Austurland - 27.11.2014, Blaðsíða 6
27. Nóvember 20146
Of mörg orð
eftir Sigríði láru Sigurjónsdóttur
Ein af skemmtilegri bókum ársins er bókin Of mörg orð eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur.
Undirtitill bókarinnar er Þroskasaga
tiltölulega ungrar konu í góðæri og eru
það orð á sönnu því miklar breytingar
verða á lífi höfundar í bókinni. Bókin
er byggð á bloggskrifum Siggu Láru
frá árunum 2003-2008 þar sem hún
spáir í íslenskt samfélag (ráðamenn
þjóðarinnar fá nokkrar athugasemdir
og einlægar spurningar í anda barns-
ins í Nýju fötum keisarans), barneignir
og sambúð, hvernig það er að vera
fátækur námsmaður (sem þó er aldrei
alveg auralaus) og þunglyndi svo eitt-
hvað sé nefnt.
Allir sem hafa verið einhleypir eitt-
hvað upp eftir aldri kannast við margt
sem Sigga Lára nefnir. Ein skemmti-
legasta færsla bókarinnar er á bls. 33
og hljómar svo: „Maðurinn gaf út
vottorð um piprun vora með skelf-
ingarsvip og hefði látið það gilda til
lífstíðar hefði tölvukerfið boðið uppá.“
Sigga Lára orðar hlutina skemmti-
lega og oft á óvæntan og nýjan hátt:
„Kvennafrídagurinn fór framhjá mér
vegna annríkis. Þversögn í því. Best
að bæta fyrir brot sín með jafnréttis-
kjaftæði“ (bls. 86). Hún ræðir einnig
þunglyndi á einlægan og opinn hátt.
„Ég vissi ekkert um þunglyndi. Það
litla sem ég hélt að ég vissi voru rang-
hugmyndir og fordómar. Hluti af
þunglyndisforvörnum þyrfti að vera
að útrýma þeim“ (bls. 104).
Of mörg orð er, eins og áður segir,
skemmtileg bók, þótt þar sé rætt um
mál sem margir vilja helst ekkert af
vita. Góð bók fyrir alla.
Norðfjarðarkirkja
Undanfarna mánuði hefur verið fjallað um kirkjur á Austurlandi og hef ég notað
texta Vigfúsar Ingvars Ingvarssonar
um Kirkjur og kirkjugöngur í Múla-
prófastsdæmi. Ég hef ekki fjallað um
allar kirkjurnar í því riti en ákvað að
bregða mér niður á firði og því er Norð-
fjarðarkirkja kirkja vikunnar að þessu
sinni. Textinn um kirkjuna er fenginn
úr Kirkjur Íslands, 20. bindi sem er um
friðaðar kirkjur í Austfjarðaprófasts-
dæmi. Textarnir sem ég nota um Norð-
fjarðarkirkju eru Kirkjustaður eftir
Hjörleif Guttormsson og Byggingarsaga
kirkjunnar eftir Pál V. Bjarnason.
[. . . ] Skorrastaðarkirkja fauk af
grunni 8. mars 1896 í stórviðri af
norðvestri og var hún fjórða timbur-
kirkjan í prófastsdæminu sem þannig
fór fyrir á rúmum tveimur áratugum.
Eftir nokkra umræðu var ákveðið að
byggja nýja kirkju í stækkandi þéttbýli
í Nesþorpi. Réði eflaust miklu afstaða
sóknarprestsins, Jóns Guðmundssonar,
sem þá hafði þjónað staðnum í sjö ár.
Lögðu Nesbæingar til lóð undir kirkj-
una og Sveinn Sigfússon lánaði fyrir
timbri.
Flutningur kirkju frá Skorrastað að
Nesi var heimilaður með landshöfð-
ingjabréfi 29. ágúst 1896. Norðfjarðar-
kirkja, eins og hún er oftast kölluð, var
byggð á grjóthlöðnum grunni sumarið
1896. Yfirsmiður við bygginguna var
Vigfús Kjartansson. Við hana var byggt
safnaðarheimili 1985, teiknað af arki-
tektunum Ormari Þór Guðmundssyni
og Örnólfi Hall.
Kirkjan stendur miðsvæðis í kaup-
staðnum niður af Skrúðgarði Neskaup-
staðar skammt ofan fjöru á horni Eg-
ilsbrautar og Kvíabólsstígs skammt
innan við upphaflegt verslunarsvæði
frá 1895 við Neseyri. Þar upp af, inn
af Kvíabóli, er gamall grafreitur, nú
innan skrúðgarðs en saga hans er lítt
þekkt. Þess utan eru grafreitir frá 19.
öld og ef til vill eldri á nokkrum stöðum
innan núverandi kaupstaðar. [. . . ] Að-
alkirkjugarður sóknarinnar var hins
vegar á Skorrastað og stóð kirkjan þar
í garðinum. Skömmu fyrir 1920 var
vígður kirkjugarður á Bakkabökkum
nokkru utan við þáverandi byggð og
stækkaður síðar. (bls. 247) [. . . ]
Þegar hin nýja kirkja var byggð árið
1896 voru íbúar á Nesi skráðir 49 talsins
og söfnuðurinn taldi 466 meðlimi. Ekk-
ert var endurnýtt af viðum gömlu kirkj-
unnar á Skorrastað, heldur var hún rifin
um vorið og viðirnir seldir á uppboði.
Í vísitasíu Neskirkju frá 27. júlí 1897
segir: „Prédikunarstóllinn er það eina
sem gamalt er í kirkjunni.“ Reyndar er
söngtaflan einnig úr Skorrastaðarkirkju
enda merkt henni. [. . . ]
Vorið 1896 hófust framkvæmdir við
að hlaða grunn nýju kirkjunnar á Nesi.
Gísli Þorláksson í Sandhóli hafði um-
sjón með því verki. Alls unnu sex smiðir
og snikkarar að smíði kirkjunnar þetta
sumar og haust. Yfirsmiður var Vigfús
Kjartansson úr Mjóafirði og honum
til aðstoðar var Ólafur Ásgeirsson á
Ekru sem fáum árum áður hafði verið
yfirsmiður Brekkukirkju í Mjóafirði. [.
. . ] Söfnuðurinn kostaði bygginguna
en heildarkostnaður er talinn vera kr.
6.308,58. Sérstaklega er tekið fram að
Vigfúsi yfirsmið hafi veirð greiddar
þrjár krónur fyrir eins dags vinnu við
„uppriss kirkjunnar.“ Ekki hefur oft
verið getið um hönnunarkostnað á
kirkjum á Íslandi á þessum tíma.
Nýja kirkjan var jafnlöng þeirri
gömlu eða 18 álnir (11,3 metrar) en að-
eins breiðari eða 12 álnir (7,5 metrar) og
skartaði turni með íbjúgu píramítaþaki.
Um nýárið 1897 var kirkjan fullsmíðuð
en ómáluð utan sem innan. Haustið
1897 var norskur málari, Ingebrigt að
nafni, ráðinn til að mála kirkjuna að
innan. Páll Markússon, helsti málar-
inn í þorpinu, var ráðinn honum til
aðstoðar. Ljóst er að þeir hafa málað
kirkjuna að innan og einnig oðrað eða
eikarmálað [. . . ]. Einnig er greitt fyrir
að lýsisbera kirkjuna að utan. [. . . ]
Timburklæðning kirkjunnar virðist
ekki hafa staðist tímans tönn lengi því
fljótlega er farið að huga að endur-
bótum á henni. Strax á árunum 1904-
1905 voru norðurhlið og austurstafn
klædd bárujárni og um svipað leyti
voru suðurhlið, vesturstafn, þak og turn
„máluð með steingráu máli.“ Tveimur
árum síðar voru hliðar kirkjuturnsins
klæddar bárujárni, en suðurhlið og
vesturstafn kirkjunnar voru járnklædd
síðar.
Árið 1912 var settur kolaofn í kirkj-
una sem gefinn var af kvenfélaginu
Nönnu. Upphaflega virðist þak kirkj-
unnar ekki hafa verið viðarklætt undir
bárujárninu en árið 1920 var ákveðið
að „rífa þakið af henni og setja borð og
pappa á það undir járnið.“ Þetta var gert
árið 1921. [. . . ]
Sumarið 1956 var kirkjan máluð og
prýdd á ýmsan hátt af Jóni og Grétu
Björnsson listmálurum. Tók það verk
sex vikur og var talið hið vandaðasta.
Þá er þess einnig getið að járnkross sé
á turninum upplýstur með neonljósi.
Árið 1957 var keypt nýtt pípuorgel frá
Þýskalandi, og sett upp í kirkjunni. [.
. . ]
Árið 1977 var haldið upp á 80 ára
afmæli kirkjunnar, voru bekkirnir
endurbættir af því tilefni og sett upp
ný útihurð í stað þeirrar gömlu sem
var orðin léleg.
Heimild: Kirkjur á Íslandi, 20. bindi.
Friðaðar kirkjur í Austurlandsprófasts-
dæmi.
HverJIr er þetta?
Enn höldum við áfram að birta
myndir úr Ljósmyndasafni Aust-
urlands hjá Héraðsskjalasafni
Austfirðinga. Þessi mynd kem-
ur frá Þórhalli Eyjólfssyni, úr
búi foreldra hans Ingibjargar
Einarsdóttur og Eyjólfs Þórar-
inssonar.
Hrafnkell Lárusson og fleiri
þekktu ungu mennina á síðustu
mynd. Þeir heita f.v. Valur Fann-
ar Gíslason frá Eskifirði og Andri
Már Blöndal frá Seyðisfirði.
Eru upplýsingar frá lesend-
um eru vel þegnar og er þeim
sem geta gefið þær bent á að
hafa samband við Héraðs-
skjalasafnið í síma 471 – 1417
eða á netfangið: magnhildur@
heraust.is.
Ný verslun á Egilsstöðum
Jötunn Vélar hafa opnað nýja verslun að Sólvangi 5 á Egilsstöðum. Jó-
hannes Bjarnason, verslunarstjóri fyr-
irtækisins, segir markmiðið að stórefla
þjónustu við núverandi og nýja við-
skiptavini á Austurlandi, jafnframt því
að færa þjónustuna heim í hérað, líkt
og Jötunn Vélar gerðu á Akureyri fyrir
hálfu öðru ári.
„Húsnæðið á Egilsstöðum er um 200
fermetrar að stærð og má segja að versl-
unin sé smækkuð mynd af verslunum
okkar á Selfossi og Akureyri. Engu að
síður endurspeglum við í vöruúrvali
alla okkar vöruflokka, leggjum ríka
áherslu á rekstrarvörur fyrir landbún-
aðinn líkt og ýmsar aðrar vörur, svo sem
gæludýrafóður, hestavörur, efnavörur,
bætiefni fyrir búfénað, hlífðarfatnað,
leikföng og fleira,“ segir Jóhannes en úti
fyrir versluninni er einnig útisvæði þar
sem koma til með að verða dráttarvélar
og önnur tæki sem Jötunn Vélar selur.
„Það hefur verið góður vöxtur í
versluninni hjá okkur og við erum
hæstánægð með þróunina á Akureyri
frá því fyrirtækið opnaði þar í byrjun
sumars 2013. Opnun verslunarinnar á
Egilsstöðum er því rökrétt framhald í
uppbyggingu okkar,“ segir Jóhannes.
Að Sólvangi 5 er fyrirtækið í ná-
grenni við verslun Húsasmiðjunnar
og hefur Jötunn Vélar samstarf fyrir
fyrirtækið Bara snilld ehf. en starfs-
menn þess fyrirtækis annast afgreiðslu
í versluninni.
List sem
heldur
höfðinu hlýju
Húfurnar eru framleiddar með hefðbundnum aðferðum úr ull af seyðfirsku sauðfé ásamt
handofnu myndmerki í þremur mis-
munandi útgáfum. Hægt er að prófa
húfurnar í Bókabúðinni – verkefna-
rými. Opið er daglega frá 23. - 29.
nóvember kl. 14: 00-18: 00.
Múmínálfar
í Safnahúsinu
Í tilefni af 100 ára fæðingarári Tove Jansson verður Múmínhátíð á
Bókasafni Héraðsbúa fyrstu dagana
í desember.
Mánudaginn 1.
desember verður
opnuð Múmín-
sýning í skápnum
fyrir framan
bókasafnið. Boðið
verður upp á piparkökur að hætti Míu
litlu og glögg Múmínpabba klukkan 16.
Sýningin verður í tvær vikur og lýkur
12. desember.
Á fimmtudeginum verður hægt að
taka þátt í teiknisamkeppni Múmín-
mömmu á safninu. Samkeppnin er
ætluð börnum frá 6 til 12 ára. Íris Lind
er dómari og verða úrslit úr keppn-
inni kynnt þriðjudaginn 9. desember
klukkan 17.
Á föstudeginum, 5. desember frá
klukkan 14 til 18, verða svo sýndar
Múmínmyndir á safninu.