Skessuhorn - 10.06.2009, Page 3
Þjóðhátíð á Akranesi 2009
Dagskrá hátíðarhalda á 17. júní á Akranesi
Akraneskaupstaður óskar Skagamönnum
og landsmönnum öllum gleðilegrar
þjóðhátíðar!
10:00-12:00 Þjóðlegur morgunn á Safnasvæðinu
Byrjaðu þjóðhátíðardaginn með fjölskyldunni á Safnasvæðinu í léttri og
þjóðlegri stemningu. Stundum er erfitt að bíða eftir því að allt fjörið hefjist á
17. júní og því tilvalið að taka forskot á skemmtilegan dag og mæta á
Safnasvæðið!
Andlitsmálun, blöðrur og þjóðhátíðarnammi.
Þjóðlegt morgunkaffi - sannkallaður "Þjóðhátíðarbröns" í Garðakaffi.
Opið og ókeypis á öll söfnin - Allir hvattir til að mæta í þjóðbúningum - þeir
sem mæta í þjóðbúningi fá sérstakan glaðning!
13:00 Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar.
Ræða nýstúdents - Sigurmon Hartmann Sigurðsson.
Kammerkór Akraness syngur.
Minnt er á kaffisölu Kirkjunefndar í safnaðarheimilinu Vinaminni frá kl. 14:30
til 17:00.
13:30 Skrúðganga á Akratorg
Gangan fer frá Tónlistarskólanum við Dalbraut 1 kl. 13:30 en gengið verður
niður Kirkjubraut og á Akratorg, þar sem dagskrá þjóðhátíðardagsins fer fram
að þessu sinni. Skólahljómsveit Akraness fer fyrir göngunni og leikur nokkur
lög þegar komið er á Akratorg.
14:00 Hátíðardagskrá á Akratorgi
Fánahylling
Ávarp bæjarstjóra - Gísli S. Einarsson
Ávarp fjallkonu - Guðrún Dögg Rúnarsdóttir
Hátíðarræða dagsins - Guðfinna Rúnarsdóttir
Fjölbreytt fjölskylduskemmtun á Akratorgi
Að lokinni hátíðardagskrá verður boðið upp á fjölbreytta fjölskylduskemmtun
á torginu þar sem fram koma m.a. Kristín Þóra Jóhannsdóttir, sigurvegari í
Söngvakeppni framhaldsskólanna, blúshljómsveitin Ferlegheit, dansarar frá
Mangó Stúdíó o.fl. o.fl.
Hoppkastalar, andlitsmálun, leikir og skemmtun!
14:30 - 17:00 Kaffisala í safnaðarheimilinu Vinaminni
Kaffisala í safnaðarheimilinu Vinaminni á vegum Kirkjunefndar Akraneskirkju.
Glæsilegt kökuhlaðborð!
Þjóðhátíðardagurinn verður viðburðaríkur á Akranesi í ár.
Hátíðin fer fram með hefðbundnu sniði en aðalhátíðin verður
að þessu sinni haldin á Akratorgi. Kynntu þér dagskrána og
taktu virkan þátt í þessum skemmtilegasta degi ársins!
Meðal dagskrárliða má nefna:
Ekki missa af frábærri
dagskrá á 17. júní!
Dagskráin á 17. júní miðar að því
að fjölskyldan finni öll eitthvað
við sitt hæfi. Kynntu þér
dagskrána vel og taktu virkan
þátt í skemmtilegri þjóðhátíð!
Sjáumst hress á 17. júní!
17. júní 2009
Nánari dagskrá hátíðarhalda á þjóð-
hátíðardaginn 17. júní 2009 verður
dreift í öll hús á Akranesi á næstu
dögum. Kynnið ykkur dagskrána og takið
virkan þátt í skemmtilegum degi!