Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Qupperneq 2
Oddurinn Formleg eigendaskipti á Oddinum fara ekki fram fyrr en á laugardag en í gær litu væntanleg- ir eigendur, Sigurgcir Jónsson og Katrín Magnúsdóttir, þar vió og stilltu þau sér upp fyrir Ijósmynd- ara ásamt fráfarandi eigendum, l>orbjörgu Júlíusdóttur og Sigur- nnni Sigurfinnssyni. Sigurgeir sagöi aö áfram yröi boöiö upp á soniu þjónustuna og áhersla lögö á ritföng, gjafavöru og leikföng. „En meö tímanum verður úrvaliö og brciddiu aukin í gjafavörunni,“ sagöi hann. Lúðrasveitin: Tónleikar Á laugardaginn klukkan 16:0 held- ur Lúörasveit Vestmannaeyja sína árlegu tónleika fyrir styrktarfélaga sina og aöra. Aö sögn þeirra lúðraþeytara er efnisskráin fjölbreytt að venju. Er þar að finna bæði innlend og erlend lög, marsa, þjóðlög og fleira góð- gæti. Sveitina skipa nú á milli 15 og 20 spilarar og stjórnar Stefán Sigurjóns- son. skósmiður, þeim af sinni al- kunnu snilld. Eyjabúar eru hvattir til að mæta á þessa hljómleika og sýna þannig í verki stuðning sinn við sveitina - því hvað eru Eyjarnar án Lúðrasveitar- innar? Fimmtudaginn 25. október 1990 • FRÉTTIR Þar sem handboltaleikur var í gærkvöldi, var fjórðu og síðustu umferð hausttvímenningsins frestað þar til í kvöld. Og þar.sem Alþýðu- húsið er upptekið, verður spilað í húsnæði Framhaldsskólans. Fyrir þessa síðustu umferð standa þeir Jón Hauksson og Ólafur Týr með pálm- ann í höndunum, eru með 400 stigog 23 stiga forskot á næsta par. Mikið má ganga úrskeiðis hjá þcim ef þeir tapa þeirri forystu. En baráttan gæti orðið hörð um næstu sæti. Það skýrist allt í kvöld og verður skýrt frá úrslitum í næsta tölublaði FRETTA. En í næstu viku hcfst aðalsveita- keppni félagsins. Formenn þeirra sveita, sem ætla að spila með í þeirri keppni. eru beðnir að tilkynna þátt- töku til formanns félagsins Ólafs Hreins Sigurjónssonar fyrir n.k. mánudag. Oddur I .<^^5704)4 M PnctiiHonclr\i Föstudagskvöld: Húsið opiö kl. 23 - 03. Hljómsveitin STERTIMENNI, leikur fyrir dansi og Ásgeir stórdiskó snýr skífunum. Laugardagskvöld: HAUSTSVEIFLA ‘90. Viö bjóöum sérstak- lega velkomið, á Haustsveifluna, starfsfólk Vinnslustöðvarinnar. Húsiö opnar kl. 19.30 fyrir matargesti (ath. að gengiö er inn Hallarlundarmegin). Hljómsveitin Islandsvinir leikur síðan fyrir dansi i Biósal en hljómsveitin Stertimenni spilar í Hallarlundi, (ath. að hægt er að ganga á milli sala). örfá sæti eru laus n.k. laugardagskvöld. Borðaspantanir s 12960 - 12148 - 11654. Einnig eru örfá sæti laus 10. og 17. nóvember. Uppselt 24 nóvember. Pantiðtimanlega. Aldurstakmark er 18 ár. (Munið nafnskírteinin). Skrifstofa S 12960 - miðasala S 12790 HUGINN NÝR PIZZASTAÐUR OPNARí KVÖLD Á boðstólum verða margar gerðir af pizzum Verð kr. 750 - 890 Auk þess sem boðið er upp á sama a la cart matseðil og er á Muninn Muninn - Huginn Sambýlinu berast gjaf ir íbúar og starfsfólk Sambýlis fatl- aöra buöu fulltrúum frá cftirtöldum félagasamtökum í hcimsókn sl. fímmtudagskvöld, Slysavarnadeild- inni Eykyndli, Styrktarfélaginu Vor- inu og Froskahjálp í Vestmannaeyj- um. Tilefnið var að þakka ómetanlegar gjafir scm þessi félög hafa fært heim- ilinu. Vorið færði sambýlinu 100.000 krónur sem notaðar voru til að kaupa öll eldhúsáhöld. Þroskahjálp gaf öll minni rafmagnstæki og hljómflutn- ingstæki og Eykyndill gaf þrjú slökkvi tæki og sex eldvarnartæki. Heimilisfólk og starfsfólk vill koma á framfæri hjartans þakklæti fyrir þessar góðu gjafir og ekki síður þann hlýja hug sem þeim fylgja. EYJAMENN • Ég hef ekki opnaö kosningaskrifstofu. • Á laugardaginn veröur heimili mitt aö Bröttugötu 30 opið gestum og gangandi. Húsrými er all nokkuö en bílastæöi frekarfá. Ég verö heima mest allan daginn, vel birgur af kaffi og kleinum. • Ég hef ekki sett stefnuna á ákveðiö sæti, en ég sækist eftir stuðningi ykkar í áhrifasæti á lista Sjálfstæöisflokksins í Suöurlandskjör- dæmi. • Ykkar ervalið. 9 Fulltrúar gefenda og heimilsfólk. Rqfmagnsskömtunin: Bœjarbúar brugðust mjög vel við „Þaö er ekki hægl aö segja annað en aö hæjarbúar hafí hrugöist mjög vel viö takmörkuöu rafmagni um helgina," sagöi Siguröur Sveinsson verkstjóri hjá Bæjarveitum Vest- mannaeyja. Eins og kom fram í síðasta blaði var ekkert rafmagn að fá frá fasta- landinu frá því á föstudagskvöld og frant á sunnudag vegna framkvæmda við raflínur upp á Landeyjasandi. Urðu bæjarbúar að notast við varafl sem undir venjulegunt kringumstæð- um hefði þýtt skömmtun á mestu álagstímum. íbúðarhverfi voru látin sitja fyrir rafmagni og var því engin vinnsla í frystihúsunum. „Rafmagns- notkun var langt undir meðallagi og ef svo hefði ekki verið hefði þurft að grípa til skömmtunar. Sama er að segja með vatnið. því engu var dælt hingað á meðan á þessu stóð. Eitt- hvað sjálfrennsli er hingað og var það nóg því aldrei lækkaði í vatns- geyminum," sagði Sigurður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.