Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.11.1991, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 21.11.1991, Qupperneq 6
Fimmtudaginn 21. nóvember 1991 - FRÉTTIR Bœjarfulltrúar S jálf stoedisf lokksi ns virdast allir steyptir í sam Guðmundur Þ.B. Ólafsson hefur síðustu ár vcrið í forsvari fyrir Alþýðu- flokkinn í bæjarpólitíkinni. Byrjaði árið 1978 og sat þá í hæjarstjórn til ársins 1982 við hlið Magnúsar H. Magnússonar. Myndaði Alþýðullokkurinn incirihluta ásamt Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki þetta kjórtímabil. Næsta kjörtímabil var Guðmundur varamaður Þorbjörns Pálssonar í bæjarstjórn og fyrrncfndir flokkar í minnihluta cftir stórsigur Sjálfstæðis- flokksins árið 1982. Dæmið sncrist við í kosningunum árið 1986 þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann og Alþýðullokkurinn myndaði aftur mcirihluta mcð Alþýðubandalagi og Framsókn og um leið hófst samstarf Guðmundar með Kagnari Óskarssyni (G) og Andrcsi Sigmundssyni (B). Samstarf sem a.m.k. á yfirborðinu gekk mjög vcl og komu þeir undantckningalítiö fram sem ein heild þrátt fyrir misniunandi áherslur flokkanna i pólitíkinni. Hvort sem það var vcrðskuldaö cða ekki þá kom stóri skcllurinn í bæjarstjórnarkosningunum á síöasta ári, þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn næst stærsta kosningasigur í sögu Vestmannaeyja og sat uppi með sex bæjarfulltrúa. Framsókn missti fulltrúa sinn ur bæjarstjórn og annar maöur Alþýðuhandalags hlaut sömu örlög. lin Alþýðuflokkurinn gat vel unað úrslitunum. Bætti við fylgiö og hélt sínum tveimur fulitrúum. í staö Þorbjörns var Kristjana Þorfinnsdóttir komin í 2. sætið og hefur hún trúlcga átt sinn þátt í flokkurinn liélt fylgi sínu, en fyrst ogfremst var þetta persónulegur sigurfyrir Guðmund. Margir spáðu því að Guðmundur ætlaði aö fylgja þessu eftir og bjóða sig frain í alþingiskosningunum á síðasta vori og töldu að meö hann í forystu ætti Alþýðuflokkurinn góöa möguleika á aö cndurhcimta sæti sitt í Suöurlands- kjördæmi. Fm flestum á óvart ákvað hann aö slcppa tækifærinu og Árni Gunnarsson settist í efsta sæti listans. Árni haföi ekki erindi scm erfiði en trúlega hefði niðurstaðan orðið önnur ef Guðmundur hefði slcgið til og hann sæti á Alþingi í dag og hefði orðið aö standa upp úr stól tómstunda og íþróttafirlltrúa Vestmannaeyja. I*að er því eðlilegt að fyrsta spurn- ingin sem FKICITIK lögðu fyrir hann sé hvers vegna í andskotaniim hann gaf ckki kost á sér í Alþingis- kosningunum. „hg gct svarað þessu í fullri cin- lægni. Það var farið fram á það við mig að cg gæfi kost á mcr til Alþingis og það ckki bara í Vestmannaeyjum, hcldur af flokksfólki í kjördæminu og víðar á landinu. Ástæðan fyrir því, og cg hcf sagt það hvcrjum scm hcyra vill, að þcgar cg tck citthvað að mér hvort scm það cr í framboðs- málum cða að vinna eitthvert vcrk, lcgg cg mig allan í það og ætlast til að ná árangri. Ef cg hcfði slcgið til hcfði ég stcfnt að því að ná kosningu og þá hclði ég orðið að flytja til Reykjavík- ur um lcið og ég scttist á Alþingi. Það hcfði kostað að halda að sumu leyti tvö hcimili. Það að flytja til Rcykjavíkur hefur ckkcrt vcrið upp á borðinu hjá mér cða minni fjöl- skyldu. Ég sá það fyrir mér að við hcfðum orðið að taka okkur upp að einhverju lcyti og búa á tvcimur stöðum." Guðmundur á tvö börn scm farin eru að búa auk dóttur í framhalds- námi hcr og drcng í grunnskóla. „Flutningar hefðu þýtt að rjúfa hefði þurft nám bcggja og ég gat bara ckki hugsað þá hugsun til enda að koma þeim fyrir í nýju umhverfi. mcð nýjum skólafélögum uppi í Breið- holti eða guð má vita hvar. Þannig að aldrei stóð til hjá okkur að ég færi í framboð. Það er sama hvaða ábyrgð- arstöðu cða starf maður tekur að sér, það varðar alla fjölskylduna og við höfum haft þann háttinn á að hver einstakur fjölskyldumeðlimur hefur sitt að segja og mctið út frá því hvaða ákvörðun er tekin. Það hafa oftar cn einu sinni verið haldnir fjölmcnnir fundir á Hrauntúni 6." Áttir þú von á að Sjálfstæöis- flokknum tækist að ná meirihluta í bæjarstjórnarkosningunum vorið 1990? „Ef sanngirni hcfði ráðið átti ég alls ekki von á þessum úrslitum, en reynsla síðustu kosninga sýnir að fylgi flokkanna er ekki eins rígbund- tmm•*** ið og oltast áður. Og kannski sem betur fcr. Ég gcrði mér fulla grein fyrir því að ckkcrt cr öruggt í kosningum og slagurinn stóð um 5. mann Sjállstæðisflokksins cða okkar vinstri manna og taldi líkur nokkuð jafnar. En að Sjálfstæðisflokkurinn fcngi scx kom mjög flatt upp á mig, rcyndar cins og árið 1982.“ Guðmundur scgir að 1982 hafi Itann kannski ckki vcriðcinsdómbær á stöðuna cins og 1990. „Þá var ég frekar byrjandi cftir mitt fyrsta kjör- tímabil cn 1990 taldi ég mig hafa mciri rcynslu og miðað við það starf scm mcirihluti vinstri manna vann á kjörtímabilinu 1986 til 1990, fannst mcr hann ckki eiga þá cinkunn skilið að vcra fclldur. En margt fer öðru vísi cn ætlaö cr og ekkert við því að gera. En það scm snýr að Alþýðu- flokknum þá fcngum viö mjög góð og vinsamlcg viðbrögð viö framboðs- listanum og í kosningabaráttunni hafði ég á tilfinningunni að við vær- um að gcra góða hluti og úrslit kosninganna sýna að ég hafði rétt fyrir mér. En það cinkcnnilcga við úrslitin cr. að á mcðan Alþýðuflokk- urinn bætir viö sig, vcrða Alþýð- ubandalag og Framsóknarflokkur fyrir vcrulcgum áföllum." Á meðan Alþýöuflokksmenn fagna úrslitum kosninganna 1990 eru samherjar þeirra, Alþýðubandalags- menn og Framsóknarmenn í sárum. Daginn cftir er tekið viötal við Guðmund sem vakti talsverða at- hygli og kom flatt upp á stuðnings- mcnn hans „Eg vil cnn og aftur nota tækifærið og scgja frá því hvcrnig hægt er að fara mcð fólk í fjölmiðlum cf mönn- um sýnist svo. Það var tekið við mig tveggja mínútna viðtal á Stöð 2 þar scm ég þakkaði öllum nær og fjær t'yrir stuðninginn og lýsti ánægju með frábæra útkomu okkar flokks en harmaði síðan fall meirihlutans. Hörmungarsetningin kom bara í sjónvarpinu þannig að viðbrögðin urðu þau að ég kynni ekki að þakka fyrir það sem vel er gert. í framhaldi af því settum við þakkarávarp í Dagskrá og Fréttir þar sem við _ W « cuðmundur Þ. B. Óiafsson: Krlstjana er ekkl óDoeg. lögðum áherslu á að sá hluti viðtals- ins hcfði fallið niður á Stöð 2.“ Stóra máliö í kosningabaráttunni 1990 voru pcningamál bæjarins og stofnuna hans og fannst sjálfstæðis- mönnum lítið til fjármálastjórnar ykkar koma. Þið vörðust af hörku, sögðust hafa gert góða hluti á kjör- tímabilinu, lækkað skuldir sem þið sögðuð hafa hækkað mikið á kjört- ímabilinu 1982-1986, þegar Sjálf- stæðismenn voru í meirihluta. Nú eru 18 mánuðir liönir af kjörtímabil- inu. Hvernig fínnst þér sjálfstæðis- mönnum hafa tekist til í fjármála- stjórn bæjurins? „Það má alltaf deila um það og menn geta vcrið mcð dcildar mein- ingar um hvernig stjórna á hlutun- unr. Ég er sammála því að það voru rétt skref að losa sig við vanskil og yfirdrætti og taka til þess hagstæðari lán. En við það eru menn ekki að lækka skuldir hcldur lækka fjár- magnskostnað og það get ég stutt. Nú segjast mcnn vera að lækka skuldir og nota til þess sömu rök og mcirihlutinn á siðasta kjörtímabili. að uppfæra skuldir til að sjá hvort þær hafa lækkað eða ekki. í dag er verið að lækka skuldir miðað við þessar forsendur. Á síðasta kjör- tímabili lækkaöi meirihlutinn skuldir bæjarins um 300 milljónir ef maður miðar við raunvirði skuldanna. En þáverandi minnihluti sagði skuldirn- ar 700 milljónir þegar við tókum við en þær hefðu verið 1100 milljónir í lok kjörtímabilsins. Slepptu þá öllu sem heitir lánskjaravísitala og nú- virði. Á bæjarstjórnarfundinum sem milliuppgjör bæjarsjóðs og stofnana hans og endurskoðuð fjárhagsáætlun var kynnt heyrðist mér að fulltrúar núverandi meirihluta, sem sumir hverjir voru í minnlhluta á síðasta kjörtimabili, ætli að nota sömu við- miðun og við gerðum þá. í umræðum um milliuppgjörið segja þeir að skuldir hafi lækkað frá áramótum tii loka ágústs en ef þeir notuðu sömu viðmiðun og sömu fulltrúar notuðu á síðasta kjörtímabili hefðu skuldirn- ar hækkað. En það er einmitt það sem hefur gerst að skuldir bæjarins hafa lækkað á kjörtímabilinu að raunvirði eins og þær gerðu á síðasta kjörtímabili þegar þær lækkuðu um 300 milljónir." Eitt af stóru málunum á þessu kjörtímabili er það sem sjálfstæðis- menn kölluðu brevtingará sambandi við vinabæi okkar á Norðurlöndum, en þið í minnihlutanum sögðuð að með þessu væri verið að slíta sam- starfinu og væri það mjög ómaklegt. „Ef menn eru að tala um slit á vinabæjartengslum, svo ég noti það orð. er það slitið úr samhengi því tillagan fólst í því að fella niður vinabæjaheimsóknir bæjarfulltrúa og var það gert einhliða. í umræðum í bæjarstjórn og víða töluðu sumir flutningsmannanna reyndar eins og það væri búið að slíta öllu vinabæja- samstarfi. En sem betur fer var það ekki meiningin og tillagan hljóðaði ekki upp á kasta samstarfinu út af borðinu. Mín skoðun var sú. að heldur var orðið mikið í lagt. En þá gátu menn líka tekið umræðu um hvernig mætti breyta þessu til að ná niður kostnaði og komist að sameig- inlegri niðurstöðu. Ef niðurstaðan hefði orðið sú að kostnaður væri of mikill hefði mátt fækka þeim bæjar- fulltrúum sem fara, eða við hefðum haldið sama fjölda og láta þá taka meiri þátt í kostnaði. í þriðja lagi hefði mátt halda vinabæjarmót ann- að hvert ár. Þá hefði njátt hafa þetta með öðrum hætti hitt árið t.d. á menningar- og íþróttasviðinu. Um þetta var aldrei rætt og einhliða samþykkt að hætta að senda bæjar- fulltrúa og menn mega hafa þá skoðun en mér fannst það bölvaður dónaskapur að menn skildu ekki, áður en þetta var ákve’ðið í bæj'ar^ stjórn, sýna þá lágmarkskurteisi að gera grein fyrir málinu við okkar vinarbæi. í sumar var haldið mpt að venju og þar átti að kynna þessar hugmyndir og fara fram á breytingar, en það var ekki gert. Vinabæjarsam- skipti eiga ekki að fara fram með þessum hætti," sagði Guðmundur og bætti því við að áfram yrði haldið áfram samstarfi á íþróttasviðinu. „Það hefur verið mjög öflugt og vonandi verður svo áfram." Þegar meiríhluti sjálfstæðismanna tók við vakti talsverða athygli að helstu þungavigtarmenn bæjar- stjórnalistans, Sigurður Einarsson, Bragi I. Ólafsson og Ólafur Lárus- son, röðuðu sér í tómstundaráð. Sem tómstunda- og íþróttafulltrúi er Guðmundur starfsmaður ráðsins og var það álit margra að með þessu ætluðu sjálfstæðismenn að þrengja að Guðmundi. Jafnvel svo að honum yrði ekki vært í stöðu sinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.