Austurland - 13.11.2014, Side 6

Austurland - 13.11.2014, Side 6
13. Nóvember 20146 Norræna bókasafnavikan Vikuna 10. – 16. nóvember fer Norræna bókasafna-vikan fram á hátt í 2000 bókasöfnum og stofnunum á Norð- urlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Ríflega 120 íslensk almennings- og skólabókasöfn eru skráð til þátttöku. Á dagskrá bókasafnanna eru upplestrar, fyrirlestrar og margt fleira. Þema ársins er Tröll á Norður- löndum. Norrænu tröllin eru af öllum stærðum og gerðum. Sum eru okkur svo framandi að þau kallast álfar á íslensku. Mánudagurinn var upp- lestrardagurinn mikli. Þá voru sömu textar til upplestrar á sama tíma á um 2000 bókasöfnum. Til upplestrar voru Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson og Stallo eftir Stefan Spjut. Ritstjóri hafði samband við Jóhönnu Hafliðadóttur á Bókasafni Héraðsbúa og athugaði hvort tröllin kæmu við hjá þeim. Jóhanna upplýsti að á Bókasafni Héraðsbúa hefðu verið dregnar fram skemmtilegar tröllabækur. Svo var stóri upplestrardagurinn hjá þeim á þriðjudag (en ekki mánudag) er Inga las fyrir börnin upp úr bókinni Skrímslaerjur á morgun og Guðrún, fyrrverandi bókaverja, kom á mið- vikudag og las útdrátt úr bókinni Stallo eftir sænska rithöfundinn Stefan Spjut. Sá upplestur hófst í rökkrinu klukkan 18 enda vel við hæfi að lesa tröllasögur í myrkrinu á Dögum myrkurs. Norræna bókasafnavikan var opnuð með málþingi um Tove Jansson í bókasafni Norræna hússins sunnu- daginn 9. nóvember, enda vel við hæfi því minnst er 100 ára fæðingarafmælis móður Múmínálfanna (Mumintrold- ene). Á málþinginu var myndskreyting Brians Pilkington kynnt en mynd- listamaðurinn og rithöfundurinn Brian Pilkingto er myndskreytir ársins. Brian fæddist á Englandi en hefur búið á Íslandi undanfarin 38 ár. Brian hefur myndskreytt og gefið út tíu bækur um íslensk tröll og er hug- fanginn af íslenskum þjóðsögum um tröll og jólin. Með myndskreytingu ársins fyrir Norrænu bókasafnavikuna hefur Brian tekist fanga kjarnann í upplestrardagskránni á sama tíma og það tengist þemanu „Tröll á Norður- löndum“. Á myndinni sést gamalt tröll sem miðlar upplestrarhefðinni áfram til ungu kynslóðarinnar á hrífandi hátt. Tröllabörnin hlusta af athygli á frásögnina og andlitin eru uppljómuð af birtu frá gólfinu. Á myndinni leikur Brian sér með ljósið því myndin er lýst upp af einhvers konar kerti sem er á gólfinu rétt utan rammans. Upplýsingar m.a. af www. bibliotek. org Skeggjastaðakirkja Skeggjastaðakirkja er nyrsta kirkja Múlaprófastsdæmis og hún kirkja vikunnar að þessu sinni. Textinn um kirkjuna er fenginn úr riti Vigfúsar Ingvars Ingvarssonar: Kirkjur og kirkjugöngur í Múlapró- fastsdæmi. Skeggjastaðir eru forn kirkjustaður sóknarinnar og aðsetur prests. Þar var bændakirkja en verða „staður“ (beneficium) í byrjun 16. aldar. Kirkja forðum helguð heilögum Þorláki. Kirkjan er timburkirkja frá árinu 1845 og elsta kirkja á Austurlandi. Sr. Hóseas Árnason, sem þjónaði kallinu 1839-´59 og þótti mætur prestur, stóð fyrir byggingu hennar en yfirsmiður var Guðjón Jónsson snikkari á Akur- eyri. Hún er lengri en eldri torfkirkjur á sama grunni og framkirkjan náði upp fyrir kirkjugarðinn. Söfnuði var afhent umsjá og fjárhald kirkjunnar árið 1911 (3/8). Kirkjan er þiljuð innan með svokölluðu póstaþili og á þaki tvö- föld súð, skarsúð innar en rennisúð yfir. Ytri klæðning veggja er svipaðrar gerðar. Kirkjan hefur aldrei verið járn- klædd. Altarið er jafngamalt kirkjunni og margir munir kirkjunnar eru frá 19. öld. Predikunarstóllinn (sunnanvert við kórdyr, líklega danskur) er þó frá 18. öld, sexstrendur með Kristsmynd og myndum og táknum fjögurra guð- spjallamanna. Kirkjan er vel búin að skrúða og á margt góðra muna sem margir eru gefnir, oft sem minningar- gjafir. [. . . ] Tréhylki um sóknarkaleik er frá 1709. Sr. Sigmar I. Torfason og fjölskylda gáfu kaleik í þetta kylki á 150 ára afmæli kirkjunnar 1995. Silfurkaleikur og patína eru frá 1836 (meðfylgjandi Kristslíkamadúkur með silfurborða) og þjónustukaleikur og patína úr silfri frá 1839 í tréöskju. Altaristaflan er dönsk, frá 1857 (Kristismynd e. O. Knippel) og á hana er letrað á latínu: „ECO SUM VIA, VERITAS & VITA.“ Þetta er einnig á íslensku (með viðbót): „Ég er veg- urinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Byggt var við kirkjuna á smekk- legan hátt árið 1862, út frá norðurhlið hennar, 2,5x5m með sömu vegghæð og þaki af sömu gerð en turn yfir. Þarna fékkst rými fyrir forkirkju og skrúðhús. Þessa smíð annaðist Bjarni Ólafsson húsasmíðameistari og kennari (lektor) í Reykjavík. Máln- ing og skreyting kirkjunnar er verk hjónanna Jóns og Grétu Björnsson. Klukkurnar sem áður voru uppi á kirkjulofti (fyrir 1894 framan á stafni) voru færðar í turninn. Sú stærsta keypt 1840 (steypt í Stokk- hólmi 1812). Önnur keypt 1894, (skipsklukka frá 1802, Patrioten) en sú langminnsta var komin í eldri kirkju 1823 en mun vera miklu eldri (lengi biluð, gerð upp 1865). Skeggjastaðakirkja eignast snemma hljóðfæri en lítið orgelharmóníum (frá Petersen & Stenstrup í Khöfn) var keypt árið 1889 en nú á kirkjan lítið rafmagnsorgel. Kórinn er tiltölulega stór og rúm- góður og nær yfir 3 stafgólf en fram- kirkjan 4 og loft yfir 2 þeirra, frá 1864. Hálfþil báðum megin kórdyra vekur athygli gesta. Þessi afmörkun kórs (rýmis hinnar helgu þjónustu) og framkirkju á rætur í fornri hefð og sýnir að ekki varð hefðarrof í kirkju- byggingum hérlendis sbr. einnig að Maríulíkneski voru almennt ekki fjarlægð úr kirkjum á 16. öld, hér á landi, en gengu úr sér með tímanum eða fóru á söfn. Þó að Skeggjastaðasókn hafi verið fámenn og ekki yfir fjallvegi að fara innan hennar eru vegalengdir all- miklar. Vatnsföll eru mörg og sums staðar í djúpum giljum og oft illfær í vatnavöxtum. Sr. Hóseas Árnason nefnir, í sóknarlýsingu 1841, vöð á Finnafjarðará „á Hallgilsstaðaheiðar- vegi og við sæ, bæði óhætt, þegar áin er ekki í því meiri vexti.“ Um Mið- fjarðará, stærsta vatnsfallið, segir hann: „Undan Miðfjarðarnesseli og þar fyrir utan eru á henni nokkur vöð á hvörjum hún er meira og minna ströng og grýtt. Hún er oft óreið mik- inn part sumars, hvörs vegna lögferja er á henni undan Miðfirði.“ Brú kom á Miðfjarðará árið 1915 en þurfti að endurbyggja 1917. Hölkná (austan Miðfjarðar, brúuð á sama tímabili) var oftast farin á Rauðhólavaði en í vatna- vöxtum þótti vað nokkru neðar betra. Á Messumel í Miðfirði átti sr. Mart- einn Jónsson að hafa messað á 17. öld til að koma af músafaraldri. Guðsþjónustur voru, í tíð sr. Sig- mars I. Torfasonar, stundum í Mið- firði og á Miðfjarðarnesi. Dæmi eru um að farið væri á báti til kirkju frá Höfn (þorpinu) og prestur var sóttur þaðan á báti til að skíra vorið 1952 en það ár var Bakkaá brúuð og Staðará sumarið eftir. Sr. Hólmgrímur Jóseps- son messaði árlega í samkomuhús- inu í Höfn og predikaði oft í Saurbæ þangað sem fólk sótti af nálægum bæjum. Heimild: Vigfús Ingvar Ingvarsson. 2011. Kirkjur og kirkjugöngur í Múlaprófastsdæmi. HverJIr er þetta? Enn höldum við áfram að birta myndir úr Ljósmynda- safni Austurlands hjá Héraðs- skjalasafni Austfirðinga. Þessi mynd kemur úr myndasafni Austra. Baldur Hallgrímsson þekkti manninn á síðustu mynd (20. tbl.) og heitir hann Atli Jespersen. Enn vantar upp- lýsingar um tvo á myndinni af skóladrengjunum úr Tungunni. Þekktir eru f.v. númer 2 Ingi Björgvin Guð- jónsson, nr 4 Stefán Jón- asson (ekki Jónsson) og nr 5 Birgir Ágústsson. Eru upplýsingar frá lesend- um eru vel þegnar og er þeim sem geta gefið þær bent á að hafa samband við Héraðsskjalasafnið í síma 471 - 1417 eða á netfangið: magnhildur@heraust.is. Tónlistarfélag ME styrkir krabbameinsfélög Þriðjudaginn 4. nóvember síð-astliðinn stóð tónlistarfélag Menntaskólans á Egilsstöðum fyrir Bítlatónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða og Krabbameinsfélagi Austurlands. Allir sem tóku þátt gáfu vinnu sína og með góðri hjálp Sláturhússins, JónVal hljóðkerfaleigu og Myndsmiðjunnar var hægt að láta ágóðann af miðasölu renna óskertan til krabbameinsfélag- anna. Samtals söfnuðust 156.500 kr. og skiptist þær jafnt á milli félaganna tveggja. Ljósmynd Hilmar Gunnlaugsson

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.