Fréttablaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 32
10. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24
BAKÞANKAR
Erlu Bjargar
Gunnarsdóttur
Oscar Bjarnason, grafískur
hönnuður, byrjaði alveg óvart að
teikna lógó fyrir vini og vanda-
menn á merkisdögum fyrir fimm
árum. „Þetta byrjaði þannig að
félagi minn átti afmæli og ég
teiknaði lógó fyrir hann í tilefni
dagsins. Eftir það bættust alltaf
fleiri og fleiri við og nú er þetta
eiginlega komið út í vitleysu,“
segir Oscar og hlær.
Hann setur upp sýninguna
Merkisdagar í Nýlistasafninu á
miðvikudag. Þar verða til sýnis
312 lógóteikningar eftir Oscar.
„Ég teikn-
aði aðallega
fyrir fólk
sem ég þekkti
og reyndi að
tengja lógóið
við mann-
eskjuna eða
atburðinn.
Ég teikna
samt bara
það fyrsta
sem mér dettur í hug og tek
helst ekki meira en tíu til fimm-
tán mínútur í að teikna hvert
merki,“ segir hann.
Lógóin vöktu mikla lukku
og var hann einnig beðinn um
að teikna fyrir fólk sem hann
þekkti ekki. Oscar segir þetta
fínustu heilaleikfimi að þurfa að
hugsa svona hratt. „Þetta á að
vera spontant. Stundum koma
bara vondar hugmyndir sem ég
teikna samt, svo kannski hálf-
tíma síðar fæ ég miklu betri
hugmynd en þá teikna ég hana
bara að ári,“ segir Oscar.
Lógóin gaf hann í afmælis-
gjafir, en með tímanum fór
hann að teikna aðra merkis-
daga. „Ef eitthvað var í gangi
eins og bjórdagur, bóndadagur
eða afmæli forsetans teiknaði
ég lógó fyrir þann dag,“ segir
hann. Sýningin verður opnuð í
Nýlistasafninu miðvikudaginn
11. mars klukkan 19.30.
adda@frettabladid.is
Teiknaði lógó fyrir 312
merkisdaga vina og fj ölskyldu
Oscar Bjarnason byrjaði fyrir tilviljun að teikna merki eða lógó fyrir fj ölskyldu og vini fyrir fi mm árum. Nú,
312 merkjum síðar, opnar hann sýningu í Nýlistasafninu þar sem sjá má afrakstur síðustu ára.
SPONTANT Oscar átti ekki von á því að lógóin yrðu svona vinsæl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Save the Children á Íslandi
FORSETINN Lógó sem Oscar
gerði í tilefni af afmælisdegi
forseta Íslands.
ÓLÉTT Þetta lógó teiknaði
Oscar þegar hann og konan
hans áttu von á barni.
BÓNDADAGUR Þetta var
teiknað í tilefni bónda-
dagsins.
Eftir það
bættust alltaf
fleiri og fleiri
við og nú er
þetta eigin-
lega komið
út í vitleysu
Breski söngvarinn Sam Smith
ætlar að sniðganga Rússland
algjörlega í næstu tónleikaferð
sinni. Ástæðan er staða samkyn-
og tvíkyn-
hneigðra og
transfólks
í landinu.
Smith, sem
er samkyn-
hneigður,
sagði í við-
tali við The
Sun að þótt
hann ætti
aðdáendur
í Rússlandi
gæti hann
ekki hugsað
sér að fara þangað. „Maður hefði
haldið að ástandið væri betra til
dæmis í Bandaríkjunum, en það
er ekki gott þar, bæði hvað varðar
réttindi samkynhneigðra og líka
rasisma. Þannig að ég get rétt
ímyndað mér hvernig þetta er í
öðrum löndum eins og Rússlandi,“
segir Smith.
Ætlar ekki
til Rússlands
NEI TAKK Smith ætlar
ekki að halda tónleika í
Rússlandi.
THE GRUMP KL. 5.30 - 8 - 10.40
CHAPPIE KL. 10.20
ANNIE KL. 5.30
VEIÐIMENNIRNIR KL. 5.30
BIRDMAN KL. 8 - 10.30
ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.20 - ÍSL TEXTI
THE DUFF KL. 3.30 - 5.45 - 8
CHAPPIE KL. 8 - 10.40
CHAPPIE LÚXUS KL. 5 - 8 -10.40
ANNIE KL. 5
HRÚTURINN HREINN KL. 3.30
FIFTY SHADES OF GREY KL. 10.20
KINGSMAN KL. 8 - 10.45
PADDINGTON KL. 5.45 - ÍSL TAL
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
Nicole Kidman Colin Firth Mark Strong
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
THE DUFF 5:50
CHAPPIE 8, 10:10
STILL ALICE 5:50, 8
VEIÐIMENNIRNIR 10:30
HRÚTURINN HREINN 5:50
10:10
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞEGAR við unglingsdóttir mín kúrðum
saman yfir Ísland got talent fór hún að velta
fyrir sér af hverju svo margir frá Græn-
landi og Færeyjum kæmu til Íslands til
að taka þátt í keppninni. Ég svaraði henni
annars hugar að svona keppnir væru ekki
haldnar í þessum löndum og þar sem
Ísland væri eins konar stóri bróðir þeirra
kæmi fólkið hingað. Þá sneri hún upp á
sig, horfði á mig alvarlegum augum, reið
og hneyksluð, og spurði: „Af hverju stóri
bróðir? Af hverju ekki stóra systir?“
Jú, eða það, svaraði ég um hæl. Hún
hummaði af dásamlegri réttlætis-
kennd. Svona eins og sigurvegarar
gera. Dóttir mín er komin með
hælana þar sem ég hef tærn-
ar. Tilhugsunin um að hún og
hennar kynslóð taki við arfi frá
minni kynslóð og komist lengra
í átt að kynjajafnrétti, mögu-
lega á leiðarenda, er ansi góð.
ÞETTA var á sunnudaginn.
Á Alþjóðlegum baráttudegi
kvenna. Á sama degi kom fram
að konur og karlar fái ekki sömu
laun fyrir sömu vinnu samkvæmt launa-
könnun VR. Launamunurinn eru heil mán-
aðarlaun á ári. Þetta skellti mér aldeilis
niður á jörðina. Því mín kynslóð fékk líka
flottan arf. Áður en ég fæddist gengu konur
úr vinnu og af heimilum til að sýna fram
á að vinnuframlag þeirra væri jafn mikil-
vægt og verðmætt og vinnuframlag karla.
Við erum að halda upp á fjörutíu ára afmæli
þessa viðburðar þetta árið. Er ekki frekar
vandræðalegt að bjóða 8,5% kynbundnum
launamun í veisluna?
UNGLINGNUM fannst þessi staðreynd
jafn glötuð, óskiljanleg og óraunveruleg og
tilhugsunin um líf án internets. Samkvæmt
núverandi launaþróun verða kynin fyrst
með jöfn laun þegar hún verður 35 ára. Það
er fullkomlega glatað, algjörlega óskiljan-
legt en því miður raunverulegt.
HÚN mun þó eiga arfinn sinn. Sem þýðir
að hún mun að minnsta kosti snúa upp á sig,
horfa á yfirmann sinn alvarlegum augum,
reið og hneyksluð, og spyrja „af hverju?“.
Vonandi mun hún síðan humma, svona eins
og sigurvegarar gera.
Arfur dætra okkar
0
9
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:5
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
2
-4
D
8
C
1
4
1
2
-4
C
5
0
1
4
1
2
-4
B
1
4
1
4
1
2
-4
9
D
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
0
s
C
M
Y
K