Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.1992, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.1992, Blaðsíða 4
Afkomendur Gísla J. Johnsen: 9 Það var mikið líf og fjör í Bárugötunni síðastliðinn fimmtudag. Þar stóð Sparisjóðurinn fyrir grillpartýi í tilefni 50 ára afmælis síns. Stjórn og starfsfólk Sparisjóðsins stóð sjálft vaktina við grillin og höfðu vart undan, enda grilluðu þau vel á annað þúsund pylsa. Myndirnar sem hér fylgja skýra sig nokk sjálfar, grillararnir, fólkið og fjörið er mynd- efnið og segir okkur að meira þurfa að gera af slíku á góðviðrisdögum, ef tilefni gefast til. Grillveisla í Bárugötu 1 góða veðrinu á fimmtudaginn tóku stjórn og starfsfólk Sparisjóðs- ins sig til og grilluðu pylsur handa bæjarbúum í tilefni 50 ára afmælis Sparisjóðsins. Veislan hófst kl. 14:00 í Bárugöt- unni og var saman komin fjöldi manns sem fékk sér grillaðar pylsur og öl með í boði Sparisjóðsins. Verslunin Flott og Flippað var með tískusýningu og gaf síðan að líta varning sem kaupmenn og verslun- arfólk í Eyjum stilltu upp eftir endi- langri götunni og settu skemmtileg- an svip á umhverfið. Einnig voru þarna fulltrúar frá SS sem kynntu grillmat og gáfu viðstöddum að smakka á jafnóðum og grillað var. Forsölu aðgöngumiða á Þjóðhátíð var þjófstartað, og sagði Bjarni Samúelsson að miðarnir hcfðu selst mjög vel. Aö sögn Þrastar Gunnarssonar skrifstofustjóra Sparisjóðsins þá tókst þetta mjög vel, frá þcirra sjón- arhóli séð, þeir hefðu grillað vcl á 12. hundrað pylsur og voru þeir mjög ánægðir með hvað margir mættu, þótt ekki hefði verið auglýst með miklum fyrirvara. Eins og myndirnar bera með sér þá kunnu Vestmannaeyingar vel að meta þetta framlag Sparisjóðsins. Teiknað af Ríkharði Jónssyni. Ómögulegt cr að meta búninginn til fjár, cn öll vinna á honum er hin glæstasta og bcr meisturum sínum fagurt vitni. Allir eru þessir munir nú til sýnis í Byggðarsafninu, munir sem minna á glæstan feril eins mesta athafna- manns Islandssögunnar, Gísla J. Johnsen. • Sif Sigfúsdóttir í skrautklæðum langömmu sinnar. Sif, við sófann sem Ríkharður Jónsson skar út. Rúmlega 200 afkomendur Gísla J. Johnsen voru með ættarmót hér um helgina og við það tækifæri afhentu þeir Byggðarsafninu ómetanlega muni úr búi Gísla, til varöveislu. • Hér stendur Sif við skrifborð langafa síns, Gísla J. Johnsen. Meðal þeirra er stór útskorinn sófi sem Ríkharður Jónsson myndlistar- maður skar út og útskorið skrifborð og stóll. Þá er að finna teikningu Guðjóns Samúelssonar af Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, þar sem nú er Ráð- hús bæjarins og skjal, til staðfesting- ar því er Gísli var skipaður breskur konsúll, undirritað af Chamberlain forsætsiráðherra Breta. Á sjötíu ára afmæli sínu var Gísli gerður að heiðursborgara í Vestmannaeyjum og fékk hann skjal því til staðfesting- ar. Lét Gísli útbúa sérstakan ramma utan um skjalið og í útskurðinum er að finna öll þau hús sem hann bjó í og lét byggja yfir sig á æfinni. Síðast en ekki síst er glæsilegur kven viðhafnarbúningur sem Ásdís Gísladóttir Johnscn, eiginkona Gísla átti. Um er að ræða kyrtil, fald og möttul. Allt gullbryddað og mcð gullbelti, gullkrækju og gullsprota. Guðlaug Pröffn Ólofsdótf r í sumarsveiflu Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söng- kona vakti mikla athygli þegar hún varð 2. í Söngvakeppni framhalds- skólanna í vetur. Þar söng Guðlaug gamalt lag Gunnars Þórðarsonar, Ég elska alla. Gunnar virðist hafa orðið hrifinn af söng Guðlaugar því hann fékk hana til að syngja eitt lag á safnplötu sem nýlega er komin út. Það er heilmikið að gerast hjá þér þessa dagana Guölaug, geturðu sagt frá því? “Já, í fyrsta lagi cr Lýður Ægisson að gefa út plötu þar sem ég syng tvö lög ein, og eitt í dúctt með Þorsteini Lýðssyni. Síðan er komin út hjá Steinum safnplata sem heitir Sumarsveifla. Á plötunni eru gömul lög eins og Seinna meir scm hljómsveitin Start gerði frægt á sínum tíma, í bland við nýja smelli. Meðal annars er þar eitt lag cftir Geirmund Valtýsson sem ég syng á móti pabba mínum, Ólafi Þórarinssyni". Hvernig kom það til að þú varst beðin um að syngja lag eftir Geirmund? „Það var þannig, að Gunnar Þórðar- son, sem útsetti og stjórnaði upptök- um á plötunni, sá mig syngja lag eft- ir hann í Söngvakeppni Framhalds- skólanna og í framhaldi af því benti hann á mig til að syngja þetta lag“. Það er nú alveg þokkalegt hrós, að fá beiðni frá Gunnari Þórðarsyni um að syngja inn á plötu, ertu að verða stjarna? “Nei, ég segi það ekki en auðvitað er ég rosalega glöð yfir þessu. Svona lagað eykur að sjálfsögðu á sjálfs- traustið og er mikil upphefð fyrir mig“. Hvernig er svo lagið? “Þetta er svona týpísk Geirmundar- sveifla, ágætis lag sem höfðar kannski frekar til mömmu og pabba en minnar kynslóðar“. Er eitthvað meira framundan hiá þér? “Núna er ég að spila með hljóm- sveitinni Karma, frá Selfossi um hverja helgi, og allt vitlaust að gera. Svo er pabbi að hugsa um að gefa út sólóplötu einhvern tíma á næstunni, hugsanlega fyrir jólin. Ég á von á því að fá að vera eitthvað með á þeirri plötu, svo það er nóg fram- undan". Stefnir þú að því að verða alvöru poppstjarna? • Guðlaug Ólafsdóttir “Ekkert frekar, því það er erfitt að vera söngkona, bæði tfmafrekt og bindandi. Maður verður alveg útundan í félagslegu lífi því maður er alltaf að spila um helgar og hefur engan tíma fyrir neitt. Ég er bara glöð yfir því sem er að gerast í dag og ánægð með stöðuna eins og hún er“. Fœrðu Byggðarsaf ninu ómet- anlega muni til varðveislu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.