Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Blaðsíða 1
17. árgangur Vestmannaeyjum, 24. október 1990 43. tölublað Sildin: Cóð veiði Góð síldveiði var í fyrrinótt við Hrollaugseyjar og komu fjórir bátar með afla hingað, samtals 470 tonn. Guðrún VE var með 120 tonn, Glófaxi VE 100 tonn, Valdimar Sveinsson VE 100 tonn og Bjarnarey VE 150 tonn. Síldin er ýmist fryst eða söltuð. Fram til þessa hefur síldin verið mjög góð og t.d. fóru 65% af afla Guðrúnar í 1. flokk og 35% í 2. þegar hún landaði síðast. Reynt hefur verið að fá Japani til að kaupa loðnu frysta í Vestmanna- eyjum en það hefur ekki gengið hingað til en enn er reynt og er því aðallega fryst á Þýskalandsmarkað. Ekki er enn séð fyrir endann á því ef ekki nást samningar við Rússa, sem taldar eru litlar líkur á, en reynt er að afla fleiri markaða. • Ef Samtogi h.f. verður skipt upp kemur Sindri VE í hlut Fiskiðjunnar. Sameining Fiskiðju og Vinnslustöðvar ekki oð veruleika: verður Samtogi hf. skipt upp? Ef tilraunir til að sameina Fisk- iðjuna og Vinnslustöðina hefðu orð- ið að veruleika hefði risið upp stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins með a.m.k. tveggja og hálfs- milljarðs króna ársveltu. Þá hefðu runnið saman í eitt fyrirtæki Fiskiðj- an hf., Vinnslustöðin hf. Samtog sf. Fiskimjölsverksmiðjan hf. Vest- mannaeyjum hf. og Lifrarsamlag Vestmannaeyja hf. og hefði það borið höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. En samkvæmt upplýsingum, sem blaðið telur mjög áræðanlegar, verð- ur ekki af þessari sameiningu í bili a.m.k. og er staðan sú að rætt er um að skipta Samtog upp og á Breki VE Kúluhúsið: Enn unnið nirnnnsikn brunans Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er enn unnið að rannsókn brunans í Kúluhúsinu í síðustu viku. Ekki er enn ljóst hver eldsupptök voru, en þó liggur fyrir að ekki kviknaði í út frá rafmagni. I geymsl- unni þar sem eldurinn kom upp var mikið af eldfimum efnum og beinist rannsóknin að því hvernig hann náði að kvikna. að koma í hlut Vinnslustöðvarinnar og Klakkur VE og Sindri VE í hlut Fiskiðjunnar. Er það mál komið svo langt að nú eru endurskoðendur að kanna hvernig það sé mögulegt, en mörg ljón eru í veginum þar sem öll þessi fyrirtæki tengjast á einn eða annan hátt og mat á eignum, aflahei- mildum og lánum er vandasamt. Sagði einn, sem rætt var við, að nú væri það endurskoðanda að meta hvort þetta er mögulegt eða ekki. Annar sem tengist þessu sagði að þetta væri komið það langt að ekki væri aftur snúið, skiptingin yrði að verleika. Upphaf þessa máls var að ósk kom frá Vinnslustöðinni um uppskipti á skipum og aflaheimildum Samtogs, íem forráðamenn Fiskiðjunnar svör- uðu með beiðni um viðræður um sameiningu fyrirtækjanna allra. Fljótlega varð ljóst að vilji var ekki fyrir hendi hjá Vinnslustöðvarmönn- um sem héldu til streitu uppskiptingu Samtogs, en nú munu þeir vera hikandi í því máli. Ef af sameiningu hefði orðið hefði stærsta fyrirtæki í sjávárútvegi á landinu orðið að veruleika og varlega áætluð hefði ársvelta orðið tveir og hálfur milljarður króna. Ekki skal reynt að meta verðmæti eigna, en þessi fyrirtæki eiga tvö stór frystihús, eina af stærstu loðnuverksmiðjum landsins, þrjá togara, tvö loðnuskip, niðursuðuverksmiðju og fjóra báta og þar fyrir utan eru einir átta bátar tengdir þeim á einn eða annan hátt og samanlagður fjöldi starfsmanna er um 450.Til fróðleiks má geta þess að á síðasta ári var Útgerðarfélag Akureyrar hf. með mesta veltu sjá- varútvegsfyrirtækja á landinu, tvo milljarða og 125 milljónir og Grandi hf. með einn milljarð og 918 milljónir króna í öðru sæti. Kvatinn á bak við þessar sameing- artilraunir er að ná fram meiri hag- ræðingu í rekstri fyrirtækjanna, ná niður kostnaði og hafa heyrst tölur um allt að 150 til 200 miljóna sparnað ef af hefði orðið. Ætlunin var að nota bæði húsin áfram en fara átti út í meiri sérhæfingu t.d. að karfi og ufsi hefði verið unninn í Fiskiðjunni og menn hefðu getað einbeitt sér að framleiðslu í dýrari umbúðir. En eins og fyrr segir er sameining ekki inn í myndinni, en þeir sem gerst þekkja til segja að til sameiningar fyrirtækja í sjávarútvegi komi og er hún víða orðin staðreynd. Þetta hljóti líka að gerast í Vestmannaeyj- um, spurningin sé ekki hvort heldur hvenær og hvernig. Og í lokin má geta þess að á borðum stjórnar lsfélags Vestmannaeyja hf. er bréf frá forráðamönnum Fiskiðjunnar þar sem leitað er eftir viðræðum um sameiningu fyrirtækjanna, en því bréfi hefur enn ekki verið svarað. Próffkjör sjalfstaeðismanna: Hvar lenda Eyja- menn í þeim slag? Á laugardaginn ganga sjálfstæðis- menn og stuðningsmenn að kjör- borðinu til að velja væntanlegum frambjóðendum sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í komandi alþingis- kosningum. Tíu hafa gefið kost á sér í slaginn og eru tveir Eyjamenn meðal þeirra, Árni Johnsen og Arnar Sigurmunds- son. Ekki er annað að heyra en að Vestmannaeyingar vilji hlut þeirra sem mestan. Þá er verið að tala um að Árni fái annað sætið, þar sem þriðja sætið getur varla talist öruggt þó staða Sjálfstæðisflokksins virðist nokkuð góð um þessar mundir. En það var einmitt í þriðja sætinu sem Árni situr í núna og við höfum orðið að sætta okkur við að vera þing- mannslausir þetta kjörtímabil. Arn- ar hefur ekki gefið upp hvaða sæti hann stefnir á en trúlega er það 4. til 5. sætið sem hann hefur í huga og væri það sterk staða fyrir Vestmann- aeyjar að eiga tvo menn í efstu sætum listans. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðsiflokksins þarf ekki að óttast um stöðu sína í 1. sætinu, en Eyja- menn hafa nóga möguleika að koma sínum mönnum að, því minnst má velja fimm frambjóðendur og mest átta, en hvernig endanleg röð verður skal ekki spáð um en það skýrist á sunnudaginn þegar talið verður upp úr kössunum. FJOLSKYLDUTRYGGING FASTEIGNATRYGGING © GLER 4 mm einfalt Plexigler 3-6-10 mm SKIPAVIÐGERÐIR H.F. v/Friðarhöfn Vestmannaeyjum S l I82I P' KVJL' ViHVJSWVi TRYGGINGAMIÐSTODIN HF Umboð í Vestmannaeyjum, Strandvegi 63 S11862 OPNUM AFTUR ÁMORGUN eftir lagfæringar í kjölfar brunans með fullabúðaf SPLUNKUNÝJUM vörum MIKIÐ úrval af barnafötum kvenfötum karlmannafötum KULDAJAKKAR Á KARLA Erum byrjuð að taka upp JÓLAFÓTIN á konur og karla Mikið úrval af stórkostlegum jökkum og kápum it. ÚRVALAF Skyrtum Bindum Pilsum Stretsbuxum Meiriháttar BESTU ÚLPUR MEIRIHÁTTAR tískusýning á laugardagkl. 14 Við höfum E' BRENNANDI áhugaáaðþjónaþét

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.