Fréttablaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA Karlhormónið testósterón getur haft góð áhrif á ýmsa andlega þætti og stuðlað að vellíðan og sjálfsöryggi. Norskir karlmenn á aldrinum 40-50 ára hafa í auknum mæli óskað eftir þessu hormóni. Ekki til að auka kynhvötina heldur af slappleika og orkuskorti. Það er norska ríkisútvarpið, NRK, sem greinir frá þessu. Árið 2013 fengu 7.907 karlmenn lyfseðil fyrir test- ósteróni hjá lækni. Það er aukning um 4.000 frá því árið 2004. Tekið er fram að þetta séu ekki sjúk- lingar heldur ósköp venjulegir karlmenn á miðjum aldri. Algengt er að menn um fertugt fái tilhneig- ingu til að upplifa sig ljóta og gamla. Sjálfsmyndin breytist og er stundum talað um gráa fiðringinn í því sambandi. Karlmenn eru opnari en áður þekkt- ist og ef einhver segir frá góðri reynslu af testóst- erón-inntöku getur það haft áhrif á aðra karla. Það fá hins vegar ekki allir meðhöndlun sem óska eftir því. Líkt og með kvenhormón er þetta ekki hættulaus aðferð. Hætta á hjarta- og krans- æðasjúkdómum eykst og sömuleiðis á brjósta- krabbameini. Það þarf ekki að þræla sér út í líkamsrækt daglega til að styrkja heilsu sínu. Ný bresk rannsókn sem tímaritið Time greinir frá, en birtist fyrst í Journal Circulation, sýnir að nokkrir klukkutímar á viku gera heil- mikið gagn. Konur sem stunda enga líkamsrækt eru í mun meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma, heilablóðfall og blóð- tappa en þær sem hreyfa sig smávegis. Um einni milljón kvenna í Englandi og Skotlandi á aldrinum 56 ára var fylgt eftir frá árinu 1998. Fylgst var með hreyf- ingu þeirra og skoðað hversu mikið og hve oft þær hreyfðu sig í hverri viku. Jafnhliða var fylgst með heilsu þeirra, sérstaklega varðandi hjartasjúkdóma, heilablóðfall og blóðtappa. Það var Ox- ford-háskóli sem stóð að rannsókninni. Athyglisvert þótti í þessari rannsókn að konur sem æfðu mjög mikið voru ekki betur varðar fyrir hjartasjúkdómum heldur en þær sem æfðu minna. Mikill munur var hins vegar á konum sem æfðu ekkert og þeim sem æfðu eitthvað. Konur sem stunda ódýra hreyfingu, göngu, garðyrkju og þess háttar voru til dæmis mun betur staddar en þær sem hreyfðu sig ekkert. Konur sem æfa reglu- lega tvisvar til þrisvar sinnum í viku af krafti og áreynslu með svitamyndun og örari hjartslætti geta dregið mjög úr áhættunni á að fá hjartasjúkdóma. Þær eru í mun betri stöðu heilsufarslega en konur sem æfa ekkert. Það þarf því ekki að æfa meira en tvisvar til þrisvar í viku til að styrkja hjartað og koma í veg fyrir sjúkdóma tengda því. Þá kemur jafnframt fram að ofþjálfun getur verið neikvæð fyrir æðakerfið. Aðrar rannsóknir hafa sýnt það líka. Vísindamenn við Oxford-háskóla sem stóðu að þessari rannsókn miðaldra kvenna segja að öll hreyfing sé til góðs fyrir heilsuna. Þeir ítreka að hreyfingin þurfi ekki að vera mjög mikil til að hafa góð áhrif. Gönguferðir úti undir beru lofti eru til dæmis nægilegar til að stuðla að heilbrigðu hjarta. Rétt er að minna á að aldrei er of seint að hefja reglu- bundna hreyfingu. LÍTIL HREYFING BETRI EN ENGIN NÝ RANNSÓKN Góðar fréttir fyrir þá sem stunda lágmarks líkamsrækt. Nýleg rannsókn sýnir að líkamsrækt nokkrar klukkustundir á viku minnkar mjög áhættu á að fá hjartasjúkdóma, heilablóðfall og blóðtappa. ALDREI OF SEINT Hreyfing tvisvar til þrisvar í viku er nægileg til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. MYND/GETTY VILJA KOMAST Á KARLHORMÓN Stöðugt fleiri norskir karlmenn óska eftir að fá testósterón hjá lækni. Testóst- erón er karlhormón sem getur bæði aukið vöðvamassa og kynhvöt, en það er samt ekki ástæðan fyrir því að menn óska eftir þessu. GRÁI FIÐRINGURINN Þegar karlmenn verða fertugir og eldri breytist stundum sjálfsmyndin. Skipholti 29b • S. 551 0770Fylgist með okkur á Allar b uxur á Útsöl unni komna r á 50% afslátt! Yfirhaf nir fyrir vo rið komna r frá Basler! Opið laugardag 11:00-15:00 0 9 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 2 -5 2 7 C 1 4 1 2 -5 1 4 0 1 4 1 2 -5 0 0 4 1 4 1 2 -4 E C 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.