Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.1992, Qupperneq 2
Fostudaginn 24. apríl 1992 - FRÉTTIR
Jóna Björg Cudmundsdóttír,
Héradsskjalavördur skrifar:
Hvað eru skjalasöfn?
Fortídin er ff jársjóður f ramtídar.
• Jóna Björg Guömundsdóttir.
Ákveðið hefur verið að sunnudag-
urinn 26. apríl verði kynningardagur
skjalasafna um allt land. Þann dag
verður Hérðasskjalasafn Vestmann-
aeyja sem staðsett er í Safnahúsinu,
opið milli kl. 14:00 - 18:00.
Meginmarkmiðið með deginum er
að vekja athygli á söfnun og varð-
veislu einkaskjala, þ.e. skjalagagna
einstaklinga, fyrirtækja og félaga.
Jafnframt verður tekið við upplýs-
ingum um einkaskjalasöfn úti í bæ.
En hvað eru skjalasöfn? Segja m;i
að orðið skjalasafn hafi í rauninni
þrenns konar merkingu, þ.e.
1. Safn skjalagagna, sem hefur að
geyma upplýsingar og hefur orðiö til
við einhvers konar starfsemi á vegum
einstaklings, fyrirtækis, félags, stofn-
unar eða embætis.
2. Geymslustaður þar sem einhver
varðveitir skjalagögn sín.
3. Stofnun sem varðveitir skjalagögn
einstaklings, fyrirtækis, félags, stofn-
unar eða embættis.
Skjalagögn geta verið á ýmsa
vegu. Þau eru ekki aðeins pappír,
heldur getur verið um að ræða t.d.
filmur, geisladiska, segulbönd eða
ljósmyndir, og eftir því sem tækninni
fíeygir fram fjölgar þeim tcgundum
gagna sem þarf að varðveita.
Söfnun og varðveisla einkaskjala
hefur ótvírætt sögulegt gildi. T.d.
skiptir miklu máli fyrir okkur hér í
Vestmannacyjum að skjalagögn sjá-
varfyrirtækjanna glatist ekki, því án
þeirra væri saga sjávarútvegsins hér
í bæ óskrifað blað.
Sama má segja um félagasamtök.
Mörg merk félög hafa verið starfrækt
í Eyjum og væri mikill fengur í því cf
skjalagögn þessara félaga kæmu í
leitirnar þannig að hægt væri að gera
sér grein fyrir þróununarsögu félags-
starfsemi í Eyjum. Og síðast en ekki
síst væri okkur bæjarbúum akkur í
því að upplýsingar bærust varðandi
gömul skjalagögn einstaklinga cr
leynast vafalaust víða í kjöllurum
eða á háaloftum í bænum. Það fer
margt merkilegt forgörðum sem látið
er liggja óhreyft árum saman í
geymslum hjá fólki.
Það skal áréttað að Héraðsskjala-
safnið er ekki lokuð stofnun. Safnið
er opið mánudaga og miðvikudaga
milli kl. 14:00 og 17:00 og jafnframt
er hægt að ná í skjalavörð í síma
11194. Skjalasafnið cr til lyrir fólkið,
og sérstaklega skal bent á þá þjón-
ustu skjalasafna að lána skjalagögn
á milli safna.
En að lokum, vcrið velkomin á
Kynningardag skjalasafna sunnu-
daginn 26. apríl.
Jóna Björg Guömundsdóttir,
Héraðsskjalavörður.
Rqgnnr Óskarsson skrifar:
Klúðuróklúðurofan
Á fundi bæjarstjórnar hinn 9. apríl
s.l. gerðist margt undarlegt. Meiri-
hluti bæjarstjórnar staðfesti þar ýmis
mál sem eru sannkölluð klúðursmál.
Þannig er núverandi meirihluti í
mörgu farinn að líkjast þeim meiri-
hluta sem sat að völdum hér í bæ á
árunum 1982 - 1986. Sá meirihluti
var þekktur fyrir fjöldann allan af
alls konar klúðursmálum eins og
frægt er orðið. Núverandi meirihluti
virðist vera á góðri leið með að feta í
fótsporið. Ég ætla hér að gera grein
fyrir einu þeirra klúðursmála sem nú
hafa litið dagsins ljós.
Hraunbúda-
klúdrid.
Á umræddum bæjarstjórnarfundi
staðfesti meirihluti bæjarstjórnar
ákaflega undarlegan samning, samn-
ing sem ég fullyrði að sé alveg út í
hött og geti skapað afar varhugavert
fordæmi og veikt stöðu bæjarins
gagnvart verktökum þegar fram
líður.
Eins og allir vita ákvað meirihluti
bæjarstjórnar fyrir skemmstu að
rjúfa hátíðarsamþykkt bæjarstjórnar
um uppbyggingu Hraunbúða. Samn-
ingur um framkvæmdir lá fyrir og
verktakar voru að siálfsögðu tilbúnir
að standa við hann. Þegar meirihlut-
inn tók síðan sína ákvörðun um að
rjúfa fyrrnefnda hátíðarsamþykkt
blasti auðvitað við að einnig var búið
að rjúfa samning við verktakana. Og
nú voru góð ráð dýr. Meirihlutinn
lagði þá höfuðið í bleyti og ræddi við
ráðgjafa sína. Eftir miklar vangavelt-
ur var síðan komist að þeirri niður-
stöðu að rétt væri að veita verktaka
Hraunbúða forgang að byggingu
sorpeyðingarstöðvarinnar sem
bæjarbúar eiga sem kunnugt er að
greiða með sérstökum skatti. Meiri-
hlutinn taldi sig hafa fundið meiri-
háttar lausn og þar með gátu íorystu-
mennirnir farið að snúa sér að öðrum
og þarfari verkefnum, kvótaverslun
eða einhvcrju þess háttar.
Óskyld mdl.
Með vinnubrögðum af þessu tagi
hefur meirihlutinn gert þá meginvit-
leysu að tengja saman tvö óskyld
mál. Bygging sorpbrennslu er ekki á
nokkurn hátt tengd framkvæmdum
við Hraunbúðir. Ur því að meirihluti
bæjarstjórnar kom sér í þau vand-
ræði að rjúfa hátíðarsamþykktina
um uppbyggingu Hraunbúða átti
hann auðvitað að sjá fyrir endann á
því dæmi gagnvart viðkomandi
verktökum. En það var ekki gert.
Fyrirhyggjuleysið var algert, ekki
var horft fram í tímann, heldur tekin
ákvöröun sem óhjákvæmilega hlaut
að koma mönnum í bobba. Klúðrið
varð ekki umflúið.
Auðvitað hefði verið cðlilegast að
bjóða út byggingu sorpbrennslu-
stöðvarinnar. Þannig hefðu verktak-
ar setið við sama borð og niðurstaðan
hefði án efa gefið bænum hægstæð-
astan samning. Nú blasir hins vegar
við að meirihlutinn er búinn að
hafna þeirri leið og hefur þar með
stofnað til klúðurs af vafasamri gerð.
Sagan er ekki öll.
En þar með er ekki öll sagan sögð.
Meirihluti bæjarstjórnar lét sig (
einnig hafa það á umræddum bæjar-
stjórnarfundi að vísa frá tillögu um
Slysavarnaskóla sjómanna. bóka-
verðlaun vegna umferðarþrautar í
grunnskólum. varúðarskiltin Veistu-
kanntu, manstu voru afhent í 120
skip og báta.
Þá létum við setja upp tvö viðvör-
unarskilti vegna grjóthruns á Eiðinu.
Einnig tókum við á móti fatnaði í
Básum vegna fatasöfnunar fyrir
Kúrda ásamt félögum úr Björgunar-
félagi Vestmannaeyja. Eykyndill
tekur þátt í starfi eldri borgara með
því að halda skemmtikvöld á Hraun-
búðum.
Nú stendur yfir vorsöfnun S.v.d.
Eykyndils. Það er ósk okkar að þeir
sem til verður leitað, þ.e. félagskon-
ur og fyrirtæki, taki vel á móti
Eykyndilskonum, eins og þeir hafa
áður gert. Vorsöfnun kemur í stað
hlutaveltunnar, sem áður var árviss.
Söfnunarfénu verður varið til kaupa
á neyðarboðkerfi fyrir Vestmanna-
eyjar. Aðilar verða slökkvilið,
Björgunarfélag Vm., Lóðsinn, Al-
mannavarnir og læknar Sjúkrahúss-
ins.
Við viljum þakka öllum sem veita
slysavarnamálum lið og stutt hafa
Eykyndil á einn eða annan hátt.
Gleðilegt sumar.
F.h. Eykyndils,
Októvía Andersen.
Stjórn Eykyndils skipa: Októvía
Andersen, formaður, Ingibjörg
Andersen, gjaldkeri, Halla Guð-
mundsdóttir, ritari, Bára Guð-
mundsdóttir, varaformaður, Bára
Magnúsdóttir, varagjaldkeri, Guð-
munda Hjörleifsdóttir vararitari og
Esther Valdimarsdóttir, meðstjórn-
andi.
Eins og endranær hefur Eykyndill
notið velvildar og stuðnings bæjar-
búa og starfið hefur gengið mjög vel,
en tæplega 300 konur eru félagar í
deildinni.
Fjáraflanir voru ineð hefðbundn-
um hætti, en þær voru m.a. vorsöfn-
un, kaffisölur, handavinnu - og
kökubasar, blómasala, merkjasala,
sala á minningarkortum ofl.
Eykyndilskonur gáfu á s.l. starfs-
ári tvö reykköfunartæki í Lóðsinn,
talstöð í nýja slökkvibílinn, 800 þús-
# Ragnar Óskarsson.
að framvegis verði stærri verk á
vegum bæjarins boðin út. Með þeirri
frávísun er meirihlutinn í raun að
segja að hann geti allt eins ákveðið
að semja við verktaka í stað þess að
láta fara fram útboð vegna stærri
verka. Þetta tel ég vera mjög alvar-
legt mál og að það geti ekki þjónað
hagsmunum bæjarinsað hafa þennan
háttinn á. Og ég hélt satt að segja að
sjálfstæðismenn, sem tala gjarnan
um að bjóða allt út, létu ekki hanka
sig með þeim hætti sem umrætt mál
ber vitni um.
Með þessu sérstaka klúðursmáli
hefur meirihluti sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn Vestmannaeyja markað
tímamót sem því miður eru ekki
ánægjuleg. Með þessu sérstaka klúð-
ursmáli hefur meirihlutinn enn og
aftur sannað stefnuleysi og hring-
landahátt sinn. Hann hefur sannað
að sjálfstædismeirihluti í Vest-
mannaeyjum er ófýsilegur kostur
sem fyrr eða síðar kemur bæjarfélag-
inu í vandræði. Reynslan frá árunum
1982 - 1986 var okkur Vestmannae-
yingum erfið og ég er farinn að halda
að sama sagan sé að cndurtaka sig,
Því miður.
Handknattleiksunnendur:
Borgum með
1000 kalli
Hirðum ekki afganginn.
í kvöld verður leikur ÍBV og FH í úrslitakeppni 1. deildar karla í
handknattleik. Leikur þessi er talandi dæmi um gott gengi liðs okkar í
vetur. Þessum góða árangri fylgja aukin útgjöld.
Góðir stuðningsmenn.
Léttum handknattleiksráði róðurinn. Mottóið er: GREIÐUM MEÐ
1000-KALLI Á LEIKINN. HIRÐUM EKKI AFGANGINN.
Áfram ÍBV.
Stuðningsmaður
Félagsmenn í
Sjómannafélaginu Jötni
Erum farnir að taka á móti pöntunum í orlofsíbúð
félagsins í Reykjavík. Þeirfélagsmenn í Jötni sem vilja
leigja íbúðina, vinsamlega hafi samband við skrifstofu.
Stjórnin
Sumarbústaður
Þeir verkstjórar sem áhuga hafa á að leigja sumarbú-
stað í Hvíld eða efri Brunná í Dalasýslu vinsamlega
hafið samband við Friðþjóf Másson S 12086, fyrir 20.
maí.
Verkstjórafélagið
ATVINNA
SH verktakar óska að ráða tvo trésmiði, verkamann og
járniðnaðarmann, tímabundið, við Herjólfsbryggju.
Upplýsingar gefur Grímur í síma 91-53443
og 985-28232.
# Nýkjörin stjórn Eykyndils. Standandi, frá vinstri; Esther Valdimarsdóttir,
Bára Guðmundsdóttir, Bára Magnúsdóttir og Guðmunda Hjörleifsdóttir.
Sitjandi, frá vinstri; Halla Guðmundsdóttir, Októvía Andersen formaður og
Ingibjörg Andersen.
Aðalfundur Eykyndils
Aöalfundur S.v.d Eykyndils var und krónur til sex björgunarsveita á
haldinn í Básum 25. febrúar 1992. Suðurlandi, 100 þúsund krónur til
Fjölmennum á leik ÍBV og FH í kvöld kl. 20:00