Austurland - 13.11.2014, Qupperneq 8

Austurland - 13.11.2014, Qupperneq 8
13. Nóvember 20148 Fréttatilkynning frá Austurbrú: Dagar myrkurs á Austurlandi Menningarveislan austfirska „Dagar myrkurs“ hófst fimmtudaginn 6. nóvem- ber og stendur til 16. nóvember. Tón- list og myndlist eru í öndvegi, hlaðborð og þjóðlegir réttir, kertaljós og kósý- stundir, ljóðalestur, draugagangur og afturganga, bílabíó og ástardagar, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, og stjörnum og norðurljósum fagnað svo eitthvað sé nefnt. Dagar myrkurs voru haldnir í fyrsta sinn í nóvember árið 2000 af Markaðs- stofu Austurlands sem hefur hýst ver- kefnið allar götur síðan. Verkefnið er því í dag hluti af markaðsstarfi Aust- urbrúar og hefur verið skipulagt með svipuðum hætti frá upphafi. Þetta er byggðahátíð Austurlands þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt til að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf. Í tíu daga rekur svo hver viðburðurinn annan í hverju bæjarfélagi og ættu háir sem lágir að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. Listafólk leggur lóð sín á vogarskálarnar; tónlist og mynd- list, hlaðborð og þjóðlegir réttir, kertaljós, ljóðalestur, draugagangur og afturganga, bílabíó og ástardagar, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, og stjörnum og norðurljósum fagnað svo eitthvað sé nefnt. Verslanir og þjón- ustuaðilar bjóða freistandi tilboð á vörum, veitingum og gistingu í tilefni daganna. Á Dögum myrkurs er jafn- framt góður tími til að heimsækja söfn og sýningar, sundlaugar og bókasöfn sem öll taka vel á móti gestum með upplýsandi viðburðum tengdum myrkrinu og ljósinu. Þá má geta þess að Austurbrú stendur fyrir leik á Facebook þar sem fólk er hvatt til að taka ljósmyndir sem fanga myrkrið og skammdegið á ein- hvern hátt. Sá eða sú sem sendir inn bestu myndina af viðburðum Daga myrkurs með hashtaginu #dagar- myrkurs getur unnið flug til höfuð- borgarinnar í boði Flugfélags Íslands. Ítarlega dagskrá Daga myrkurs má finna á vefnum east.is. Dagar myrkurs og austfirskar draugasögur Nú stendur menningarveislan Dagar myrkurs sem hæst. Dagar myrkurs stytta biðina eftir hátíð ljóssins, jólunum, um leið og þeir daðra við myrkrið og öllu sem því fylgir. Í dag er erfitt að ímynda sér hið ótrúlega myrkur sem fólk bjó við fyrir tíma rafmagnsins og lítið óhugnanlegt við að hlusta á magnaða draugasögu í uppljómuðu herbergi. En af nógu er að taka þegar austfirskar draugasögur eru annars vegar og eru hér aðeins birtar þrjár þeirra. Dagar myrkurs eru til- valdir til að dusta rykið af austfirsku draugasögunum og finna hárið rísa á höfðinu af hryllingi. Barðsnesbræður og stóri maðurinn Fyrr á öldum bjuggu bræður tveir á Barðsnesi í Norðfirði er hétu Eyjólfur og Einar. Sigurður hét sá þriðji, ófermdur. Móðir þeirra var fyrir búinu. Báðir voru þeir Eyjólfur og Einar afarmenn og Eyjólfur þó enn fremri að karlmennsku og áræði. Töldu þeir sér ekkert ófært og héldu tveir einir út sexæringi og settu hann upp og ofan. Brugðið var þeim um oflátungshátt. Ef fyrir kom að bátsetningin gekk miður en endranær varð orðtak þeirra: „Oft hefur betur gengið í henni Barðsnes- höfn.“ Einu sinni voru þeir við jarðarför við kirkju sína. Kom þar upp gröftur mikill og meðal annars bein afar stór. Undr- uðust margir þau. Eyjólfur tekur þá upp legg, virðir hann fyrir sér og segir hlæj- andi: „Einhvern tíma hefði verið gaman að hafa þennan karl til að setja með sér bátinn í henni Barðsneshöfn.“ Hafði hann mörg kalsyrði og háðglósur um þetta. Öllum hnykkti við. En einn segir að hann skuli ekki hæðast að dauðra manna beinum. Eyjólfur hlær og spyr hvort hann hyggi að þessi færist á legg, heldur að sér þætti þá eigi neitt að því að fá þess háttar mann til að setja með sér bátinn í henni Barðsneshöfn og hlær dátt. Einar fylgdi honum í þessu. „Betur þér yrði að orðum þínum, Eyjólfur,“ sagði einhver. Síðan fóru allir heim. Þetta kvöldið mættu einhverjir jötun- stórum manni þar á milli bæja sem enginn vissi deili á. Enginn áræddi að spyrja hann að heiti eða öðru utan einn maður spurði hvert hann ætlaði. Hann kvaðst einu sinni ætla að setja með þeim bræðrum bátinn í henni Barðsneshöfn. Þetta þótti kynlegt svar. Heima í Barðs- nesi varð móðir þeirra bræðra þegar vör við þennan stóra mann og hélt hann sig í höfninni við bát bræðranna. Þeir bræður áttu timbur mikið fyrir utan Horn er þeir ætluðu að sækja á bátnum við fyrsta færi. Það voru fullir tveir bátsfarmar. Næsta dag var gott sjóleiði. Voru þeir bræður þá árrisulir því blíða var og lásléttur sjór. Bjuggust þeir fljótt. Móðir þeirra bað þá hvergi fara þann dag. Þeir spurðu því hún óskaði þess. Hún kvað sig óra illa fyrir ferð þeirri. Þeir kváðust lítið marka kerlingaróra hennar og heimtu Sigurð bróður sinn með sér. Hlupu þeir svo til sævar. Sigurður hljóp á eftir þeim. Þegar hann kom ofan undir höfnina sá hann að þeir bræður þrifu til bátsins. Og í því sá hann tröllstóran mann hlaupa á bátinn með þeim og rann þá báturinn á hendingskasti út á sjó. „Sjaldan hefur betur gengið í henni Barðsneshöfn,“ sagði Eyjólfur. Settust þeir svo undir árar og stóri maðurinn í skut. Það skildi Sigurður að bræður hans sáu eigi þriðja manninn. Leist honum eigi á ferðina og gekk á landi til timbursins. Þeir bræður fermdu bát sinn harðfengilega en segja Sigurði að vera þar eftir og bera smá- tré ofan að flæðarmálinu meðan þeir rói hitt inn í Barðsneshöfn. Nú róa þeir inn og er stóri maðurinn í skut. Sér Sigurður það að hann setur veltu á bátinn. Fer Sigurður þá á sjónarhæð og horfir til þeirra. Sér hann að veltan eykst uns báturinn hvolfist. En jafnskjótt eru þeir bræður komnir á kjöl. Þetta var um dagmál. Var spegilsléttur sjórinn. En þá sér hann stóra manninn líka á kilinum og snýst þá báturinn enn við. En þeir bræður ná trjánum. Þá færir sá stóri þau í kaf. Þá ná þeir bátnum. En hann hvolfir honum. Þetta gekk þar til um miðdegi að þeir náðu bátnum eða trjánum á mis. En þá fórst Einar. En Eyjólfur barðist þangað til um miðaftan. Þá fórst hann. Stóri maðurinn reri bátnum að landi og segir Sigurði að koma í hann. „Skal þig ekki saka því þú hefir ekkert gert mér á móti.“ Sigurður þorði ei annað en hlýða. Reri stóri maðurinn hann í Barðsneshöfn, kippti upp bátnum, hvarf og hefir eigi sést síðan. Sigurður sagði frá þessu. Því trúðu menn að sá sem stóru beinin átti hefði hefnt sín þarna fyrir kalsið. Heimild: Austfirskar draugasögur. Austfirsk safnrit III. 2006 Sandvíkur-Glæsir (Ágrip frásagnanna af Glæsi í þjóðsögum Sigfúsar iii, Sögum Ásmundar Helgasonar frá bjargi og þ. e. , handriti benedikts Sveinssonar) Eitt harðindaár lá hafís sem oftar fyrir Austurlandi, og sáu menn þá útlent skip hrekjast í ísnum úti fyrir Norðfirði og Reyðarfirði, berast upp undir Gerpi og brotna þar. Sumir segja að menn hafi sézt á ísnum og horfið síðan. Svo er enn sagt, að stuttu síðar hafi Mið-Sandvíkurbóndinn gengið á reka undir Gerpi, fundið þar mann með litlu eða engu lífsmarki og grafið líkið í sandinn. Maðurinn var dökkklæddur, í síðum frakka, með hvítt brjóst og háan hatt. Eftir að bera tók á því, að hann lægi ekki kyrr, komust á gang hviksögur um, að bóndi hefði myrt hann og rænt hann þar því, sem fémæti var í. En allir vissu að minnsta kosti, að nýr draugur var hér á ferð, sem fylgdi Sandvíkingum. Var honum gefið nafn af búningi sínum og einkanlega hinni hvítu glæsibringu. Glæsir hafði hægt um sig fyrsta sumarið, en um haustið þóttust menn sjá hann starfa að því að moka saman mikilli snjódyngju uppi á fjallhryggnum milli Norðfjarðar og Sandvíkur. Einn dag um veturinn í ófærum kafalds- byl brast þessi dyngja fram, féll yfir bæinn í Mið-Sandvík, braut hann og grandaði öllu fólki, sem inni var. Eftir þetta stórvirki var sem Glæsir færðist í aukana. Gekk hann ljósum logum á undan Sandvíkingum, svo að hann sáu óskyggnir menn sem skyggnir, og varð einn frægasti draugur á Austurlandi. Einar Erlendsson í Hellisfirði var einu sinni á ferð yfir Hrafnaskörð, mætti þar manni, höfðinglegum til fara, og hugði þar vera síra Jón Hávarðsson, tengdaföður sinn. Einar tók ofan og heilsaði honum með miklum virktum og vinsemd, en hinn varð svo vel við, að hann tók ekki aðeins ofan pípuhattinn, heldur höfuðið með. Síðan hvarf hann í eldkasti. Þá segir Einar: „Á, varst það þú, höfðinginn! Ó, svei þér nú alla daga, Glæsir, tu, tu.“ Rétt í þessu mætti Einar mönnum úr Sandvík. Fleiri og smærri sögur fóru af Glæsi, illum aðsóknum hans, meiðingum á skepnum o.s.frv. en hér er unnt að telja, enda margar hver annarri líkar, nú flestar fallnar í gleymsku og Glæsir tek- inn að eldast og gerast umsvifaminni. En orð lék á því, hversu hann reyndi að spilla friði í víkinni, og aldrei varð honum svo dátt sem þegar Sandvíkingar fengu sér duglega neðan í því og flugust á í illu. En þeir áttu það sumir til að vera nokkuð útnesjalegir og hávaðasamir í meira lagi, eins og margir, sem við brimið alast upp. Ef von var á rifrildi og róstum, sást Glæsir oft á undan, og varð þá sem hann væri sjálfur þéttkenndur. Heimild: Þjóðsagnabókin. Sýnisbók íslenzkra þjóðsagnasafna. Annað bindi. Sigurður Nordal tók saman. Almenna bókafélagið. 1980, Reykjavík, bls. 92-91. Ljósið heldur myrkrinu í burtu. Skarir við ár voru oft hættulegar mönnum og dýrum.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.