Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1993, Side 6
Fimmtudaginn 14. janúar 1993 -
Á morgun er upp á dag eitt ár frá því skrifað var undir samning milli Norsk Hydro og Vestmannaeyjabæjar um kaup á
Sorpeyðingarstöðinni. A myndinni eru Guðjón Hjörleifsson og Johannes Akkerhaugen að skrifa undir samninginn.
Sorpeyðingarstöð Vestmannaeyja:
Tæknilegar upplýsingar
fyrsta sorpeyðingarstöðin á
íslandi sem framleiðir orku.
Ekki bara rusl
v líka orka j
Gunnar S
forstöður
Gaman
taka þát
Gunnar Sigurðsson var í sumar
ráðinn forstöðumaður Sorpeyð-
ingarstöðvar Vestmannaeyja og
hefur hann síðan tekið fullan þátt
í uppbyggingu hennar. Honum til
halds og traust er Guðmundur
Richardsson.
Gunnar er vélstjóri og kom beint
af sjónum þegar hann byrjaði í SV.
Gunnar segir að allt hafi gengið að
óskum við byggingu stöðvarinnar.
„Allur frágangur tækja, húss og
Aðkeyrslan að stöðinni er mjög snyi
Sorpeyðingarstöðin er á tveimur
hæðum. Á efri hæðinni er sorpmót-
taka ásamt stjómherbergi þar
sem Gunnar Sigurðsson forstöðu-
maður og Guðmundur Richards-
son verða við stjórnvölinn.
Sorp sem berst til stöðvarinnar
er losað í stórt steypt síló. Stórgert
sorp, eins og fiskikör bygginga-
timbur er malað í sérstakri kvörn
sem er ofan við sílóið. Fellur það
aftur ofan í sílóið. Sorpið er síðan
krabbað upp á færiband sem mat-
ar brennsluofninn sjálfvirkt. Getur
bandið unnið sjálfvirkt í sex klukk-
ustundir án þess að mannshöndin
komi þar nærri.
Ofan á ofninum er stokkur með
tvöföldum lokum þar sem sorpið
er tekið inn. Efri lokan opnast
fyrst og lokast hún um leið og
stokkurinn fylhst. Þá opnast neðri
lokan og sorpið fellur ofan í ofninn.
Er þetta gert til að hindra að
reykur komist upp úr ofninum.
Sorpið er brennt í forbrennslu-
hólfi ofnsins við 850 - 900 gráðu
hita og er reykurinn frá þeim
bruna leiddur inn í annað eldhólf
þar sem seinni hluti brunans fer
fram og er hitinn þar 850 gráður.
Þar brenna öll kolefni og önnur
hættuleg efni. Þaðan fer reykurinn
inn í fellihólf þar sem hann hreins-
r Hreinn bær y
< okkurkær j
ast enn frekar. Ur ofninum fer
reykurinn í gegnum varmaskipti
er nýtir varmann sem myndast við
bruna sorpsins. Það sem eftir er af
reyknum fer út um 20 metra háan
skorstein og er hann þá orðinn
litar- og lyktarlaus.
Askan, 3% - 5% af rúmmáli
sorpsins, safnast í snigil undir
ofninun og er honum stjórnað af
hugbúnaði stöðvarinnar. Fer ask-
an í lokaðan gám.
Hönnun Sorpeyðingarstöðvar-
innar er með þeim hætti að undir-
þrýstingur er í sorpmóttökustöð-
inni og öll lykt sem kemur frá því
er leitt inn í ofninn og brennd þar.
Þar af leiðandi finnst engin lykt í
eða við stöðina. Enda er það ekki
það fyrsta sem manni dettur í
hug; að í stöðinni sé brennt sorp
þegar komið er að henni eða inn
fyrir dyrnar í Sorpeyðingarstöð
Vestmannaeyja.
Eiríkur Bogason
veitustjóri:
Hiti í 200 hús
Sorpeyðingarstöð Vestmanna-
eyja er tímamótafyrirtæki í fleirum
en einum skilningi. Með brennslu
sorpsins myndast orka og verður
hún nýtt til hitunar húsa í bænum.
Eiríkur Bogason veitustjóri seg-
ir að gert sé ráð fyrir miUi 6 og 7
GWh orku sem er um 10% til 12%
af orkuþörf bæjarins til húsahitun-
ar. „Tekjur Sorpeyðingarstöðvar-
innar af sölu þessarar orku er vel á
4. milljón króna og þýðir hita í 200
hús. Þetta er í fyrsta skipti hér á
landi sem sorp er notað sem orku-
gjafi til húshitunar. Þessir pening-
ar sem sorpbrennslan fær í tekjur
verða til innanbæjar og koma til
lækkunar á sorpbrennslugjaldi
bæjarbúa. Ég eins og aðrir Vest-
mannaeyingar hlýt að vera mjög
ánægður með að þetta skuli vera
kleVt," sagði Eiríkur Bogason
veitustjóri Bæjarveitna.
Myndir úr byggingarsögu i
Gamli tíminn. Bráðum heyrir gamla sorpbrennsla sögunni til.
Ársæll Sveinsson verktaki og Ólafur Ólafsson bæjartæknifræðingur
hafa borið hitann og þungann af byggingu stöðvarinnar.
r
fjC\
m’'
Herjólfur Bárðarson, Viðar Guði
Gunnar Sigurðsson og Guðmund