Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.11.1991, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 21.11.1991, Side 10
Fimmtudaginn 21. nóvember 1991 ■ FRÉTTIR Zoltán Belány i FRÉTTAviðtali: islenski handboltinn skemmtilegri Gkki hefur nufn Zoltán Belány farið fram hjá neinum sem fylgist með handknattleiknum í dag. Hann gekk til liðs við ÍBV i haust. Hann hefur gert góða hluti með liðinu og sýnt og sannað að hann er einn skemintilegasti leikmaður I. deildar- innar þetta lciktímabil. Zoltan er vinstri hornamaður IBV liösins og hefur oft leikið andstæö- inga sína grátt í leikjum liðsins í haust. Hann er eflaust einn af bestu hornamönnum sem leika í 1. deild handknattleiksins á íslandi í dag. Zoltán Belányi er 2X ára gamall og kemur frá borginni Szckcsfchérvár sem cr um 60 km. frá höfuðborg Unvcrjalands, Búdapcst. íbúar borgarinnar cru um 130.000. Zoltán cða Béló cins og hann er kallaður í daglcgu tali, kom til Vcstmannaeyja í ágústmánuöi s.l. ásamt unnustu sinni Gabricllu Palkivics. Bæði cr þau lærðir íþróttakcnnarar. Úl- skrifuðust þau frá einum virtasta íþróttaháskóla Evrópu í maí s.l. Starfa þau við þjálfun hér í Eyjum ásamt því að vinna í Hraðfrystistöö- inni. Hefur leikid 20 A-landsleiki Zoltán hóf að lcika handknattlcik átta ára gamall og kom síðar á daginn að hann átti eftir að láta mikið að sér kvcða í sögu handknatt- leiksins. Zoltán lék mcöal annars meö ungverska landsliðinu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gcgn íslenska landsliðinu og þar voru leik- menn eins og Héðinn Gilsson. Einn- ig hefur hann lcikið 20 landsleiki með A-landsliði Ungvcrja. Af hverju ísland? „Petta byrjaöi nú allt þcgar Sigurður Gunnarsson kom til Ungvcrjalands að lcita að leikmanni. Hann kom og hafði samband viö mig eftir að hafa horft á mig leika mcð liði mínu. Auðvitað voru það atvinnumögu- leikarnirsem áttu stóran þátt í því að ég tók þá ákvörðun að koma til íslands. Pað er erfitt að fá vinnu í IJngverjalandi og leika handknatt- leik. Hér viröist það vcra miklu auðveldara. Munurínn a íslensk- um og ungverskum handknattleík? „Islenski boltinn er heldur harðari og hraðari en sá ungvcrski, sem byggir á heldur belri boltamcðfcrð. En það scm kannski veldur því, er að hér eru liöin l'lcst skipuð áhuga- mönnum, sem cru i þessu sér til ánægju og áhuga cn ekki l'yrir pen- inga. Prátt fyrir það linnst mér ís- lenski boltinn skemmtilcgri. Hvad finnst þér um áhorfendur? „Peir eru hreint úl sagt stórkost- legir. Eru hvetjandi allan tímann, ekki btira þegar liðið er að vinna. Það skcmmtilegasta við þá, er að allir virðast þckkja hver annan og cru stundum eins og ein stór fjöl- skylda sé komin saman í Höllinni. Pað cr miklu betra að spila hér í Eyjum, en á fastalandinu. Gctur það munað allt upp í fimm til sex mörk- um fyrir okkur, svo mikil eru áhrifin frá áhorfcndunum „okkar". Aðstæð- ur til íþróttaiðkana hér í Vestmanna- cyjum eru líka þær ákjósanlegustu. Vestmannaeyjar eru œðislegar „Pau cru fá vandamálin sem við höfurn þurft aö glíma við frá því við komum hingað. Móttökurnar voru frábærar og munu Vcstmannaeyjar vera lengi í minnum hafðar hjá okkur. Veðrið er það scm Itcfur kannski orðið okkur til mestra vand- ræöa. Er þaö ólíkt því sem við eigum að vcnjast, stundum að m.k. Svo er þaö fisklcysið, því lítið hefur vcrið um vinnu. En vonandi á þaðallteftir að lagast." Canga i það heil- aga 28. des. n.k. Nú fcr scnn að líða að jólaundirbún- ingi flestra en þau Zoltán og Gabri- ella ætla heldur betur að taka jólafrí- iö með trompi. Pau ætla að ganga í það hcilaga 28. dcsember n.k. Ætla þau að halda til Ungverjalands i jólafrí, þar sem vinir og ættingjar bíða cflaust spcnntir cftir komu þeirra. Við hjá FRÉTTUM óska þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Handknattlelkur yngri fflokka: Ágœtur órangur allra Eyjaliða Um síðustu helgi léku fjögur Eyjalið í unnarri umf'erð íslands- mótsins í handknattleik. Árangur þeirra var hinn ágætasti, en úrslit leikja liðanna var annars cftirfar- andi: 2. flokkur karla ÍBV ÍBV-Valur .......... 15-18 ÍBV - Víkingur.......21-15 ÍBV-UBK ............ 18-14 ÍBV-FH.............. 16-15 Strákarnir léku í 1. deild og fór fjölliöamótið fram hér í Eyjum. ÍBV hafnaði í 2. sæti á eftir Val sem sigraði alla sína leiki. Atkvæðamcst- ur í liði ÍBV varTryggvi Guðmunds- son með 21 mark. 2. flokkur kv. ÍBV ÍBV-Fram ............ 12-12 ÍBV - Grótta......... 10-13 iBV-KR............... 14-14 Stúlkurnar léku í 1. deild og tókst þeim naumlega að halda sæti sínu í deildinni, en þær höfðu betra markahlutfall en lið Gróttu sem þurfti að sætta sig við fallið. Eitt lið mætti ekki til leiks og var það ÍBK. Helga Kristjánsdóttir stóð sig mjög vel og var atkvæðamest í liði ÍBV. Leik íbv kvenna og FH frestað Stúlkurnar í m.fl. kvenna ÍBV áttu að leika gegn FH á laugardaginn n.k. í 1. deildinni en leiknum hefur verið fresta til mánudags 25. nóv. Leikurinn fer fram hér í Eyjum og hefst hann kl. 20.00, og eru allir hvattir til að mæta í höllina og hvetja stúlkurnar. 4. f lokkur karla Þórs Pór - Fylkir......... 18-11 Pór-UMFA............. 17-17 Ekki voru fleiri lið í 3. deildinni og var þvi litil keppni þ;tr. Pórsstrákarn- ir tryggðu sérsæti í 2. deild. Kristinn Ólalsson var atkvæðamcstur í liði Pórs með 15 mörk. 4. flokkur karla Týs Týr - Fram............ 5-20 Týr-Valur............. 8-25 Týr-KR .............. 9 - 14 Týr-FH ............... 13-20 Ekki tókst strákunum í Tý vel upp í I. deildinni að þessu sinni. Bæði Eyjaliöin i þessum aldursflokki munu því leika saman í 2. deild í Bikarkeppni ssi ÍBV sigraði í 5 greinum Tveir Eyjamenn næðu í gullið i nokkrum af þeirra greinunt. en það voru þeir Logi Kristjánsson sem sigraði 800 m. skriðsundi og í 100 og 200 m. baksundi. Arnoddur Erlends- son sigraði í tveimur greinum. 100 m. bringusundi og 100 m. skriðsundi. Sunddeild ÍBV haínaði í 3. sæti með 1643 stig en að þessu sinni var það lið UMSK sent sigraði. „Mótið var ekki sterkt. en árangur- inn cr eins og hafði búist við." sagði Magnús Tryggvason þjálfari ÍBV. "Það eru miklar sviptingar í sundinu í dag og t.d. var ég mcð fimm kcppcndur sem höfðu aldrei tekið þátt á slíku móti. svo ég er þokkalega ánægður með árangurinn." næstu umlerð Islandsmótsins i Itand- knattleik. Reynir Hjálmarsson skor- aði mest fyrirTý, 18 mörk. 4. flokkur kv. ÍBV ÍBV-ÍR ...............8-7 ÍBV - Stjarnan ......... 7-15 IBV-FH................... 8-3 ÍBV - Grótta............. 8-9 Með þessum árangri hafnaði liðið í 3. sæti og náðu því að halda sæti sínu í I. deild. María Rós Friðriks- dóttir lék best fyrir ÍBV og skoraði alls 10 mörk. Um næstu helgi munu þrír flokkar úr Eyjum leika í annarri umferð ís- landsmótsins. Tvö lið leika hér í Eyjum og verða það 5. flokkur karla Pórs og Tvs. en 3. flokkur karla og kvenna ÍBV halda upp á fastalandið. Bindindis- dagur fjöl- skyldunnar Stórstúka íslands ásamt fjöl- mörgum öðrum samtökum mun standa að Bindindisdegi fjöl- skyldunnar miðvikudaginn 27. nóvember n.k. Ætlunin er að fá fólk til að staldra við þennan dag og leiða hugann að ástandi vímuefnamála í samfelaginu. sérstaklega með tilliti til fjölskyldunnar. Vakin verður athygli á degin- um á ýmsan hátt. m.a. í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn." • Beló og konuefnið hans, Gahriella, en þau eru mjög samrýmd. Hún tekur mikinn þátt í leikjum unnustans með hvatningum og stuðningi af fremsta áhorfcndahekk og síðan með kossum og faðmlögum að leik loknum. Teppahreinsun Leigi út teppahreinsivél. Ný og mjög lipur. Nú ertilvalið að gera hreint fyrir jólin, teppin, húsgögnin og bílinn. Upplýsingar gefur Laufey í síma 12052 frá kl. 08:00 til 19:00 og 11925 á kvöldin. Jólin nálgast óðum! Þeir sem ætla að panta stækkanir á Ijósmyndum fyrir jól. Hafið samband sem fyrst. Ljósmyndastofa Óskars Sími 12297. SÚPUFUNDUR í Ásgarði kl. 12.00 á laugardaginn. Hjalti Kristjánsson, heilsugæslulæknir, hefur framsögu um héilsugæslu- og heilbrigðismál í Vestmannaeyjum. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin. Skráning í Jólarásina. Nú stendur yfir skráning í lúgunni í Féló fyrir þá, sem vilja starfa við útvarpið Jólarásina um jólin. Þeir sem áhuga hafa á að vera ineð og eru í 8. bekk eða eru eldri verða að skrá sig fyrir 28. nóvember nk. Áætlað er að útsending hefjist um miðjan desember nk. Frá manntali. Nú er hver að verða síðastur að tilkynna breytt aðsetursskipti frá 1. des. 1990. Hlutaðeigandi hafi samband hið allra fyrsta í síina 11088 eða lítið við í Ráðhúsinu. Það er allra hagur að vera rétt skráður á hverjum tíma.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.