Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Blaðsíða 12
Nú fer
SLÁTUR-SÖLUNNI
senn að Ijúka
• AUKAVAMBIR
• SAUMAÐAR VAMBIR
STORLÆKKUN A
KJÚKLINGUM
KR. B84k 498,- PR. KG
TANGINN TANGINNTANOINNTANGINNTANOINNTANGINNTANGINNTANGINN rANGZNNTANGINNTANGINNTANGINNTANGINNTANGINNTANGIKNTANGINN TANGINNl
Brota-
járníd
farid
í lok sídustu viku kom hér skip
sem lestaði brotajárnið sem ís-
lenska stálfélagið hafði safnað
saman í Norðurhöfninni.
Brotajárninu var safnað saman
á Heimaey og þegar upp var
staðið voru það um 1300 tonn
sem starfsmenn Stálfélagsins
höfðu upp úr krafsinu.
9 Lokið er lagningu slitlags á veginn í Herjólfsdal. Á myndinni má sjá
hringtorgið sem unnið var samkvæmt aðalskipulagi, en mörgum mun
hafa brugðið í brún er þeir sáu stærðina á því.
Framkvœmdum við flugvöll lokið
Frágangi Ijósa ad Ijúka.
Lögreglumaður á vakt sem
FRÉTTIR ræddi við sagði að helgin
síðasta hefði verið í rólegra lagi.
Bæjarbúar höfðu hægt um sig og
þræddu hinn þrönga veg, réttu megin
við lög og rétt. En því miður fundust
örfáar undantekningar. Á laugar-
dagskvöldið var ökumaður. sá 50. á
árinu, staðinn að meintum ölvunar-
akstri og annar var mældur á 80
kílómetra hraða á Hamarsvegi þar
sem leyfilegur hámarkshraði er 60
kílómetrar. Annar var kærður fyrir
hraðakstur án þess að hægt sé að
sanna hvað hratt hann fór um götur
bæjarins,_______________________
Athugull vegfarandi hafði sam-
band við blaðið og vakti athygli á að
mörg Ijóslaus reiðhjól eru á ferðinni
á götum bæjarins.
Nú fer í hönd svartasta skammdeg-
ið og því brýnt að hjólreiðafólk og
gangandi vegfarendur geri sitt til að
ökumenn sjái til þeirra þegar skyggni
er lélegt. Þetta á bæði við börn og
fullorðna og full ástæða er til að
hvetja foreldra til að huga að ljósum
og endurskinsmerkjum á hjólum
barna sinna og ekki mega endur-
skinsmerkin gleymast þegar börnin
fara út gangandi.
Róleg helgi hjá lögreglu:
Þó einn stútur
Bergey seldi i gaer
Togarinn Bergey VE seldi 150 karfi og ufsi, fengust 13,2 milljónir
tonn af fiski í Þýskalandi í gær. króna og var meðalverðið 87,40
Fyrir aflann, sem var að mestu krónur.
• Framför ■ samgöngumálum.
Lagningu bundins slitlags á flug-
völlinn lauk í lok síðustu viku, og er
verið að leggja lokahönd á frágang á
brautar- og aðflugshallaljósum á
austur-vestur brautinni. Upphaflega
átti verkið að taka 18 daga en nú eru
tveir mánuðir frá því það hófst og
kostnaður er tæplega tvöfalt meiri
en upphaflega var áætlað, en kostn-
aðaráætlun hljóðaði upp á um 40
milljónir króna.
Ingibergur Einarsson starfs-
maður á flugvellinum sagði að ein-
hverja daga tæki að ganga frá ljós-
uunum, en vegna breytinga á braut-
unum þarf að mæla þau upp á ný og
tekur það einhverja daga. Þangað til
er ekki hægt að lenda á henni eftir
myrkur.
Aðal ástæða þess að verkið hefur
dregist er að mun meiri breytingar
þurfti að gera á brautunum en upp-
haflega var áætlað. Þurfti að breyta
legu þeirra og ná vatnshalla og þurfti
því að keyra margfalt meira í undir-
lag og skiptir það tugum þúsunda
rúmmetra.
Lagning bundins slitlags á Vest-
mannaeyjaflugvöll var fyrir löngu
orðin aðkallandi og verður því að
álíta þetta stórt skref í framfaraátt í
samgöngumálum Eyjanna.
LJósá
hjólin
Vetraráætlun Herjólfs
FráVestm. FráÞorlh.
Mánudaga-föstudaga 07:30 12:30
Laugardaga 10:00 14:00
Sunnudaga , 14:00 18:00
S12800
Súpufundurfellur niðurá laugardag vegna ^ /
prófkjörs Sjálfstæðisflokksins.
Vestmannaeyingar eru hvattir til þáttöku /áÍ
í prófkjörinu. Kjörstaður í Ásgarði og er opinn kl.10 - 21.
ATH. Munið spilavistina í Ásgarði á mánudag kl. 20.30