Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Qupperneq 11
PRÉTTIR • fimmtudaginn 25. október 1990 VÍS Keppnin: íbv topnði á endasprettinum Þrátt fyrir frábæra stemningu í höllinni töpuöu Eyjamenn sínum fyrsta heimaleik í vetur. Eyjamenn höfðu haft forustuna allan leikinn en gáfu eftir í lokin og nýtti lið Stjörn- unnar sér það í vil og sigraði með einu marki 24-25. Stjörnumenn skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum en ÍBV náði að jafna, og skömmu síðar náðu Eyja- menn forustunni. ÍBV var með þriggja til fjögra marka forustu allt til loka síðari hálfleiks og var staðan í hálfleik 13-10 ÍBV í vil. í síðari hálfleik náði Stjarnan að mínka muninn í eitt mark en ÍBV náði að Fjölliðamót Fyrsta fjölliðamót vetrarins verður hér um helgina og verður það 2. (lokkur karla ÍBV sem fær Fram, Val, FH og Stjörnuna í heimsókn. Mótið hefst á laugardagskvöld kl. 20:00 þegar Fram og Valur mætast. Kl. 20:50 Stjarnan og FH og ÍBV og Fram kl. 21:40. Á laugardag keppa Valur og Stjarnan kl. 13:00. FH og iBV kl. 13:50, Fram og Stjarnan kl. 14:40 og Valur og FH kl. 15:30. Á sunnudag keppa Stjarnan og ÍBV kl. 10:00, FH og Fram kl. 10:50 FH og Fram ogkl. 11:40 iBV og Valur. Handknattleiksráð hvetur bæjar- búa til að fjölmenna í höllina og hvetja strákana til dáða. bæta við og voru komnir með þriggja marka forustu en tókst ekki að halda því til loka. Stjörnumenn jöfnuðu og var jafnt með liðum í lokin, en sem fyrr náði Stjarnan að sigra 24-25 þrátt fyrir góða tilraun Sigurð Gunn- arssonar til að jafna leikinn úr auka- kasti sem ÍBV fékk þegar aðeins ein sekunda var til leiks loka. Leikurinn var hraður og spiluðu Eyjamenn vel þangað til í lokin þegar dómarar Firmakeppni i sundi Það verður mikið um að vera hjá Sunddeild ÍBV um helgina. Hin ár- lega fírmakeppni verður haldin laug- ardaginn 27. október klukkan 16:00. Sundmenn eiga að mæta í upphit- un kl. 15.30. Sá sundmaður sem sýnir mesta framför frá síðustu firma- keppni vinnur farandbikar sem hann færir því fyrirtæki sem hann keppir fyrir. Sunnudaginn 28. október heldur Sunddeildin aðalfund sinn í húsi Járniðnaðarmanna við Heiðarveg. Fundurinn hefst klukkan 14:00. Við hvetjum alla foreldra sundfólksins og velunnara deildarinnar til að mæta. Klukkan 15:30 bjóðum við sundfólkinu okkar að koma og njóta veitinga með okkur. Við viljum nota tækifærið til að þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem lagt hafa okkur lið á árinu. Stuðningur ykkar gerir okkur kleift að hlada uppi öflugu starfi fyrir sundfólkið. leiksins misstu leikin úr höndum sér eins og oft áður. Sigurður Gunnarsson sem var val- inn maður leiksins stóð sig einna best hjá ÍBV, en hann skoraði 7 mörk. Þeir Jóhann Pétursson og Gylfi Birg- isson skoruðu 5 mörk hvor og stóðu sig ágætlega. Næsti leikur hjá ÍBV verður gegn FH í Hafnarfirði, en þann leik verður iBV að sigra til að laga stöðu sína í 1. deildinni. # Þátttakcndur í göngurallinu. Hjálparsveit skáta: Leiknir sigraði í göngurallinu Fyrir skömmu fór fram hið árlega göngurall HSV og voru keppendur fjórtán. Lagt var upp frá Skátaheimilinu við Faxastíg og var hver göngumaður með 12 kíló á bakinu. Frá Skáta- heimilinu var gengið á Blátind, það- an upp á Klif, út á Skans, upp á Eldfell, Helgafell og Sæfell og þaðan aftur að Skátaheimilinu. Alls tóku 14 manns þátt í göngurallinu auk tímavarða sem voru staðsettir á hverjum viðkomustað göngumanna á leiðinni og gengu úr skugga um að farið væri að settum reglum. Úrslitin urðu þau að Leiknir Ágústsson varð fyrstur á 2 tímum 5 mínútum og 50 sek. Annar varð Bjarni Valur Ein- arsson á 2,06,33, 3. Sighvatur Hanábolti yngri flokka: Þór og Týr hafa staðið sig ágœtlega S.l. tvær helgar hefur 5. 4. og 3 flokkur Fram komið í heimsókn og leikið æfingalciki við Eyjaliðin Þór og Týr. Leikreynsla er eitt af því sem lið yngri flokkanna hér í Eyjum hefur alltaf verið ábótavant. En það er alltaf reynt að bæta það og t.d. komu Framarar með yngri flokka sína hingað í heimsókn og léku við Þór og Týr. Framarar hafa spilað marga leiki nú þegar í Reykjavíkur mótinu. Eyjaliðin stóðu sig vel á móti Frömmurum og sigruðu eða voru ekki langt frá sigri. Framarar komu hingað í boði íþróttafélagsins Þórs og fóru allir leikirnir vel fram. íþróttafélögin stefna á að fá fleiri lið í heimsókn til að leika æfingaleiki við hina ungu og efnilegu leikmenn Eyjamanna. Jens Gunnarsson sem hélt til liðs við handboltalið KA síðasta kcppn- istímabil hefur nú fengið félagskipti í sitt gamla félag. Jens kom til Eyja fyrir tæpum mánuði og sótti þá um félagaskipti sem hafa nú þegar tekið gildi. Jens lék með yngri flokkum Þórs og 2.flokk ÍBV áður en hann hélt til liðs við Akureyraliðið KA. VÍS keppnin: Bjarnason á 2,09,03, og í 4. sæti varð Guðni Georgsson á 2,09,35. Aðrir sem tóku þátt í göngurallinu voru Magnús Ingi Eggertson, Erling- ur Guðbjörnsson, Bjarki Guðnason. Agnar Magnússon, Sigurður Þ. Jónsson, Högni Arnarsson, Þór V. Jónatansson, Guðmundur Gíslason, Ragnar Þór Ragnarsson og Magnús Þorsteinsson. Bikarkeppni HSÍ Auðveltur sigur gegn b-liði Vals í síðustu viku lék meistaraflokkur ÍBV karla gegn b liði Vals í fyrstu umferð bikarkeppni HSÍ. Leikurinn sem fram fór í Reykjavík var auð- vcldur biti fyrir 1. deildar lið ÍBV. Leikurinn var jafn framan af og var staðan 7-7 um miðjan fyrri hálf- leik. Úthaldið fór þá að segja til sín hjá Valsmönnum og áttu Eyjamenn því ekki í basli með lið Vals og var staðan í hálfleik 18-11. Eyjamenn voru ekkert á þvi að hægja ferðina og unnu leikinn með yfirburðum 37-22. Nafnarnir Sigurðarnir Friðr- ikssynir stóðu sig vel fyrir ÍBV, einnig átti Gylfi góðan leik. ÍBV er því komið í 16 liða úrslit í bikarkeppninni og mun mæta FH-b í Hafnarfirði. Kvennalið ÍBV mun leika í fyrstu umferð gegn Val hér heima og munu þessir báðir leikir l'ara frant 13.-15. nóvember. Snorri Rútsson: Að gefnu tilefni Frábcer varnarleikur skóp sigur S.l. laugardag hélt lið ÍBV upp á fastalandið og lék þar við lið Gróttu. ÍBV sigraði leikinn eftir að hafa verið undir í hálfleik, en þetta er fyrsti útisigur ÍBV á tímabilinu. Grótta náði forystunni í byrjun og voru komnir yfir 7-3, en Eyjamönn- um tókst að jafna 7-7. Grótta náði forustunni aftur og voru yfir 15-11 í leikhléi. í síðari hálfleik komu Eyja- menn tvíefldir til leiks og hleyptu ekki skoti frá liði Gróttu í mark sitt í tæpar 23 mínútur'. Grótta skoraði aðeins 3 mörk í síðari hálfleik en ÍBV skoraði 11 mörk og sigraði því leikinn 22-18.“ Varnarleikurinn var alveg súper og markvarslan stórkost- leg“, sagði Ragnar Hilmarsson í samtali við FRÉTTIR. Sigurður Gunnarsson var markahæstur í liði ÍBV með 9 mörk. Sigurður Friðriks- son (Más) kom næstur með 7 mörk. Sigmar Þröstur varði eins og berserk- ur í markinu hjá ÍBV. Það hefur færst í vöxt að ýmsir aðilar hér í bæ hafa boðið upp á námskeið í lík- amsrækt ýmis- konar. Það út af fyrir sig er góðra gjalda vert. Undirritaður er á allan hátt fylgjandi líkamsrækt og í reynd eru allt of fáir sem stunda þann sjálfsagða lífsmáta. Ef ég ber saman þau 16 ár sem ég hef starfað sem íþróttakennari við Grunnskóla Vestmannaeyja, er sorglegt að horfa upp á þá afturför á líkamsástandi unglinga hins nútíma þjóðfélags. Vel að merkja, ég er að tala um unglinga yfirhöfuð. En tilefni þessa greinarstúfs er það, að hluti þeirra aðila sem bjóða upp á þessi líkamsræktarnámskeið er með öllu réttindalaus, með öðrum orðum hafa ekki fengið þann sjálf- sagða skóla sem nauðsynlegur er til að vinna við lifandi verur. Það er nefnilega grundvallaratriði að kunna skil á beina- vöðva og lífeðlisfræði ásamt þjálffræði almennt. Staðreyndin er sú að rangt ævingaval og kunnáttulítil líkams- uppbygging getur skaðað, og það oft á tíðum illa. Á hinn bóginn hvet ég alla til að stunda íþróttir og líkams- rækt samanber göngur, skokk, sund, leikfimi og knattleiki, það gerir hverjum manni gott. En það sern öllu máli skiptir, óg er svo sannarlega kjarni málsins er að skipt sé við fagfólk sem hefur kunn- áttu og réttindi til að vinna með mannslíkamann, þ.e.a.s. lækna, sjúkraþjálfara og íþróttakennara. Snorri Rútsson, íþróttakennari

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.