið er laust við allan lager og fjármagn- skostnað. Ekki er þó hægt að flytja tilbúinn samansett bretti hingað fyrir Bretti hf., þegar spurt var hvort það sama mundi gilda ef fyrirtækið flytti starfsemina til Portúg- als. Til gamans má geta þess að þau gömlu notuðu bretti sem flutt eru til landsins frá Englandi með skipum Eim- skipafélagsins eru í fjölda u.þ.b. 20 - 25 þús. Þau eru sett í 40 feta gáma og til þess að koma þeim heim þarf aðeins 90 - 115 gáma, góður afsláttur það. En það sem flutt er frá Portúgal kemur laust í skipunum. heildarmagn sem þaðan er flutt samansett er um 15 - 20 þús. stk. Rúmmál þess magns er um 3600 rúm- metrar. Sambærilegur fjöldi af efni í bretti er aðeins 836 rúmmetrar. Það er ansi ódýr rúm- meterinn í skipinu ef hægt er að gera þetta á þennan máta. Góð samlíking er að betra sé að flytja til landsins uppblásna loftbelgi en hafa þá loftlausa. Eins og sést er vonlaust að keppa við svona aðstæð- ur. Ef þetta er smækkuð mynd af samkeppnisaðstöðu íslensks iðnaðar, þá er von að allt sé hér á hausnum. Reynt hefur verið að fá leiðréttingu á þessum mál- um með bréfaskriftum og samtölum við alla þá sem hér eiga hlut að máli en ekkert hefur gengið. Ef það kallast samkeppni að fram- leiða vöru hér á landi; hvað svo sem framleitt er, og greiða þarf fulla fragt á hráefni til framleiðslunnar, en þegar varan er tekin samsett, þá er hægt að flytja hana frítt, þar sem verið er að gefa afslátt á annarri vöru. Spyrja má hver er sam- keppnisaðilinn? Ekki er það erlendi frmleiðandinn, held- ur er það íslenska skipafé- lagið. Allt virðist þetta vera auðvelt úrlausnar, en ein- hverra hluta vegna þá hafa þau hagsmunasamtök, sem eiga að gæta réttlætis félaga sinna, ekki staðið sig í stykk- inu. Mér er spurn, hvað gerðu þeir, sem eiga hlut að plast- pokaframleiðslu og öðrum umbúðum, ef skipafélögin segðu að betra væri að koma heim með þá fulla al' lofti (uppblásna) og allan pappa tilbúinn sem öskjur eða kassa tilbúið til notkunai . Hvað yrði um alla fjárfest- inguna og fólkið hjá þessum fyrirtækjum. Ansi er ég hræddur um að flutningsgeta skipalélag- anna yrði lítil við þessar aðstæður. Þórður Karlsson Verkafólk í Vestmannaeyjum Að gefnu tilefni vilja undirrituð stéttarfé- lög ítreka það að samkvæmt fundarsam- þykktum beggja félaganna er félagsmönn- um þeirra óheimilt að vinna um helgar yfir sumarið, nema til komi sérstakar undan- þágur samþykktar af stjórnum félaganna. Félagsmenn eru hvattir til að snúa sér til skrifstofu félaganna til að fá staðfestingu á að undanþága hafi verið veitt. Verkakvennafélagið Snót Verkalýðsfélag Vestmannaeyja. Atvinnuhúsnæði Til sölu nýtt atvinnuhúsnæði á Eiðinu (Smiður: Valur Andersen). Hentar mjög vel fyrir hverskonar atvinnu- starfsemi, svo sem veiðarfærageymslu. Jón Hauksson, hdl. Kirkjuvegi 23, 3. hæð, sími 12000. Ég fer í frí Ljósmyndastofa mín verður lokuð frá 25. þ.m. til 23. júlí n.k. vegna sumarleyfis. Óskar Björgvinsson, ljósmyndari. Vestmannaeyingar! STÓRDRÁTTUR FRAMUNDAN. Þann 9. júní verður dregið í happdrætti Landssambands hjálparsveitar skáta. Vinningar eru bæði margir og glæsilegir. Við hvetjum ykkur til að kaupa miða, því stór hluti af andvirði hvers miða rennur til reksturs sveitarinnar hér í bæ. Með kærri kveðju og þakklæti. Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum. Orlofsnefnd húsmæðra Konur athugið. Orlofsvika húsmæðra verður að Laugarvatni dagana 26. júní - 2. júlí n.k. Vinsamlega látið skrá ykkur fyrir 17. júní í sím 1216

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.