Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 46
27. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 LEIKSTJÓRINN Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri Lísu í Undralandi, skellti sér hálfa leið í búning fyrir myndatöku í tilefni af frum- sýningunni í kvöld. Ævintýrið um Lísu í Undralandi er 150 ára en hún gengur í end- urnýjun lífdaga hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mund- ir. Fyrir dyrum er frumsýning á nýrri leikgerð eftir Margréti Örnólfsdóttur með tónlist eftir dr. Gunna í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem hefur verið vakandi og sofandi yfir Lísu og Undralandinu hennar síð- ustu vikurnar. „Magga skilaði inn alveg frá- bærri leikgerð og svo lenti hún auðvitað í hakkavélinni hjá okkur,“ segir Vignir Rafn og hlær við tilhugsunina. „Það er bara þannig með svona verk að það er ekki hægt að komast nema ákveð- ið langt á blaði, svo þarf leiksvið- ið og hópurinn að taka við. Magga hefur tekið þátt í því ferli og gert það gríðarlega vel. Svo erum við með hrikalega skemmtileg lög í þessu eftir doktorinn, þar er hver smellurinn öðrum betri og við erum búin að gefa þessa tónlist alla út frítt á netinu, það er hægt að nálgast hana inni á undra- landla.bandcamp.com.“ Vignir Rafn þekkti ekki sög- una um Lísu í Undralandi neitt sérstaklega vel þegar hann tók að sér þetta spennandi verkefni. „Ég hafði aldrei lesið bókina svo ég bara vatt mér í það verkefni. Satt best að segja var ég ekkert sérstaklega hrifinn. Fannst þetta fyrst svona nett leiðinleg og und- arleg saga sem fer úr einu dæm- inu í annað án þess að tengja neitt sérstaklega þar á milli. Það er alveg það versta sem maður lend- ir í innan leikhússins að saga sé alltaf að enda. Þannig að í okkar útgáfu er þetta allt mikið breytt og við leggjum áherslu á að láta þetta allt saman flæða. Það var mikil áskorun í þessu litla leik- húsi að tengja alla þessa heima saman en Sigríður Sunna, sem er Svo erum við með hrikalega skemmtileg lög í þessu eftir doktor- inn, þar er hver smellur- inn öðrum betri Þessi stelpa er ekkert fórnarlamb Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld nýja leikgerð eft ir Margréti Örnólfsdóttur byggða á ævintýrinu um Lísu í Undralandi sem er sjálf- stæðari og sterkari stelpa en hún hefur nokkru sinni verið segir Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri sýningarinnar. M YN D /A U Ð U N N N ÍE LS SO N LITRÍK VERÖLD Það er litrík og skemmtileg veröld sem tekur á móti leikhúsgestum á Akureyri á frumsýningunni í kvöld. með leikmynd og búninga, leysir það snilldarlega. Það var útbúið hringsvið á litla leiksviðinu og svo eru unglingar á Akureyri bara sveittir við að snúa þessu og standa sig með sóma.“ Lísa í Undralandi þykir stund- um eiga erindi til barna fremur en fullorðinna en Vignir Rafn segir þessa sýningu höfða til ákaflega breiðs hóps. „Sýning- in er góð skemmtun fyrir alla og á líka erindi til okkar allra. Í meðförum Möggu er Lísa ekk- ert fórnarlamb heldur gerandi og henni hefur tekist að skapa alvöru kvenhetju, stelpu sem stendur og segir: Það ræður eng- inn yfir mér! Thelma Marín Jóns- dóttir, sem leikur Lísu, tekur við þessu kefli af prýði og tekst að skapa fyrirmynd stelpna með fjörugt ímyndunarafl. Skemmti- lega og lifandi stelpu sem berst fyrir því að fá að vera hún sjálf og lendir í allskyns skemmtileg- um ævintýrum á leiðinni.“ magnus@frettabladid.is „Ég hef oft spekúlerað í hvað ten- órinn hafi verið að brasa síðustu ár,“ segir Guðmundur Ólafsson leikari sem flutti Tenórinn yfir 70 sinnum frá 2003. Nú frumsýn- ir hann sjálfstætt framhald í Iðnó annað kvöld klukkan 20. „Tenórinn og undirleikarinn hitt- ast aftur eftir ellefu og hálft ár. Söngvarinn er fluttur heim eftir að hafa sungið í „stóru húsunum“ og er farinn að kenna úti á landi – það er mikil breyting fyrir slík- an mann,“ upplýsir höfundurinn. Hann segir efnið sótt í hinn dæmi- gerða listamann sem finnist hann ekki fá þá aðdáun og viðurkenn- ingu sem hann eigi skilið. „Þetta er harður bransi og menn vilja stundum kenna öðrum um ef illa gengur, það er dálítið mikið okkar maður,“ segir Guðmundur. Verkið er stútfullt af tónlist, allt frá dæg- urlögum til óperuaría. Sigursveinn Magnússon er enn hinn geðprúði undirleikari og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir er í gervi ungrar velmeinandi konu, er sér um tæknimál hússins sem alheimssöngvaranum þykja nú ekki merkileg. María Sigurðar leikstýrir. gun@frettabladid.is Harður bransi og auðvelt að kenna öðrum um Annar Tenór verður frumsýndur í Iðnó annað kvöld. Guðmundur Ólafsson er þar á ferð með sjálfstætt framhald hins vinsæla Tenórs. TENÓRINN OG LJÓSAMAÐUR- INN Stórsöngvar- anum þykja tæknimál hússins nú ekki merkileg. MYND/SIGFÚS MÁR PÉTURSSON „Ég velti fyrir mér hvort vís- indaframfarir séu að einhverju leyti byggðar á vísindaskáld- skap. Það viðfangsefni er stút- fullt af myndlíkingum, fallegu myndmáli og byggir á ríkri spá- dómsmenningu sem teygir sig árhundruð aftur í tímann,“ segir Arnar Ómarsson sem opnar sýningu í vestursal Listasafns- ins á Akureyri á morgun. Arnar hefur starfað sem lista- maður í Danmörku og á Íslandi frá því hann lauk námi í Lond- on 2011 og vinnur með sam- band mannsins við umhverfið í ýmsum myndum. - gun Vísindi, tölvur og list Arnar Ómarsson gælir við geimvísindi í vestursal Listasafnsins á Akureyri og opnar sýningu á morgun. LISTAMAÐURINN Arnar bregður sér í hlutverk geimfara. MENNING 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F 3 -5 B 5 4 1 3 F 3 -5 A 1 8 1 3 F 3 -5 8 D C 1 3 F 3 -5 7 A 0 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.