Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Blaðsíða 10
>» Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Arnesinga: Höfum ekki sogað fjármagn frá Vestmannaeyjum -og viljum veita sömu þjónustu hér og í öðrum verslunum okkar. Sigurður Kristjánsson og Guðmundur Itúason framan við verslunina Bctri bónus sem komið hefur vel út verðkönnunum. í verðkönnun, sem sagt var frá í útvarpi og sjónvarpi í síðustu viku, og birtist hér í blaðinu í dag, kemur Kaupfélagið í Goðahrauni mjög illa út. Siguröur Kristjáns- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga, segir að þarna sé ómak- lega vegið að Kaupfélaginu hér. I fréttum scm hirtust í útvarpi og sjónvarpi megi ráða að Kaupfélgið hér sé aðcins með eina verslun og hún sé langdýrust. Hann scgir þessa frétt rétta svo langt sem hún nær cn láðst hafi að geta þcss að Kaupfélagið rekur hér aðra versl- un, Betri bónus, scm komi vcl út þcssari verðkönnun og eins annarri sem birtist hér í blaðinu fyrir skömmu. Sigurður var hér á ferðinni í síðustu viku ásamt Guðmundi Búa- syni og ræddu FRÉTTIR við þá um verðkönnunina, verslun í Vest- mannacyjum og framtíð Kaupfélagsins hér. Marga fýsir í verslunarrekstur Nú eru fimm ár síóan Kaupfélag Vestmannaeyja samcinaðist Kaup- félagi Árncsinga. Finnst þér matvöruverslun hér hafa einhverja sérstöóu? „Það cr þá helst að menn í Vest- mannaeyjum cru mjög fýsnir að fara út í þcnnan atvinnuveg, verslun, og það er þá spumingin hvort það kemur nægilega mikiö í hlut hvers og eins. Menn stækka ekki markaðinn þó búðum fjölgi. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að vcita góða þjónustu í mörgum verslunum. Auðvitað má hafa mjög margar búðir með því að hafa örfáar vörutegundir í hvcrri,“ sagði Sigurður. Ekki sagðist Sigurður geta svarað því á stundinni hvað matvöru- markaðurinn í Vestmannaeyjum er stór í krónum talið eða hver hlutur kaupfélagsins er. En skilar reksturinn hérhagnaði? „Eg held að afkoma í matvöru- verslun sé mjög slök um þessar mundir. Það er mjög hörð samkeppni í þessari grein í landinu og álagning hefur farið minnkandi þannig aó þaó er ekki eftir gulli aö sækjast í þessum rckstri. Og svo hefur samkeppni vcrslana á landsbyggðinni aukist gagnvart höfðborgarsvæðinu eins og komið hcfur fram í verðkönnunum. Það eru sömu kröfur um þjónustu út á landi og mikils um vert að þar séu góðar verslanir sem fólk vill skipta við.“ Of margar verslanir í Eyjum Ertu þá á því að verslanir hér séu of margar? Þessari spumingu svaraði Guð- mundur Búason játandi og sagði afkoman yrði því lakari sem næmi fjölda verslana. Það má kannski orða þcssa spurningu öðru vísi. Eruð þið að borga með rekstrinum héma? „Það dæmi hefur ekki verið gert upp, en ég held að þaö sé alveg Ijóst að við höfum ekki sogað fjármagn frá Vestmannacyjum þessi ár. Það var hcldur ekki ætlunin en við viljum veita hér góða þjónustu og leggjum eins mikla áhcrslu á það hér í Eyjum og annars staðar þar sem við erum með verslunardeildir. Við höfum lagt vemlegt fjármagn í reksturinn hér, bæði á Bárustígnum og Timbur- sölunni. Á Bárustígnum vorum við brautryðjendur í bónusverslun í Eyjum og brcytingin á Timbursöl- unni í Húsey var mikil framkvæmd." Hvað vinna margir hjá Kaup- félaginu í Vestmannaeyjum? „Ætli það séu ekki um 25 manns, í 15 til 20 störfum." Kaupfélagið eins og aörar verslanir á landsbyggðinni verða að þola samanburö í verðlagi við verslanir eins og Bónus og Hagkaup í Reykja- vík. Em einhverjir möguleikar fyrir verslun á út um land að keppa við þessar verslanir í verðlagi? „I þessum venjulegu búðum okkar höfum við ekki reynt að komast við hliðina á Bónus í Reykjavík í verðum. Það eru einfaldlega allt aðrar forsendur og þaó er enginn sem reynir slíkt. Þar er allt annað vömval, greiðslukjör og þjónusta og stærð markaðarins skiptir líka miklu máli. Svona verslanir veróa að vera í gríðarlega miklu fjölmenni og þeir sem vilja njóta þeirra verða að flytja til Reykjavíkur. Þó við treystum okkur ekki til að keppa við þessar vcrslanir sem þú nefndir höfum við lækkað vöruverð í Vestmannaeyjum. Við höfum gert það með því að vera brautryðjendur í bónusverslunum og beinum innflutningi á matvöru frá út- löndum til Vestmannaeyja. Þetta kemur ekki fram í þessum verð- könnunum vegna þess að þctta eru önnur merki en eru ríkjandi á markaðnum. Fólk er smátt og smátt að komast upp á bragðið með að nota þessar vörur sem eru mun ódýrari en aðrar merkjavörur. Með því að flytja bcint inn erum við að setja okkur í sömu aðstöðu og stóru aðilamir í Reykjavík og þá nálgumst við það aó geta keppt við þá á jafnréttisgrund- velli. Svo em kaupfélögin að fara út í innkaupasamband og við vonumst til að hafa þar aðgang að ódýrari vörum cn áður. Við munum væntanlega geta kcypt í gámavís erlendis frá sem er þá önnur útfærsla á því sem við vorum byrjaðir á.“ Kaupfélagið ekki verið auglýst til sölu Hafið þið gert ykkur grein fyrir því hvað þið eruð með stóran hluta af markaðnum í Vestmannaeyjum? „Við vomm greinilega í minnihluta á móti Tanganum þegar við byr- juðum 1988, en ég vil ekki nefna neinar tölur." Þið lögðuð mikið undir þegar þið stofnuðuð Húsey, hefur það dæmi gengið upp? „Það var betri rekstur á Húsey en við gerðum ráð fyrir svo að byrjunin þar var mjög góð.“ En er Kaupfélagið í Vestmanna- eyjum til sölu, í heild eða einstaka verslunardeildir? „Það hefur ekkert af þessu verið auglýst til sölu. En þaó virðast marg- ir hafa áhuga og em að spyrjast fyrir, en það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað af þessu verði selt.“ Þið emð þá komnir til að vera? ,Já, það held ég. Þetta er eðlilegt framhald af því sem hefur verið að gerast á landinu. Kaupfélög hafa sameinast og þeim þannig fækkað, en starfsemi á hverjum stað haldið áfram og hefur víða gengið vel, sem betur fer. Og við höfum fengið góðar við- tökur hér í Vestmannaeyjum enda höfum við átt okkar þátt í lækkun vöruverðs hér. Þetta er mjög mikil kjarabót fyrir fólkið og ég held að menn vilji sækja svona kjarabót innan síns heimahéraðs. Það er hæpinn hag- naður að sækja hana á höfuð- borgarsvæðið." Siguröur var spuróur að því hvcmig hann sæi fyrir sér aö verslun eigi eftir að þróast í Vestmannaeyjum á næstu fimm ámm? Hann sagði að auðvitað réðist það af atvinnu- og byggðarþróun og gangi fiskveiða. „En á meðan einhver neisti er í fiskveiðum í landinu, þá gengur það upp í Vestmannaeyjum þannig að ég sé ekki ástæðu til annars en bjartsýni. Við munum gera okkar besta í verslunarþjónustunni og þó við höfum gert ýmislegt hér þá eigum við margt ógert. Það er ckki líklegt að það verði stöðnun hjá okkur. Við viljum vera í takt við fólk hér og og viljum fá ábendingar og hugmyndir um bætta þjónustu, þannig að við þekkjum óskir bæjarbúa vel og munum reyna að mæta þeim og um leið að ná niður verðlagi eins og kostur er eins og við höfum reyndar 'gert til þessa.“ Verðkönnunin Að lokum var komið inn á verð- könnunina sem minnst vará í upphafi viðtalsins, en frétt um hana birtist í útvarpi og sjónvarpi þann 15. þ.m. Sigurður sagðist ekki bera brigður á verðkönnuna sem slíka, en fram- setning hennar í fréttum hefði verið villandi. „Af' heildar matvörusölu í þessum verslunum kaupfélagsins í þessum tveimur vesrslunum kaup- félagsins er verslunin við Bárustíg með um 60% - 70% en verslunin að Gopðahrauni er með 30% - 40%. Verslunin við Bárustíg er bónusbúð en blandaða verslunin er að Goða: hrauni og þar er matvöruverð hærra. í verðkönnuninni frá 21. júní reyndust 40 vörur vera til í öllum fimm mat- vöruverslununum og var þessi pakki ódýrastur í kaupfélagsbúðinni við Bárustíg og munaði 14% á þeirri búð og dýr búðinni en Kaupfélagið í Goðahrauni var í 4. sæti,“ sagói Sigurður að endingu. 3ja daga verðhrun á öllum kvenskóm, sem gruáskómarkaði^ 25% aukaafsláttur ^Ugið! Mikið ^ litlum númeru11® Tilboðið stendur fimmtudag, föstudag og laugardag. Skóverslun S: 11826

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.