Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 52
27. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 36 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 12.02.2015 ➜ 19.02.2015 1 Mark Ronson/Bruno Mars Uptown Funk 2 Amabadama Hermenn 3 Valdimar Ryðgaður dans 4 Taylor Swift Blank Space 5 Ellie Goulding Love Me Like You Do 6 Friðrik Dór Once again/Í síðasta skipti 7 María Ólafsdottir Unbroken/Lítil skref 8 Kelly Clarkson Heartbeat Song 9 Sam Smith Like I Can 10 Maroon 5 Sugar 1 Ýmsir Söngvakeppnin 2015 2 Ýmsir Fyrir börnin 3 AmabAdamA Heyrðu mig nú 4 Kaleo Kaleo 5 Páll Rósinkr. og Margrét Eir If I Needed you 6 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 2 7 Ásgeir In The Silence 3CD 8 Ýmsir Pottþétt 63 9 Prins Póló Sorrí 10 Mammút Komdu til mín svarta systir The Tallest Man on Earth – Sagres Sænski trúbadorinn Kristian Mat- son gefur út sína fjórðu hljóðvers- plötu í maí. Moon King – Apocalypse Aðdáendur Smashing Pumpkins ættu að eiga auðvelt með að fíla þetta lag. Drake – Energy Erfitt var að taka eitt lag út fyrir sviga af fjórðu plötu rapparans. Antimony – So Bad Íslensk hljómsveit með kanadíska söngkonu. Afslappað „chillwave“ goth-skotið synþapopp. Torche – No Servants Hrátt bílskúrsrokk frá Miami af plötunni Restarter. Dear Roughe – Black to Gold Enn ein kanadíska tengingin. Rafdúó frá Vancouver sem vinnur að sinni fyrstu breiðskífu. Romare – Motherless Child Motherless Child er önnur smáskífa plötunnar Projections sem var að koma út. Sundara Karma – Loveblood Bretar mega vart halda vatni yfir Sundara Karma þessa stundina. Big Sean – Win Some, Lose Some Eitt ferskasta lagið af annars heilsteyptri plötu. Black Zone Myth Chant – He Evil Sækadelísk elektróník frá dular- fullum listamanni. LENGSTI MAÐUR Í HEIMI Kristian Matson gefur út plötu í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTOS 10 lög sem þú ættir að hlusta á Febrúarmánuður er gjöfull fyrir aðdáendur rapptónlistar, því bæði Drake og Big Sean gáfu út plötur sínar í mánuðinum. Eflaust má ýmislegt líkt með tónlist kapp- anna, en bakgrunnur þeirra er ólíkur. Drake, sem er frá Toronto í Kanada, vann sig inn í rappið eftir að hafa fyrst slegið í gegn sem leikari í heimalandinu og í Bandaríkjunum. Big Sean er frá Detroit- borg í Bandaríkj- unum og komst í sviðsljósið fyrir tilstuðlan Kanye West. Halasnældur vörður að velgengni Báðir rappararn- ir sköpuðu sér vin- sældir með því að gefa út halasnældur (sem á ensku eru gjarnan kall- aðar mixtape). Slíkar snældur eru yfirleitt eingöngu gefnar út á netinu og eru efnistök rappara frjálslegri á þeim en eiginlegum breiðskífum, því þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af sölutölum og vin sælda listum. Oft endurnýta rapparar lög frá öðrum á slíkum snældum og gera þau algjörlega eftir sínu höfði. Bæði Drake og Big Sean slógu í gegn með hala- snældum, sem var halað niður af netinu í gríð og erg. Óvænt útspil Drake Nýjasta plata Drake, sem ber titilinn If You’re Reading This It’s Too Late, kom óvænt út á miðnætti 13. febrúar. Upphaf- lega stóð til að gefa plötuna út sem ókeypis hala- snældu á vefsíð- unni DatPiff, en plötufyrirtækið Cash Money, sem Drake er með samning hjá, stöðvaði útgáfuna í gegnum vef- síðuna og fór platan í verslun iTunes og Spotify, þar sem hún hefur slegið met í sölutölum. Talið er að Drake eigi í útistöðum við plötufyrirtækið. Miklar deilur geisa nú á milli rapparans Lil’ Wayne og eig- anda Cash Money, sem geng- ur undir nafninu Birdman. Þeir tveir hafa átt í inni- legu sambandi til fjölda ára og hefur Lil’ Wayne talað um Birdman sem föður sinn. En eftir að sló í brýnu með þeim félögum þykir líklegt að Drake vilji komast undan samningi við Cash Money og fylgja félaga sínum Lil’ Wayne eitthvað annað. Rappaði fyrir Kanye West Árið 2005 frétti Big Sean, sem var þá lítt þekkt- ur rappari, af því að stórstjarn- an Kanye West væri í viðtali á útvarpsstöð í Detroit, skammt frá heimili Big Sean. Sá lítt þekkti brunaði af stað og náði að hitta Kanye West í andyri útvarps- stöðvarinnar. Þar fékk Big Sean að rappa sextán línur og má með sanni segja að hann hafi gripið gæsina. Tveimur árum eftir þenn- an stutta fund félaganna var Big Sean kominn með samning hjá plötufyrirtækinu G.O.O.D. Music, sem Kanye West stýrir. Tveir af helstu kyndilberum rappsins gefa út nýjar plötur Big Sean og Drake gáfu báðir út plötur í mánuðinum. Drake er sagður standa í útistöðum við plötufyrir- tækið sem hann er á samningi hjá og setti plötuna sína beint á netið, öllum að óvörum. Plata Big Sean kom út í vikunni og hefur fengið fína dóma. Hann rappaði persónulega fyrir Kanye West og fékk samning. BIG SEAN Aldur: 26 ára Plötufyrirtæki: G.O.O.D. Music og Def Jam Nýjasta platan: Dark Sky Paradise, sem hefur fengið fjórar stjörnur á Billboard og þrjár stjörnurí Rolling Stone. DRAKE Aldur: 28 ára Plötufyrirtæki: Young Money– Cash Money. Nýjasta platan: If You‘re Reading This Its Too Late, sem hefur fengið fjórar stjörnur í Rolling Stone, The Guardian og The Telegraph. SPILAÐU MEIRA BORGAÐU MINNA! !!! LÍFIÐ 27. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F 3 -5 6 6 4 1 3 F 3 -5 5 2 8 1 3 F 3 -5 3 E C 1 3 F 3 -5 2 B 0 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.