Skessuhorn - 30.01.2013, Blaðsíða 7
Nú er þjóðráð að vera með í kynningu á Vesturlandi!
Ákveðið hefur verið að gefa út ímyndarblað fyrir Vesturland. Auk venjubundinnar dreifingar
Skessuhorns verður því einnig dreift með Morgunblaðinu miðvikudaginn 20. febrúar nk. Sérstök
áhersla verður lögð á atvinnulíf á Vesturlandi og að laða fram jákvæðar nýjungar, styrkleika og sóknarfæri
landshlutans. Markhópar blaðsins eru annars vegar fyrirtæki sem hugsanlega vilja flytja starfsemi sína á
Vesturland og hins vegar einstaklingar sem hingað gætu hugsað sér að flytja búferlum.
Samstarfsaðilar Skessuhorns í þessu verkefni eru Vaxtarsamningur Vesturlands, Faxaflóahafnir,
Norðurál og Spölur, en þrjú þessara fyrirtækja fagna 15 ára afmæli um þessar mundir. Kynning verður
m.a. á öllum sveitarfélögum á Vesturlandi og styrkleikum þeirra.
Gert er ráð fyrir að blaðið verði 64 síður í hefðbundnu dagblaðabroti. Samanlögð dreifing með
Morgunblaðinu og til kaupenda Skessuhorns er um 35 þúsund eintök.
Þeir sem vilja nýta tækifærið og auglýsa í þessu blaði er bent á að hafa samband og leggja inn pöntun
hjá markaðsdeild Skessuhorns í síma 433-5500 eða senda tölvupóst á palina@skessuhorn.is fyrir
6. febrúar nk. Athygli er vakin á því að um takmarkað auglýsingapláss er að ræða.
www.skessuhorn.is
Starfsfólk Skessuhorns
Ímyndarblað um
Vesturland gefið út
20. febrúar 2013