Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 2
27. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VIÐSKIPTI Eggert Benedikt Guð- mundsson lét af störfum sem for- stjóri N1 í gær. „Ég kvaddi fólkið í morgun á starfsmannafundi,“ sagði hann þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Í tilkynningu til Kauphallar á mið- vikudagskvöld var kunngjört að Eggert Þór Kristófersson tæki við stöðu nafna síns. Eggert Benedikt segir að þessar breytingar hafi borið til- tölulega brátt að. „En einhvern aðdraganda á þetta náttúrlega,“ segir hann. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann taki sér fyrir hendur. „Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir hann. Hagnaður N1 á síðasta ári var 1,6 milljarðar samanborið við rúmlega 600 milljónir árið áður. Eggert segir uppgjör N1 hafa verið ágætt. „Og í takti við væntingar og það sem hafði verið lagt upp með þannig að ég var ánægður með það,“ segir hann. Aðspurður játar hann að uppsögnin hafi komið sér á óvart. „Já, hún gerði það nú,“ segir hann. Hann segist ekki hafa feng- ið neinar skýringar umfram það sem var gefið upp í tilkynningum sem voru sendar út. „Við skildum í sátt og jafn- vægi. Þetta er ákvörðun sem þau taka og hafa til þess fullt vald og við gengum frá okkar starfs- lokum í vinsemd og friði,“ segir Eggert. - jhh Stjórn N1 hafði frumkvæði að því að forstjóraskipti urðu hjá fyrirtækinu: Uppsögnin kom Eggerti á óvart FARINN Eggert Benedikt Guðmundsson segir breytingarnar hafa borið tiltölu- lega fljótt að. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS RANNSÓKNIR Í aðildarlöndum OECD fá konur 15 prósent lægri laun en karlar, og 21 prósenti lægri í efri stigum launaskalans. „Þetta endurspeglar ekki bara ólíkar greiðslur fyrir sömu vinnu, heldur líka mismunandi starfs- val kynjanna,“ segir í tilkynningu OECD. Boðuð er skýrsla um kynja- jafnrétti í menntakerfinu, í tilefni af Alþjóðadegi kvenna, 8. mars. Þar séu vísbendingar um að fólk taki ákvarðanir um starfsval mun fyrr en talið hefur verið. - óká Starfsval skýrir launamun: Stefna mörkuð fyrr en talið var NOREGUR Kaþólski biskupinn í Ósló, Bernt Eidsvig, og fjár- málastjóri biskupsdæmisins eru grunaðir um að hafa dregið sér 50 milljónir norskra króna eða rúmlega 850 milljónir íslenskra króna. Lögreglan í Ósló gerði í gær húsleit á skrifstofum biskups og í íbúð hans. Á vef Dagens Næringsliv er greint frá því að kaþólska kirkjan hafi mögulega fengið milljónum norskra króna meira í ríkisstyrk en hún átti að fá. - ibs Húsleit hjá kaþólikkum: Gruna biskup um fjárdrátt Sigurður Már, ertu dæmdur af verkum þínum ? „Ég get ekki dæmt um það.“ Sigurður Már Herbertsson körfuknattleiks- dómari er fyrsti Íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að dæma á EM í körfuknattleik sem hefst í haust. SVÍÞJÓÐ Ólga er innan Umhverfis- flokksins í Svíþjóð vegna vopna- viðskipta við Sádi-Arabíu. Á vef Dagens Industri er vitnað í einn talsmanna flokksins sem vill slíta stjórnarsamstarfinu við jafnaðarmenn verði ekki hætt við samning um útflutning vopna til Sádi-Arabíu. Hann bendir á að Umhverfisflokkurinn hafi stefnt að því að draga úr vopnaútflutn- ingi. Bent er á að hætta sé á nýrri stjórnarkreppu í Svíþjóð. - ibs Vopnaútflutningur Svía: Hætta á nýrri stjórnarkreppu ÚTFÖR Mikið fjölmenni var við útför Einars Öder Magnússonar, fyrr- verandi landsliðsþjálfara Íslands í hestaíþróttum, sem gerð var frá Hallgrímskirkju í gær Einar var einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins. Hann var um árabil landsliðseinvaldur og einn af virtustu mönnum í hestaheim- inum. Uppáhaldshestur hans og landsmótssigurvegari, Glóðafeykir frá Halakoti, kom að kirkjunni þegar kistan verður borin út. Einar var 52 ára þegar hann lést og hafði glímt við krabbamein. - gb Útför Einars Öders var gerð frá Hallgrímskirkju í gær: Landsliðseinvaldur kvaddur FRÁ ÚTFÖRINNI Uppáhaldshestur Einars, Glóðafeykir frá Halakoti, var viðstaddur þegar kistan var borin út. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL „Ef það kæmi upp smitsjúkdómur í skóla þá skiptir það máli fyrir allt skólasamfélagið og hvað mest foreldra, alveg óháð því hvort barn þeirra sé í beinni eða óbeinni hættu,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í gær varðandi stefnu um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. „Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra,“ er ein þeirra spurninga sem Ólafur Þór lagði fram á fundinum. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór að ef foreldrar yrðu upplýstir hvað þetta varðar yrðu þeir meðvitaðari um áhættuna sem því fylgir. „Auðvitað ætti ekki að setja stimpil á persónu barnsins,“ segir Ólafur Þór aðspurður hvernig eigi að framkvæma slíka upplýsingagjöf til foreldra. „Það væri þá hlutverk skólanna að kanna hlutfall bólu- settra nemenda og væri þá hægt að gefa út yfirlýsingu um það hversu mörg prósent af nemendum skólans væru bólusett. Þá hefðu foreldrar þann möguleika að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.“ Ólafur Þór tekur dæmi um það að þegar lúsafaraldur kemur upp í skólum fari öll börn heim með til- kynningu um að foreldrar eigi að bregðast við. Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, telur að upplýsa eigi foreldra ef börn sem ekki eru bólusett gangi í skóla með börnum þeirra. Þá hefðu foreldrar það val að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna. ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON BÓLUSETNINGAR MIKILVÆGAR Á undanförnum vikum hafa borist fréttir af mislingafaröldrum að utan. Tilfellin skipta þúsundum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTÝ „Síðan erum við með hættu á alvarlegum smitsjúkdómum eins og til dæmis mislingum og foreldrar fá ekki einu sinni að vita hvort önnur börn í skólanum séu bólusett,“ segir Ólafur sem telur að um stórt lýð- heilsumál sé að ræða. Í greinargerð Ólafs Þórs segir að á undanförnum vikum hafi bor- ist fréttir af mislingafaröldrum að utan, og skipti tilfellin þúsundum. Sóttvarnalæknir telji það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinist hérlendis. Mikilvægt sé að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barna. Ólafur spurði á fundi bæjar- ráðs hvort einhver stefna væri til um bólusetningar barna í leik-og grunnskólum Kópavogs og hvort skólahjúkrunarfræðingar fylgdust með því hvort börnin væru bólusett. nadine@frettabladid.is ÍSRAEL Samstarfssamningur Ísra- els og Jórdaníu um björgun Dauða hafsins var undirritaður í gær. Samkvæmt samningnum á að leggja 200 kílómetra langa vatns- leiðslu frá Rauða hafinu til Dauða hafsins og um leið útvega bæði Jórdönum og Ísraelum mikið af vatni. Dauða hafið hefur skroppið verulega saman undanfarna ára- tugi. Ástæðan er að mestu rakin til þess að úr ánni Jórdan, sem renn- ur í Dauða hafið, hefur vatni hefur verið veitt í stórum stíl til ýmissa nota í Ísrael og Jórdaníu. Þar með berst of lítið vatn í Dauða hafið, með þeim afleiðingum að vatnsyfirborð þess hefur lækkað um rúma tuttugu metra frá árinu 1970. Ætlunin er að salt verði fjarlægt að hluta úr sjónum, sem tekinn verður úr Rauða hafinu, þannig að vatnið verði nothæft sem drykkjar- vatn. Í Dauða hafið verði síðan dælt saltmiklu vatni, sem eftir verður, til að viðhalda þeirri sérstöðu sem Rauða hafið er þekkt fyrir. - gb Ísrael og Jórdanía í samstarf um að ná í vatn úr Rauða hafinu: Ætla að bjarga Dauða hafinu SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Orku- málaráðherrar Ísraels og Jórdaníu, þeir Silvan Shalom og Hazem Nasser, við Dauða hafið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F 3 -4 2 A 4 1 3 F 3 -4 1 6 8 1 3 F 3 -4 0 2 C 1 3 F 3 -3 E F 0 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.