Austurland - 27.11.2014, Blaðsíða 8
27. Nóvember 20148
Austurland – áhugaverður
valkostur í list- og verkgreinum
Sama dag og sýningin Að heiman og heim var opnuð hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi
alþingismaður og menntamálaráðherra
nú verkefnastjóri í mennta- og nýsköp-
unarmálum hjá Samtökum atvinnulífs-
ins, erindi um list-, verk- og tækninám.
Hún varpaði fram þeirri spurningu
af hverju börn færu ekki inn í verk- og
tækninám og taldi eina lausnina vera þá
að auka læsi og byrja fyrr. Auka þyrfti
alls konar læsi, þar á meðal talnalæsi,
tölvulæsi og svo framvegis. Auka þyrfti
samtalið á milli leik- og grunnskóla. Þau
börn sem væru orðin vel læs í fyrstu
bekkjum grunnskóla héldu sig yfirleitt
á beinu brautinni og lentu síður í brott-
falli. Þau öðluðust mikilvæga grunn-
færni snemma og vissu yfirleitt fljótt
hvað þau vildu.
Þorgerður Katrín taldi að breyta
þyrfti kerfinu, gera það einfaldara,
þverfaglegra og brjóta niður veggi. Hún
sagði að allir vildu breyta kerfinu en
enginn þyrði að stíga skrefið. Eitthvað í
hugsanahættinum kæmi í veg fyrir það.
Virkja þyrfti 24. grein grunnskólalaga
um að gera bók- og verknámi jafnhátt
undir höfði. Foreldrar væru hræddir við
verknámið og beindu börnum sínum
frekar í bóklegt nám, teldu það öruggara
og leiða til einhvers. Það leiddi til þess
að í bóklega náminu væru margir
einstaklingar sem ættu þar ekki heima.
Könnun hefði sýnt að 60% þeirra sem
eru í bóklegu námi hefðu viljað taka
eitthvað verklegt og 37% þeirra sem
eru í bóklegu námi hefðu viljað vera
eingöngu í verklegu námi. Þegar þetta
er niðurstaðan þá er augljóslega eitthvað
að kerfinu.
Auka þarf útgönguleiðir út úr nám-
inu svo brottfall verði ekki einn af
möguleikunum. Atvinnulífið og skólinn
þurfa að eiga í eldheitu ástarsambandi.
Hægt er að auka hagnað fyrirtækja með
því að nýta betur þá sem hafa farið í
list-, iðn- og verknám. Breytingar á iðn-
og verknámi munu kosta og því þurfa
stjórnvöld að vera tilbúin til að leggja
peninga í verkefnið.
Þorgerður Katrín hvatti til þess að
ekki yrðu haldnar fleiri 17. júní ræður
heldur farið í framkvæmdir og verkin
látin tala.
Að heiman & heim
Nú fer sýningu á lokaverk-efnum austfirskra listnema í Menntaskólanum á Egils-
stöðum að ljúka en hún hefur staðið
frá 12. nóvember og mun standa til
30. nóvember. Sýningin er í anddyri
kennsluhúss og er hún opin á opn-
unartíma skólans
Sýningarstjórn og utanumhald er
í höndum SAM-félagsins, grasrótar-
samtaka skapandi fólks á Austurlandi
og Láru Vilbergsdóttur hjá Austurbrú.
Formaður SAM-félagsins er Ingunn
Þráinsdóttir.
Styrktaraðilar eru Menningarráð
Austurlands og Fljótsdalshérað í
samstarfi við Menntaskólann á Eg-
ilsstöðum.
Listnemarnir ungu eru:
elísabet Sara emilsdóttir, f. 1989, frá
Seyðisfirði. Hún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Egilsstöðum,
umhverfis- og byggingaverkfræði frá
Háskóla Íslands og BA í Arkitektúr,
Listaháskóla Íslands.
Um verkefnið:
Byggingin er sel, staðsett á Kleif-
arvatni. Hún er áningarstaður ferða-
langa í pílagrímsför sem ferðast þvert
yfir landið og endurspeglast þrískipt
vegferð þeirra í byggingunni. Selið er
einnig fræðslusetur fyrir skólahópa
yfir vetrartímann.
Byggingin birtist manni sem þrír
hlutar, í hverjum hluta er aðaláhersla
lögð á vinnustofur. Hver kjarni mótast
af því hvað dregið er inn úr umhverf-
inu hverju sinni en kjarnarnir eru allir
samtengdir undir jörðu. Fyrstu tveir
hlutarnir falla undir almenningsrými
og snúa til suðurs, meðan þriðji hlut-
inn hvílir í norðurhlíðinni og heldur
utan um einstaklinginn.
Skúli andrésson, f. 1988, frá
Djúpivogi. Skúli hefur stundað nám
við Grunnskóla Djúpavogs, Mennta-
skólann á Egilsstöðum, Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti, Háskóla Íslands
og Kvikmyndaskóla Íslands
Um verkefnið:
Einn á báti er stuttmynd sem tekin
var upp á Djúpavogi skömmu fyrir
jólin 2011. Við höfðum 4 daga til
að taka upp þessa mynd. Tökurnar
gengu hraðar fyrir sig en til stóð og
náðum við að klára tökur á 1 og ½
degi, hinir 2 dagarnir fóru í ferðalag
til og frá Djúpavogi. Magnús Ólafsson
fer með aðalhlutverkið og í stuttu máli
fjallar myndin um eldri mann sem
býr í jaðri lítils þorps. Gamli maður-
inn sem er drykkfelldur reynir að ná
sambandi aftur við dóttur sína sem
býr í þorpinu.
Stefanía Ósk Ómarsdóttir, f.
1989, frá Egilsstöðum. Stefanía hefur
stundað nám við Menntaskólann við
Hamrahlíð, tungumálabraut 2005-
2006, 2008-2009
Menntaskólann á Egilsstöðum,
tungumálabraut og listabraut 2007-
2008
Istituto Europeo di Design
Barcelona, Ilustración y animación
multimedia (Myndskreyting og teikni-
myndagerd), 3ja ára diplómunám
2009-2012 og
IDEC – Universidad de Pompeu
Fabra, Master de Animación 3D
(master í þrívíddar teiknimyndagerd),
2012-2014
Um verkefnið:
LOUD! er tónlistartímarit gefið út
í Portúgal einu sinni í mánuði, með
sérstakan fókus á þungarokk. Síðan
útgáfa blaðsins hófst í byrjun árs 2012,
hef ég séð um að myndskreyta grein-
ina um „plötu mánaðarins“ (ásamt
nokkrum öðrum greinum, og forsíðu
tímaritsins). Verkefnið felst í því að
teikna einn eða fleiri meðlimi hljóm-
sveitarinnar sem hefur orðið fyrir
valinu hverju sinni, en teiknistílinn
og/eða þemað er mér frjálst að velja.
Oftast kemur innblásturinn frá hvaða
tónlistarstefnu hljómsveitin flokkast
undir, þema eða nafn plötunnar, og
stundum útlit plötunnar.
Þórný Sigurjónsdóttir, f. 1984, frá
Hallormsstað. Þórný hefur numið við
Menntaskólann á Egilsstöðum. Mála-
braut með listakjörsvið 2004,
Háskóla Íslands. BA próf í ensku og
almennum bókmenntum 2009,
Háskóla Íslands. MA próf í ensku
2011 og University of Brighton. BA
próf í myndskreytingu 2014.
Um verkefnið:
Ég hef mikinn áhuga á sambandinu
milli myndar og texta. Fyrir prófverk-
efnið mitt í Brighton University samdi
ég og myndskreytti tvær bækur um líf
tveggja brasilískra listamanna. Önnur
er um listamanninn Anitu Malfatti og
hin um ljóðskáldið Cecíliu Meireles.
Í lokaverkefninu mínu sameinaði ég
áhuga minn á mat, heimahögunum
og ævisögum í bók sem ber heitið,
Matarminningar frá Íslandi –
Sjálfsævisögulegar uppskriftir.
Leif Kristján Gjerde, f. 1989, frá
Fellabæ. Leif Kristján hefur lokið
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Egilsstöðum og B. A. gráðu í skap-
andi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla
Íslands.
Um verkefnið:
Þetta verkefni var útskriftarverkefni
mitt úr Listaháskóla Íslands og snérist
um það að láta hóp af fólki með litla
eða enga tónlistarreynslu að búa til
tónverk saman. Þátttakendur verk-
efnisins hittust tvisvar sinnum til þess
að búa til tónverkið. Í fyrra skiptið
komu þeir saman til þess að deila hug-
myndum sínum um þema og upp-
byggingu verksins en í það seinna var
verkið klárað og flutt fyrir myndavél
og upptökutæki. Verkefnið var síðan
kynnt með fyrirlestri og tónverkið flutt
á lokatónleikum mínum í maí 2014.
Valgerður Jónsdóttir, fædd í
Reykjavík. Valgerður hefur lokið
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð og C og D önn í textíl-
deild Myndlistaskólans í Reykjavík.
Valgerður stundar nú nám á BA stigi
við Gerrit Rietveld Akademie.
Verkefnið:
Verkefnið Flóki(ð) er rannsókn á
möguleikum til að framleiða nýjan
textíl á Íslandi úr íslenskum hráefnum.
Efnin voru unnin úr hvítri
íslenskri ull ásamt afgangs nylon-
þráðum úr landbúnaði og netagerð.
Verkefnið var að stórum hluta unnið
í flókavél Ullarvinnslu frú Láru á
Seyðisfirði. Ætlunin var að ögra
vélinni örlítið, komast að því hvort
í henni leyndust dulin tækifæri og
sýna fram á að þau tæki og tól sem
við eigum hér heima eiga erindi við
hönnuði.