Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2007, Side 15

Skessuhorn - 05.09.2007, Side 15
15 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER Séð niður að Andakílsárvirkjun, starfsmenn Orkuveitunnar ræða málin í lagnaskurðinum. Úttekt á afréttar­ girðingum Byggðaráð Borgarbyggðar hefur falið dreifbýlisfulltrúum sveitar­ félagsins í samráði við formenn afréttanefnda að gera úttekt á afréttargirðingum í sveitarfélaginu. Sigurjón Jóhanns son, annar dreifbýlisfulltrúi Borgar byggðar, sagði í samtali við Skessuhorn að úttektin hefði enn ekki farið fram. „Að mínu viti felst úttekt í því að fara með girðingum og athuga með ástand þeirra og slíkt er mikið verk. Á sumum stöðum er einnig erfitt að komast að, vegna þess hvernig landið liggur. En við vitum hvar eru engar girðingar en aðrar þarf sem sagt að skoða.“ Aðspurður sagði Sigurjón ekki vita hvort af þessu yrði í haust. „Nú eru göngur og réttir að hefjast og fólk til sveita upptekið af haustverkunum, þannig að ég veit ekki hvort nokkur tími gefst til að skoða þessi girðingamál núna,“ sagði Sigurjón. bgk Allan Fall til Skallagríms Körfuknattleiksdeild Skalla­ gríms hefur samið við 26 ára gamlan leikstjórnanda frá Frakklandi, Allan Fall um að leika með úrvalsdeildarliðinu í vetur. Fall er 182 cm og 77 kg. Hann hefur leikið nokkuð víða, m.a. í Frakklandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og Belgíu en hann spilaði síðast með belgíska annarrardeildarliðinu BS Calfontaine. Fall var með 11,4 stig að meðaltali í leik í fyrra, 5,6 stoðsendingar og 3,1 frákast. Það er mikill fengur fyrir Skallagrím að fá þennan leikstjórnanda til liðsins og mun án efa hjálpa liðinu á komandi leiktíð. Með komu Falls verður leikmannahópur Skallagríms fullmótaður en deildin hefst fimmtudaginn 11. október. hög Andakílsárfoss nýtur sín sem aldrei fyrr Óvenju mikið hefur verið í Andakílsárfossi undanfarið. Ekki fer mikið fyrir þeim fossi dagsdaglega eða síðan áin var virkjuð rétt eftir stríð. Þennan nýfundna vatnsflaum má að hluta til útskýra með nokkru vatnsveðri sem hefur gengið yfir undanfarna daga, en haldbetri skýring er sú að nú er unnið að endurnýjun annarrar tveggja æða Andakílsárvirkjunar og hefur vatni því verið hleypt á ánna og slökkt á virkjuninni á meðan. Gamla þrýstivatnspípan var komin nokkuð til ára sinna, en hún var byggð 1947 og er járnspengd trélögn svipuð að byggingu og síldartunnur frá sama tíma. Skessuhorn greindi nýlega frá því að olíuflutningabíll frá Olíudreifingu festist ofan á þessari æð í lok ágúst svo að leki kom að lögninni. Tankbíllinn var þá að fylla á tæki sem voru við undirbúning upptektar þessarar sömu lagnar, svo skaðinn reyndist minni en við fyrstu sýn virtist. Borgarverk ehf. sér um framkvæmd lagnaskiptanna og gengur framkvæmdin vel. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur er stefnt að því að nýja lögnin verði tekin í notkun í þessum mánuði. Undanfarnar tvær vikur hefur verið slökkt á vélum Andakílsárvirkjunar vegna framkvæmdanna og er sá tími notaður til árlegs viðhalds á vélakosti virkjunarinnar. Af þeim sökum hefur öllu vatni verið veitt í Andakílsá og er þetta því upplagt tækifæri til þess að virða fyrir sér Andakílsárfoss sem sjaldan fær að njóta sín, en víst mætti telja að einhverjir myndu mótmæla í dag ef til stæði að virkja slíkan foss. Þó skal nefna fyrir þá sem hafa hug á að líta á fossinn að betra er að koma að honum vestanmegin frá, því jarðrask er nokkuð af framkvæmdinni og sennilega er það ekki vinsælt eða æskilegt að fólk sé að klöngrast yfir skurð þann sem lögnin nýja á að fara í. Hægt er að komast að fossinum með því að ganga yfir hitaveitubrúna rétt fyrir neðan virkjunina eða frá Hreppslaug. hög Andakílsárfoss. Starfsmenn Borgarverks ehf. eru komnir vel á veg með undirvinnu fyrir lögnina.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.