Austurland - 13.11.2014, Qupperneq 12
RaunVit ehf. er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisráðgjöf og
öryggistengdum málefnum í vinnuvernd. Þó fyrirtækið sé ungt er
gríðarleg reynsla og þekking.
RaunVit ehf. býður upp á hagkvæmar lausnir fyrir stór eða smá fyrirtæki og
stofnanir. Við bjóðum upp á þjónustu öryggisráðgjafa og eru margir
möguleikar eftir samkomulagi.
Sími: 471 2150 / 823 5560
raunvit@internet.is—www.raunvit.wix.com/raunvit
RaunVit ehf.
Öryggismál, öryggiskennsla, ráðgjöf, túlkun og þýðing.
13. Nóvember 201412
Samstarf skóla í
nýju fræðsluverkefni
Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Austurlands var nýju fræðsluverkefni fyrir grunn-
skólanema á Austurlandi hleypt af
stokkunum í september síðastliðnum.
Verkefnið er á vegum Skaftfells og
nefnist Stafrænt handverk. Verkefnið er
unnið í samstarfi við Seyðisfjarðarskóla
og RoShambo. Verkefnið er styrkt af
Sprotasjóði og Menningarráði Aust-
urlands.
Stafrænt handverk var hannað fyrir
5. -7. bekk og leggur áherslu á sköpun
og sjálfbærni. Nemendur læra að búa
til eigin litarefni og málningu úr hrá-
efnum sem er finna í nærumhverfi. Að
því loknu er notast við snjalltækni til
að yfirfæra litinn á stafrænt form. Sam-
hliða vinnuferlinu setja nemendur sig
í spor rannsakenda og skrásetja hvert
stig. Heimildunum er svo miðlað í
gegnum samfélagsmiðil og þannig
geta nemendur í mismunandi bæjarfé-
lögum verið í gagnvirkum samskiptum
hver við annan.
Ritstjóri hafði samband við Hönnu
Christel til að fræðast nánar um ver-
kefnið. Að sögn Hönnu hefur Skaft-
fell verið með fræðsluverkefni á sinni
könnu síðan 2007 og boðið öllum
grunnskólum fjórðungsins að taka
þátt þeim að kostnaðarlausu (sjá http:
//skaftfell.is/fraedhsla/). Að þessu sinni
voru það Fellaskóli, Egilsstaðaskóli,
Nesskóli og Seyðisfjarðarskóli sem
tóku þátt í fræðsluverkefninu Stafrænt
handverk (sjá http: //stafraenthand-
verk. tumblr.com/)
„Verkefnið er nú á lokametrunum og
þeir skólar sem tóku þátt eru um þessar
mundir að skila inn síðustu skrán-
ingunum eins og sést inni á síðu ver-
kefnisins (stafraenthandverk. tumblr.
com). Verkefnið hefur gengið vel og
eins og sést á þeim færslum sem þegar
eru komnar inn á heimasíðuna hafa
nemendur verið ötulir við að safna alls
kyns litarefnum og kom fjölbreytileiki
þeirra verulega á óvart.“
RoShamBo
Verkefnið Stafrænt handverk er m.a.
unnið í samstarfi við RoShamBo. Hvað
er RoShamBo?
„Konurnar á bak við Skæri, Steinn,
Blað, öðru nafni RoShamBo eru
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Litten
Nyström og Þórunn Eymundardóttir.
Hanna og Þórunn eru með BA próf
í myndlist úr Listaháskóla Íslands og
Litten er útskrifuð úr textíldeild við
Denmarks designschool. Þær eru
allar búsettar á Seyðisfirði. Árið 2012
ákváðu þær að skapa vettvang þar sem
þær gætu sameinað styrkleika sína
og reynslu til að koma hugmyndum
sínum á framfæri og stofnuðu þar
með sameignarfélagið Skæri, Steinn,
Blað sf. Vegna smæðar bæjarfélagsins
ákváðu þær að halda verkefnavali sínu
tiltölulega opnu en þær hafa m.a. unnið
hönnunarverkefni, haldið námskeið,
tekið að sér verkefnastjórnun, unnið
vöruþróun og samfélagsverkefni. Þær
leggja mikið upp úr vandaðri framsetn-
ingu auk alúðar og heilinda í nálgun
sinni við vistvæna og sjálfbæra hug-
myndafræði.“
verkefnið hefur ýmsar birtingarmyndir
Janne Sigurðsson verður
forstöðumaður upplýsinga-
tæknimála Alcoa á heimsvísu
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við starfi for-
stöðumanns upplýsingatæknimála (e.
Chief Information Officer) hjá Alcoa á
heimsvísu. Hún mun í nýju starfi bera
ábyrgð á upplýsingatæknistefnu fyrir-
tækisins og öryggi net- og tölvukerfa
innan Alcoa. Magnús Þór Ásmunds-
son mun taka við starfi forstjóra Alcoa
Fjarðaáls af Janne. Hann hefur gegnt
starfi forstjóra Alcoa á Íslandi frá 2012
og mun áfram sinna þeim skyldum
en bætir við sig nýju hlutverki sem
forstjóri Fjarðaáls. Breytingin tók gildi
1. nóvember síðastliðinn.
Janne er dönsk að uppruna, fædd
í Álaborg í Danmörku árið 1966.
Hún útskrifaðist 1995 sem cand sci-
ent í stærðfræði og tölvunarfræði frá
Háskólanum í Álaborg. Hún hefur
síðan þá aflað sér víðtækrar reynslu
af stjórnunarstörfum hjá ýmsum fyr-
irtækjum í Danmörku og hjá Fjarða-
áli við Reyðarfjörð, þangað sem hún
réðst til starfa í maí árið 2006. Janne
hóf starfsferilinn hjá álverinu sem
framkvæmdastjóri upplýsingatækni.
Fáum mánuðum síðar varð hún
framkvæmdastjóri framleiðsluþró-
unar og framkvæmdastjóri kerskála
var hún frá 2008 til 2010. Hún varð
framkvæmdastjóri framleiðslu í apríl
2010 og forstjóri Alcoa Fjarðaáls árið
2012. Janne á sæti í Samráðsvettvangi
um aukna hagsæld á Íslandi og situr í
stjórn AMS (Samvinna álfyritækja á
Norðurlöndunum vegna umhverfis-,
heilsu- og öryggissmála). Janne er
gift Magnúsi Sigurðssyni, múrara frá
Eskifirði, og eiga þau tvö börn. Ný
starfstöð Janne verður í Pittsburgh í
Bandaríkjunum.
Magnús Þór er rafmagnsverk-
fræðingur að mennt frá Háskóla
Íslands og M. Sc. frá Danmarks
Tekniske Universitet. Magnús, sem
starfað hefur hjá Fjarðaáli frá 2009,
hefur umfangsmikla reynslu af vöru-
og framleiðsluþróunarmálum og hefur
m.a. stjórnað innleiðingu stjórnkerfa,
umbótum á framleiðsluferlum og í
stefnumótun hjá Fjarðaáli. Magnús
hóf störf hjá Fjarðaáli sem fram-
kvæmdastjóri framleiðsluþróunar og
varð síðan einnig framkvæmdastjóri
skautsmiðju árið 2011. Frá árinu 2012
hefur hann jafnframt verið forstjóri
Alcoa á Íslandi. Magnús er í stjórn
Samáls og Tækniskólans. Magnús Þór
er kvæntur Soffíu G. Brandsdóttur
snyrtifræðingi og eiga þau þrjú börn.
Fréttatilkynning frá Alcoa Fjarðaáli
28. október 2014.
Janne Sigurðsson. magnús Þór
Ásmundsson.