Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Blaðsíða 4
Skiptincminn Maí»níis Gíslason sef»ir frá dvöl sinni í Fricsland, Norður - Hollandi: Hjólið mesti skratti sem ég hef kynnst Magnús ásamt vinum sínum í Hollandi. Magnús Gislason, sonur Þuríðar Bcrnódusdóttur og Gísla Erlingsson- ar, cr nýkominn hcim frá Hollandi, nánar tiltekið frá Fricsland í Norður - Hollandi. Hann dvaldist þar allt síðastliðið ár scm skiptincmi á vegum ASSE og líkir dvölinni við hreina ævintýraferð. Magnús dvaldi hjá sex manna fjiilskyldu og átti fjóra bræð- ur, 12,15,18 og 20 ára gamla, meðan á dvölinni stóð. Margt dreif á daga Magnúsar og sagði hann að dvölin hefði ekki verið neitt í líkingu við það scm hann hafði áætlað og ímyndað sér áður cn fcrðin hófst. En gefum Magnúsi orðið: „Aðalástæðan fyrir því að mér hrein- lega datt í hug að fara í þcssa ferð var sú að mamma, hún I'ura, var búin að fara í svona áður og smitaði mig eiginlega af bakteríunni. Hún hefur alltaf sagt og segir enn að þetta sé mikið ævintýri og hún hefur rétt fyrir sér, þetta var ein skemmtilegasta ævintýraferð sem ég hef nokkum tímann farið í,“ segir Magnús. Magnús lýsir fyrstu dögunum svo: „Þegar ég kom út þá fór ég fyrst í viku og var í tungumálabúðum þar sem reynt var að kenna manni undirstöðu- atriðin í hollenskri tungu. Eftir þessa viku kom fjölskyldan og náði í mig og mér brá svolítið þegar ég sá tilvonandi pabba minn þar sem hann stóð, frekar stórog dálítið feitur. Eg hélt að nú tæki við eitt strangt ár því hann leit þannig út að hann væri í strangari kantinum. En ég hafði sem betur fer vitlaust fyrir mér. Þetta sama kvöld hitti svo skemmtilega á að einn bróðir minn, sem er jafn- gamall mér, átti afmæli og var haldin afmælisveisla. Kynntist ég því fullt af krökkum strax og ég var kominn inn til fjölskyldunnar. Þessir krakkar sem ég kynntist þá uróu síðan bestu vinir mínir en oftast vorum vió sex strákar sem héldum hópinn. Mér gekk vel að aðlaga mig að þeirra háttum og viðbrigðin voru svq sannarlega mikil. Það fyrsta sem ég rak mig á‘ var hve hjóla- menningin er rosaleg þama úti. T.d. þá þurfti ég aó hjóla minnst 25 kílómetra á degi hverjum bara til aó komast í og úr skólanum. Þetta gerói ég fimm daga vikunnar ásamt flest öllum öðrum krökkum á svæðinu. Það var svolítið skondið að þegar ég kom út úr húsi um hálf átta á morgnana þá kom alltaf stór hjólagrúbba sem ég slóst í för með, kannski 60 til 70 krakkar og hjólaði hópurinn saman í skólann eftir þar til- gerðum hjólastígum. Að hjóla í skólann tók svo um 45 mínúturog ef hvasst var þá skipuðu krakkamir sér upp í fylkingar og skiptust á um að vera fremst til að taka af méstu hviðumar fyrir þá sem á eftir komu.“ En hvemig kom fjölskyldan honum fyrir sjónir? „Karlinn var mjög hlé- drægur en ferlega skemmtilegur og við náðum vel saman. Hann er mjög hátt- settur hjá vatnsveitu í Friesland, starfsmannastjóri eða eitthvað slíkt og móðirin er heimavinnandi húsmóðir og stjómar flóttamannahjálp sem hefur tvær fjölskyldur á sínum snærum. Fjölskyldumar vom frá Bosníu og sá hún um að tilkynna þær til lög- reglunnar, senda þær á námskeið og sitthvað fleira sem þurfti til að þær gætu átt heima í Hollandi. Einnig var hún keppnisstjóri hjá stelpnaliði í blaki og hún var sífellt aó. Hún vaknaði alltaf á morgnana á undan öllum öórum og smurði nesti handa okkur til að taka með okkur í skólann og einnig tók hún til morgunmatinn fyrir okkur," sagði Magnús. Hvemig var félagslífið úti í Hollandi? Nú lifnar yfir Magnúsi þegar á það er minnst og segir „Við fórum nánast út um hverja einustu helgi. Það voru tvö sveitadiskó þama rétt hjá og oftast var skipst á að fara á annan hvom staðinn. Stundum skruppum við líka í borg rétt hjá sem er á stærð við Reykja- vík, en þar var ég einnig í skóla. Þar var hellingur af börum, diskótekum og fleira. Þegar við fómm þangað þá má eiginlega segja að ég hafi lært að drekka bjór. Allt áfengi er svo ódýrt þama úti að fólk drekkur það allt öðm- vísi heldur en hér heima. Það var til dæmis mjög algengt að við vinimír fæmm út í matvöruverslun og keyptum kassa af bjór, kæmum okkur svo ein- hvers staðar fyrir, settumst niður og spjallað mikið. Hér í Eyjum drekka krakkar frekar til að finna áhrifin og em yfirleitt blindfull, en úti þá er þetta mik'lu meiri regla heldur en hér. En ég gerði mikió meira en aó læra að drekka bjór, þú mátt ekki misskilja mig. Eg var á fullu í tennis í ca. tvo til þrjá mánuði, þá fór ég í karate í þrjá mánuði og loks endaði ég á því að æfa í ekta hollensku sporti sem nefnist „Korfbal." Hann er eiginlega mjög líkur körfubolta fyrir utan það að þú mátt ekki hlaupa með boltann né skoppa honum. Þú keppir meó bolta á stærð við fótbolta og snertingarem ekki leyfðar." Hvað er eftirminnilegast við ferðina? „Allt,“ segir Magnús og bætir við, „ég lenti til dæmis í margskonar hrakningum á þessu fjárans hjóli mínu. Hjólið var mesti skratti sem ég hef nokkum tímann komist í kynni við. Svo var það líka að fyrst þá kunni ég ekkert að hjóla eftir þessum svokölluðu reglum þeirra varðandi það hvar og hvemig maður ætti að hjóla. Maður má t.d. ekki hjóla alls staðarþar sem manni langar eins og t.d. úti á götu eða uppi á gangstétt. Ég varð til dæmis að passa mig á því að vera alltaf á sama kantinum á hjólastígnum því annars fékk maður hatursfullt augnaráð frá þeim sem kom á móti eða jafnvel til- raun til að berja í mann. Einu sinni reyndi ég að stytta mér leið en í sömu andrá og ég reyndi það kom karl að mér og reyndi að berja í mig. Ég mátti hafa mig allan við til að sleppa frá honum og það vár sjálfsagt í eina skiptió sem helv.. hjólið lét að stjóm. Annars em Hollendingar mjög kurteisir og heilsa yfirleitt þótt þeir þekki þig ekki. Annað eftirminnilegt atriði var það þegar ég var á leið í Parísarferð á vegum ASSE. Viku áður fékk ég blóðeitmn í aðra löppina og var kominn með svartar rendur um frá ökklum upp á mið læri. Á mánudegi fer ég upp á sjúkrahús og læknir þar stakk á þetta og þá vall út þessi líka mikla útferð. Ég var síðan orðinn góður þegar ég hélt í ferðina á föstudeginum, sem betur fer því til- hlökkunin var mikil. Einnig var ein vikan frekar skemmtileg en það var þegar ég fór í starfskynningu til föðursins í vatnsveituna á vegum skólans. Þá fékk ég fyrst að kynnast landinu og var úti um allt Friesland að grafa og gera við vatnslagnir. Það sem gerði það líka eftirminnilegt var að þegar maður var að gera við eitthvað hjá fólki þá var það svo vinalegt, alltaf að bjóða manni inn í kaffi og þess háttar “ Gekk þér vel að læra málió? „Hollenskan var rosalega erfió fyrstu mánuðina sem ég var staddur þama enda talaði ég bara ensku til að byrja með. Svo var það ekki fyrr en á af- mælinu mínu 6. nóvember sl. að ég fór að læra málið. Tildrögin voru þau að það kom í veisluna mína íslenskur skiptinemi sem var staddur skammt frá mér og hann kunni hollenskuna mjög vel enda talaði hann einungis hollensku. Þá ákváðu foreldrar mínir að hér eftir yrði aðeins töluð hollenska við mig nema í brýnustu neyð. Þá byrjaði ég að læra og í janúar gat ég orðið bjargað mér í tungumálinu. Þegaf ég gat þaö þá komst ég að því hvers ég hafði farið á mis við. Ég fylgdist betur með því sem gerðist í kringum mig og einnig náöi ég betra sambandi við vini mína,“ sagði Magnús að lokum. Inga Hrönn Guðlaugsdóttir og Birkir Agnarsson áttu stelpu þann 19. júlí sl. Stúlkan vóg 15 merkur og var 53 cm. á lengd. Ljósmóðir Drífa Björnsdóttir. Jónína Helga Jónsdóttir og Halldór Pálsson eignuðust dreng þann 17. júlí sl. Drengurinn vóg 15 merkur og var 53 cm. lengd. Ljósmóðir Drífa Björnsdóttir. /Etlaröu aö vera á I>jóðhátíð? Hvernlg ■ íst þér á dagskrána? Hvernig verður veðrið á hátíðinni? Vilborg Gísladóttir Steingrímur Jóhannesson. Kútur Snorrason og Gunnar Geir Gústafsson Haraldur Bergvinsson Arnar Pétursson Já, ég býstvið því.’ ‘Eg er ekki búin aó skoða hana, ég býst við að hún sé svona hefðbundin. Það er Týs þjóðhátíð og ég býst við að það verði eins og í dag. (sól og blíða.) Að sjálfsögðu. Okkur líst bara vel á hljómsveitimar, topphljómsveitir. Sól og blíða á Týs þjóðhátíð. Já, að sjálfsögöu. Pottþétt, frábæfar hljómsveitir. Það verður æðislegt, alltaf sól. Myndir og texti: Hrafn Sævalds. Auðvitað ætla ég að vera á þjóðhátíóinni. Bara vel. Það verður sól og blíða eins og alltaf á'Týs þjóðhátíð. Já, auðvitað. ‘Eg hef ekki hugmynd um hvemig hún er. Rigning eins og alltaf hjá Týrurunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.