Austurland - 27.11.2014, Side 4
27. Nóvember 20144
Kynferðisofbeldi gegn börnum
málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna
Námskeið um kynferðis-ofbeldi gegn börnum á vegum Vitundarvakningar
um kynferðislegt, andlegt og líkam-
legt ofbeldi gegn börnum og Rann-
sóknastofnunar Ármanns Snævarr
(RÁS) um fjölskyldumálefni verður
haldið í Grunnskólanum á Egils-
stöðum miðvikudaginn 3. desember,
kl. 9.00-13.00.
Markmið námskeiðsins er að skoða
meðferð mála um kynferðisbrot gegn
börnum og samvinnu allra þeirra mis-
munandi aðila innan réttarkerfisins
sem koma að þeirri málsmeðferð.
Lögð verður áhersla á gildandi löggjöf
og þau meginsjónarmið sem ber að
leggja til grundvallar við meðferð mál-
anna. Fjallað verður um helstu ákvæði
samnings Sameinuðu þjóðanna um
réttindi barnsins, samnings Evrópu-
ráðsins um vernd barna gegn kyn-
ferðislegri misnotkun og misneytingu
(Lanzarote-samnings) og leiðbeininga
Evrópuráðsins um barnvænlega rétt-
arvörslu.
Kennarar verða Anni G. Haugen,
lektor við Félagsráðgjafardeild, og Hr-
efna Friðriksdóttir, dósent við Laga-
deild Háskóla Íslands.
Hvert námskeið kostar 5000, - kr.
og skráning er nauðsynleg. Skráning
á námskeiðið, með dagsetningu, nafni,
kennitölu, starfsstöð og heimilisfangi
þátttakanda sem og greiðanda, sendist
á thorhill@hi.is.
Kærleikskúlur og jólaóróar 2014
Til styrktar fötluðum börnum og ungmennum
Að venju munu félagar í Soropt-imistaklúbbi Austurlands selja kærleikskúlur og jólaóróa frá
Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra nú á
aðventunni. Sala þessara muna er ár-
legt fjáröflunarverkefni Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra og fær Soroptim-
istaklúbbur Austurlands 1000 krónur
af andvirði hvers hlutar sem selst hér
til stuðnings fötluðum börnum og ung-
mennum á Austurlandi.
Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt
útlit og er verkið í höndum fremstu
listamanna þjóðarinnar. Í grunninn
er Kærleikskúlan tær eins og kærleik-
urinn - með borða í rauðum lit, lit
jólanna og kærleikans. Kærleikskúlan
er blásin og eru því engar tvær kúlur
nákvæmlega eins, en allar fallegar hver
á sinn hátt. Kærleikskúlan kemur í
kassa og fylgir henni bæklingur. Litir
bæklingsins eru svartur og silfraður.
Svartur táknar árstímann og silfraður
birtuna sem er svo lýsandi fyrir boð-
skap jólanna.
Fyrir hver jól er haldin athöfn í
Listasafni Reykjavíkur þar sem kúla
ársins er frumsýnd. Að þessu sinni er
það MANDARÍNA eftir Davíð Örn
Halldórsson sem er Kærleikskúla
ársins 2014. Davíð Örn Halldórsson
er fæddur árið 1976. Hann útskrifaðist
frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands
árið 2002 og býr og starfar í Reykjavík.
Verk Davíðs Arnar eru gjarnan unnin
á óhefðbundin efni og einkennast af
björtum litum og spennandi samruna
forma og mynstra. Davíð Örn hlaut
hin eftirsóttu Carnegie verðlaun árið
2013. Kærleikskúlan 2014 kostar 4.900.
Giljagaur er níundi óróinn í Jóla-
sveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra. Í seríunni fara saman íslenskur
menningararfur, íslensk hönnun og
ritsnilld ásamt mikilsverðu málefni.
Þau Bubbi Morthens og Linda Björg
Árnadóttir leggja félaginu lið í ár
og sameina hér krafta sína í túlkun
á Giljagaur. Linda fæst við stálið og
Bubbi við orðin. Verð á Giljagaur er
3.600. Sjá nánar á heimasíðu Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra, www. slf.is.
Soroptimistaklúbbur Austurlands
kemur nú að þessu verkefni í 9. sinn
og hafa Austfirðingar verið tryggir
kaupendur. Ágóðinn er sem fyrr segir
notaður í þágu fatlaðra barna á heima-
slóðum og hefur hann t.d. verið not-
aður til tækjakaupa fyrir sjúkraþjálfun
og til kaupa á ýmiskonar hjálpar-
tækjum fyrir einstaklinga. Einnig hefur
sjóðurinn styrkt einstakling til þátttöku
á vetrarólympíuleikum fatlaðra.
Soroptimistaklúbbur Austurlands er
nú að safna fé til kaupa á lyftu í sund-
laugina á Egilsstöðum. Allar nánari
upplýsingar/pantanir fást á netfanginu
sala@saust.is.
F.h. Soroptimistaklúbbs Austurlands,
Ágústína Konráðsdóttir,
Þorbjörg Gunnarsdóttir og
Þórunn Hálfdanardóttir.
Yfir hrundi
askan dimm
Föstudaginn 21. nóvember síð-astliðinn var sýningin „Yfir hrundi askan dimm. . .“ opnuð
í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Á sýn-
ingunni er fjallað um öskufallið sem
kom í kjölfar eldgossins í Öskju 1875.
Sýningin er útskriftarverkefni Elsu
Guðnýjar Björgvinsdóttur í hagnýtri
þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Öskufallið 1875 er með mestu
náttúruhamförum sem orðið hafa á
Íslandi og áhrifa þess gætti um allt
Austurland. Gríðarlegt öskuský lagð-
ist þá yfir stór svæði á Austurlandi,
bændur sem urðu fyrir öskufallinu
urðu að reka búpening í aðrar sveitir
og fjöldi fólks neyddist til að flýja
heimili sín. Bændur á Efri-Jökuldal
urðu verst úti en þar var um 20 cm
öskulag yfir öllu.
Á sýningunni er sjónum fyrst og
fremst beint að öskufallinu sjálfu og
áhersla lögð á reynslu fólksins sem það
upplifði. „Markmiðið er að vekja gesti
til umhugsunar um hvernig það var
að upplifa náttúruhamfarir af þessari
stærðargráðu á síðari hluta 19. aldar
þegar hlutir eins og almannavarnir,
björgunarsveitir, fjölmiðlar og fjar-
skiptatæki þekktust ekki og fólk stóð
eitt frammi fyrir náttúruöflunum“
segir Elsa Guðný. „Auk þess að fjalla
um hamfarirnar sjálfar reyni ég að
miðla persónulegri reynslu fólksins
sem upplifði þessa atburði og nýti til
þess gamlar dagbækur og bréf, greinar
úr dagblöðum þess tíma og endur-
minningar“.
Sýningin var sett upp á Vopnafirði
í sumar og fékk afar góðar viðtökur.
„Það er mjög gaman að fá tækifæri
til að setja sýninguna upp á Fljóts-
dalshéraði líka því þessir tveir staðir
urðu fyrir einna mestum áhrifum af
þessum hamförum hvor á sinn hátt.
Öskufallið var mest á Héraði og olli
bændum þar þungum búsifjum. Á
Vopnafirði varð ekki öskufall en íbúar
þar fengu þrátt fyrir það að finna fyrir
afleiðingum hamfaranna því þangað
flúðu flestir sem urðu að flýja heimili
sín og margir héldu þaðan áfram til
Ameríku“ segir Elsa Guðný.
Yfirskrift sýningarinnar er sótt í
ljóð eftir Ólaf Pétursson sem bjó í
Neshjáleigu í Loðmundarfirði þegar
öskufallið átti sér stað:
Annan páska eldgos háskalega
yfir hrundi askan dimm
1875.
Þrumur dundu þá svo undrum sætti,
yfir hundrað hálft í senn,
hauðrið stundi, skelfdust menn.
Sýningin er styrkt af Menning-
arráði Austurlands og Landsvirkjun
og er sett upp í samstarfi við Menn-
ingarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og
Sláturhúsið. Sýningin er virkilega
áhugaverð og sýnir hvað náttúruham-
farir geta dunið yfir á örskotsstundu.
Er hún ekki síst áhugaverð í ljósi þess
að eldgos er í næsta nágrenni Öskju og
þrátt fyrir allan nútímatæknibúnað er
margt sem maðurinn ræður ekki við.
Er hætt við að gestir sýningarinnar
horfi öðrum augum á gasdreifispá
Veðurstofunnar eftir að hafa skoðað
sýninguna.
Sýningin er opin mánudaga –
fimmtudaga 18:00-22:00 og laugar-
daga 13.00-17:00
HSSA færð góð gjöf
Kiwanisklúbburinn ÓS færði Heilbrigðisstofnun Suðaust-urlands HSSA góða gjöf á
dögunum. Um er að ræða 3G sendi
fyrir Lifepak hjartastuðtæki og er
búnaðurinn staðsettur í sjúkrabíl
HSSA á Höfn.
Með þessu tæki er hægt að senda
rafrænt hjartalínurit beint á sjúkrahús
eða til vakthafand læknis til frekari
aflestrar og má segja að tækið geti
flýtt fyrir greiningu og meðferð sjúk-
linga auk þess að öryggi þeirra verði
betra. .
Þetta er eitt af fjölmörgu tækjum
sem Kiwanisklúbburinn Ós hefur
getað gefið til HSSA gegnum tíðina.
Nú í desember er stærsta fjáröflun
Kiwanisklúbbsins Óss sem er sala
jólatrjáa og eru sýslubúar hvattir til
að vera duglegir að kaupa jólatré hjá
Kiwanis svo styrktarsjóður Óss geti
haldið áfram að koma að góðum mál-
efnum í sveitarfélaginu Hornafirði.
Á myndinni eru: Andrés Júlíusson sjúkrabílsstjóri, Sigfús már Þorsteinnsson
félagi í kiwanisklúbbnum ós og matthildur Ásmunardóttir framkvæmdastjóri
HSSA.