Austurland - 06.09.2012, Blaðsíða 12

Austurland - 06.09.2012, Blaðsíða 12
6. SEPTEMBER 2012 Ritstjóri sendi línu á öll sveitarfélög um að senda upplýsingar um viðburði í september. Einungis bárust svör frá tveimur en hugmyndin er að halda áfram með dálkinn og eru öll sveitarfélög, fyrirtæki hvött til að senda inn upplýsingar. Tónlistamiðstöðvar Austurlands í Eskifjarðarkirkju (sjá www.tonleikahus.is): Dægurlagadraumar laugardaginn 8 september kl. 16. Víkingur Heiðar 22. September kl. 15. Tónleikar Hljómsveitarnámskeiðsins 27. september kl. 20. Gospelnámskeið Óskars Einarssonar 28.-30. september. Melarétt í Fljótsdal 22. september. “Make it happen” alþjóðleg ráðstefna 25.-28. september. HVAÐ ER Á DÖFINNI Í SEPTEMBER? Skapandi samfélag á Austurlandi áhugaverð ráðstefna 25.-28. september Austurbrú stendur fyrir ráðstefnunni Make it happen – sem er haldin í tilefni af 10 ára afmæli Menningarráðs og til að fagna 10 ára menningarsamstarfi við Vesterålen í Noregi. Ráðstefnan er einnig lokaviðburður Evrópuverkefnisins Creative Communities sem er unnið með samstarfsaðilum í Svíþjóð og Danmörku. CC verkefnið er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins. Ráðstefnan fer fram dagana 25.- 28. september nk. Ráðstefnan verður haldin á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Stöðvarfirði. Umræða og upplifun á hverjum stað verður tengd grasrótarstarfi og menningu svæðisins. Ráðstefnan hefst á þriðjudagskvöldi með formlegri opnun í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Á miðvikudeginum er málþing á Hótel Héraði um mikilvægi þess að styðja við menningarstarf á jaðarsvæðum auk þess sem niðurstöður verkefnisins Creative Communities verða kynntar í Sláturhúsinu. Eftir hádegið verður farið til Seyðisfjarðar í móttöku að Skálum, hljóðlistamiðstöð, en þaðan verður farið í leiðangur og ýmis lista-, menningar- og hönnunarverkefni skoðuð. Erindi verða flutt í Herðubreið og endað með kvöldverði. Á fimmtudeginum fer ráðstefnan til Stöðvarfjarðar þar sem erindi verða flutt í Sköpunarmiðstöðinni HERE með áherslu á að vinna staðbundið í alþjóðlegum tengslum. Pallborðsumræður verða í lok erinda. Ráðstefnunni lýkur föstudaginn 28. september með vinnustofu sem haldin verður í húsnæði Austurbrúar á Egilsstöðum Vonarlandi. Þar verður áhersla lögð á Destination Design eða hönnun áfangastaða. Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem vilja vinna að eflingu lítilla samfélaga, vilja þróa atvinnumöguleika með vinnslu úr staðbundnu hráefni, efla menningarstarf og auka alþjóðlega hugsun og yfirfærslu verkefna. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða: Alexander von Vegesack (Þýskalandi), stofnandi Vitra Design Museum, Max Lamb (Bretland) hönnuður, Merilyn Keskula (Eistlandi), stofnandi ÖÖ: Was it a dream?, Daniel Bystöm (Svíþjóð) frá Design Nation, Dóri Gíslason (Íslandi), prófessor hjá KHIO í Oslo, Karin T. Larsen og Lene Römer (Danmörku) frá CRT Bornholm, Erik Bugge (Noregi) menningarfulltrúi og Katla Steinsson (Íslandi) frá Húsi Handanna Nánari upplýsingar um MAKE by Þorpið og skráning á ráðstefnuna er að finna vefnum: www.make.is Fylgist með á facebook: www.facebook.com/makeiceland/. Kraftaverk austfirskra kvenna! Sumarsýningu Minjasafns Austurlands 2012 lauk 1. september sl. en hún vakti mikla ánægju meðal gesta. Sýningin var haldin til heiðurs hinum duglegu og listrænu austfirskum konum og handverki þeirra. Kunnátta og færni kvenna við hannyrðir var nauðsynlegur hluti af daglegu lífi allra hér áður fyrr. Ávallt þurfti til dæmis að gæta þess að skinnskór og sokkaplögg væru í góðu ástandi. Margar konur sáu sjálfar um að kemba, spinna og lita ullina sem nýttist síðan í ýmsar flíkur eða útsaum. Útsjónarsemi var mikil og sumt garn og efni var endurnýtt oftar en einu sinni. Ekki má gleyma við hvaða aðstæður þessar konur unnu verkin sín t.d. oft við litla birtu, lélega vinnuaðstöðu, líkamlegar fatlanir og sjónleysi. Því má segja að flest þessara verka hafi sannarlega verið kraftaverk! Í tengslum við sýninguna tóku 12 manns, hannyrðafólk á svæðinu, þátt í upptökum á kynningarmyndbandi þar sem sýnd eru ýmis vinnubrögð í handavinnu í dag. Vakti sú kynning mikla athygli og vegna margra fyrirspurna hefur verið ákveðið í samráði við HS Tókatækni að gefa hana út á dvd diskum sem verða seldir í safnbúð Minjasafnsins. Tökum upp nýjar vörur í hver ri viku Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58 Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur.Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur. 12 Sokkapplögg á sýningu Mynjasafnsins

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.