Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2008, Side 6

Skessuhorn - 16.01.2008, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16 . JANÚAR Í helg ar blaði DV, um síð ustu helgi, ná kvæm lega, var rætt við for- svars menn ný stofn aðs fé lags sem ef mér skjöplast ekki heit ir Fé lag ís- lenskra ras ista, skamm staf að FÍR. Þessi skamm stöf un á ekki illa við því af mynd um þeim sem birt ust með frétt inni að dæma sam anstend ur fé- lags skap ur þessi af mjög sér stök um fýr um með sér stakt á huga mál. Ef mér skjöplast ekki aft ur þá er fé lag þetta með lög heim ili sitt og varn ar- þing á Suð ur nesj um og ekki nema gott eitt um þau nes að segja. Eins og nafn fé lags ins bend ir til eru helstu mark mið fé lags ins að berj ast gegn inn rás út lend inga inn í þetta á gæta land og al mennt gegn er lend um á hrif um á ís lenska þjóð- menn ingu sem og blönd un ís lenska kyn stofns ins við fólk af öðru þjóð- erni og í öðr um lit um. Þeir fýr ar kalla sig með öðr um orð um þjóð- ern is sinna sem ég dreg reynd ar í efa að sé rétt nefni en það er svosem ekki mitt að dæma um það. Ég neita því ekki að mér þyk- ir fyrr nefnd ur máls stað ur vond- ur enda dreg ég ekki dul á að ég hef á kveðna for dóma gagn vart for- dóm um. Hins veg ar hef ég haft þá stefnu að virða skoð an ir ann- arra þótt þær sem bæði vit laus- ar og vond ar. Ég geri þó þá kröfu að menn fylgi sinni sann fær ingu af heil um hug og standi og falli með því sem þeir trúa á. Í þessu til felli er tví skinn ung ur- inn aft ur á móti það gegn sær að ég á mjög erfitt með að sýna ný stofn- uðu fé lagi þá lotn ingu sem fé lags- menn telja sig vænt an lega eiga skil- ið. Í fyrsta lagi tel ég að Suð ur nesja- menn ættu manna síst að agn ú ast út í út lend inga þar sem ég veit ekki bet ur en að út lend ing ar hafi átt stór an þátt í að halda uppi hag vexti á Suð ur nesj um síð ustu ára tugi. Í öðru lagi hlýt ur það að telj ast eðli leg krafa á þá sem vilja hreint ís- lenskt þjóð fé lag að þeir séu sæmi- lega talandi á ís lensku. Því hefðu þeir fýr ar kannski átt að velja sér ís lenskara heiti á sína starf semi en ras isma sem er jafn út lenskt og þeir sem fé lag inu er beint gegn. Í þriðja lagi, og það sem er sínu al var leg ast, er að á fyrr nefnd um mynd um í fyrr nefndu blaði voru ras ista strákling arn ir með hund (sem er kannski skráð ur í fé lag ið) og ekki fór á milli mála að seppi er af er lendu kyni. Labrador nán ar til- tek ið. Væru þeir FÍR fé lag ar heil- ir í því sem þeir eru að gera þá hefðu þeir feng ið til liðs við sig ís lensk an smala hund með hring að skott! Vera kann að þörf sé á sér stök um ras ista fé lög um en ég hygg að það sé jafn vel enn meiri þörf fyr ir sér- stök rass skella fé lög sem hafi það að mark miði að hirta pöru pilta af því tagi sem hér er frá sagt. Gísli Ein ars son, ung menna fé lagi. Pistill Gísla Af fé lags mál um Gatna mót in, hús næði Vega gerð ar inn ar í bak sýn. „ Þessi á kvörð un er í and stöðu við íbúa á neðri Skag an um og það er ó skilj an legt að bæj ar stjórn Akra- ness skuli mæla með starf semi þessa fyr ir tæk is,“ seg ir Guð mund ur Sig- ur björns son, íbúi á neðri Skaga, um þá á kvörð un bæj ar stjórn ar Akra- ness að gera ekki at huga semd ir við til lög ur Heil brigð is eft ir lits Vest ur- lands um að starfs leyfi Lauga fisks á Akra nesi verði end ur nýj að. Bæj ar- stjórn á kvað þetta á fundi sín um 8. jan ú ar sl. Þó ít rek aði bæj ar stjórn þá skoð un sína að Lauga fiski bæri að fara í einu og öllu að sett um starfs- leyfis kröf um og skil mál um. Leyf- ið er gef ið út til fjög urra ára í senn en get ur ver ið til end ur skoð un ar og upp sagn ar hvenær sem er á samn- ings tím an um. Guð mund ur Sig ur björns son seg- ir að í bú ar muni mót mæla á kvörð- un inni harð lega en á síð asta ári var bæj ar stjóra af hent ar 602 und ir- skrift ir íbúa sem mót mæltu lykt ar- meng un frá Lauga fiski og kröfð ust úr bóta. Í bú arn ir telja að starf sem in stang ist á við lög um holl ustu hætti og meng un ar varn ir. „Eins og ég hef marg sagt er út í hött að bæj ar yf ir- völd skuli þrá ast við að hafa þetta fyr ir tæki inni í í búa byggð þar sem eng in tækni er til stað ar sem eyð- ir þess ari ó lykt,“ seg ir Guð mund ur. „Þó hef ur ým is legt ver ið reynt, til dæm is að dæla ó songasi inn í þurrk- klef ana, en það þarf ekki nema að fara á vef um hverf is stofn un ar til þess að sjá að óson í mikl um mæli er hrein lega skað legt heilsu manna. Auk þess borg ar Lauga fisk ur hvorki að stöðu- né fast eigna gjöld á Akra- nesi þar sem fyr ir tæk ið er skráð að Laug um í Þing eyj ar sýslu og Akra- nes kaup stað ur yrði ekki af út svars- tekj um þótt starf sem in yrði færð á Grund ar tanga svæð ið eða á Höfða- sel eins og við höf um ít rek að lagt til. Á stand ið er ó þol andi eins og það er. Það hef ur leitt til lægra fast- eigna verðs hér á neðri Skaga. Mað- ur þarf að marg þvo sama þvott inn og get ur ekki haft opna glugga þeg- ar vind átt in er ó hag stæð.“ Á fundi bæj ar stjórn ar í gær sátu tveir bæj ar full trú ar af níu hjá í at kvæða greiðsl unni um starf- semi Lauga fisks. Karen Jóns dótt- ir, bæj ar full trúi Frjáls lynda flokks- ins, lagði fram bók un þar sem hún sagð ist hafa gert form lega at huga- semd við aug lýst starfs leyfi Lauga- fisks og því gæti hún ekki greitt at- kvæði með til lög unni. Hrönn Rík- harðs dótt ir, bæj ar full trúi Sam fylk- ing ar inn ar, sagð ist skilja á hyggj- ur og gagn rýni ná granna fyr ir tæk- is ins vegna við var andi lykt ar meng- un ar. Hins veg ar bæri að geta þess að fyr ir tæk ið skap aði á þriðja tug starfs manna at vinnu. „Það er skoð- un mín að fyr ir tæk inu skuli veitt skil yrt starfs leyfi og það sæti mjög ströng um skil yrð um um lykt ar- lausa fram leiðslu. Jafn framt verði skoð að ir mögu leik ar á því að flytja fyr ir tæk ið inn an bæj ar fé lags ins án í þyngj andi af leið inga eða á hrifa,“ sagði Hrönn Rík harðs dótt ir. sók Að stand end ur hluta fé lags- ins Langa sands ehf. hafa fulla trú á að þeir geti haf ið fram kvæmd- ir við bygg ingu nýs hót els á Akra- nesi í vor. Sam kvæmt að al skipu lagi á þetta nýja hót el að rísa á reit sem er milli fyrstu braut ar golf vall ar ins og skóg rækt ar inn ar í Garða lundi. Á form að er að bygg ing in verði 3600 fer metr ar á tveim ur og þrem- ur hæð um að hluta. Her bergi verða 65 tals ins en á ætl að er að bygg ing hót els ins taki heilt ár. Þrír ein stak ling ar standa að Langa sandi ehf. Það eru þeir Eg ill Ragn ars son, Guð jón Theo dórs son og Ragn ar Már Ragn ars son. Ragn- ar Már sagði í sam tali við Skessu- horn að fjár mögn un væri lok ið og bjart sýni ríkti bæði með al eig enda Langa sands og fjár festa um góða mögu leika varð andi rekst ur hót els á Skag an um. Mark aðs könn un hefði leitt það í ljós, enda vant aði hót el á Akra nes. Ragn ar seg ir að hönn un hót els ins sé kom in langt á veg og verði lok ið þeg ar ferli vegna nýs að al skipu lags Akra ness lýk ur, vænt an lega í mars- mán uði. Þeir Langa sands menn séu þeg ar farn ir að leita til boða í verk ið og hafi nú þeg ar feng ið í það fjög- ur til boð sem ver ið er að vinna úr. Ragn ar Már varð ist frétta um á ætl- að an kostn að vegna hót el bygg ing- ar inn ar. þá Borg ar verk bauð lægst í gatna mót í Borg ar nesi Síð ast lið inn mið viku dag var skrif að und ir samn ing við Borg ar- verk ehf. um gerð nýrra gatna móta hring veg ar ins og Borg ar braut ar í Borg ar nesi (við Hyrn una). Verk- inu þarf að vera að mestu lok ið 1. júní, áður en sum ar um ferð in byrj- ar. Hjá leið verð ur not uð með an á fram kvæmd um stend ur og mun hún liggja með fram Olís og upp á Borg ar braut milli Vega gerð ar- húss ins og BM Vallár. Út boðskafl- inn er um 400 metr ar, 100 metr ar á hring vegi og 300 metr ar á Borg ar- braut, auk um 100 metra hjá leið ar. Hluti verks ins er gerð nýrr ar frá- veitu lagn ar og end ur nýj un hita- og vatns lagna fyr ir Orku veitu Reykja- vík ur á þessu svæði. Fyrsta á fanga verks ins skal lok ið 15. apr íl en verk- lok eiga að vera eigi síð ar en 1. júlí. Að sögn Guð mund ar Inga Waage hjá Vega gerð inni verð ur um ferð að vera kom in á nýja veg inn ekki síð- ar en 1. júní nk., áður en sum ar- um ferð in hefst. Kostn að ar á ætl- un Vega gerð ar inn ar hljóð aði upp á 91.340.215. Auk Borg ar verks, sem var næst kostn að ar á ætl un með til- boð upp á 93.508.000, bauð Þrótt- ur ehf rúm ar 109 millj ón ir og JBH vél ar - Tryggvi Sæ munds son - Hey fang sf. en þeirra til boð hljóð- aði upp á rúm ar 107 millj ón ir. bgk Á mynd inni má sjá hjá leið ina sem not uð verð ur með an fram kvæmd ir eru í gangi við nýju gatna mót in á móts við Hyrn una í Borg ar nesi. Teikn ing: Vega gerð in. Þrí vídd ar teikn ing af vænt an legu hót eli við Garða lund. Byrj að á nýju hót eli Langa sands í vor Starfs leyfi Lauga fisks end ur nýj að ­ í bú ar á neðri Skaga ó sátt ir

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.