Gaflari - 03.07.2014, Blaðsíða 2

Gaflari - 03.07.2014, Blaðsíða 2
2 - gafl ari.is FRÉTTIR „Þessi áform komu mér mjög á óvart eins og flestum öðrum. Það lítur frekar gamaldags út að ætla að flytja stofnun sem þessa í heilu lagi á brott en mér er auðvitað umhugað um hvaða áhrif það hefur í Hafnar- firði að svo fjölmennum vinnustað í bæjarfélaginu verði lokað,” segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, í samtali við Gaflarann. „Það var fagnaðarefni þegar Fiskistofa flutti starfsemi sína í bæinn fyrir átta árum því svo fjölmennum vinnustað fylgja ýmis samlegðaráhrif. Þótt ekki sé um almenna þjónustustofnun fyrir bæjar- búa að ræða þá starfa hjá stofnuninni tíu Hafnfirðingar og annað starfsfólk sækir ýmsa þjónustu og verslun í bæjarfélaginu.“ Áformin mikil vonbrigði Rósa sagði málið vissulega ekki vera í höndum Hafnarfjarðarbæjar en mikilvægt væri að láta í ljós óánægju með gang mála. „Jú, ég geri mér grein fyrir því að bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar hefur ekki ákvörðunarvald í þessu efni en við lýsum vissulega yfir mikl- um vonbrigðum með þessi áform. Störfum á vegum hins opinbera hefur fækkað verulega í bænum á undan- förnum árum, einkum þegar starf- seminni á St. Jósefsspítala var hætt á einu bretti og mikil óvissa ríkir um Sýslumannsembættið. Þetta er óá- sættanlegt.“ Búið er að auglýsa stöðu bæj- arstjóra og voru gerðar voru athugasemdir við tengingu á ráðn- ingu fjármálastjóra og mannauðs- stjóra bæjarins við þessa ráðningu. Er málið í réttum farvegi og hverj- ar eru væntingar þínar til þessa? „Já, okkur þótti eðlilegra að nýr bæjar- stjóri hefði aðkomu að ráðningu í þau störf og gagnrýndum reyndar að störfin skyldu auglýst laus til um- sóknar svo skömmu fyrir kosningar. En umsóknarfrestur um bæjarstjóra- starfið er til og með 13. júlí og vænti ég þess að fjöldi góðra umsókna ber- ist. Þetta er án efa skemmtilegt starf og verkefnin framundan fjölbreytt og krefjandi.“ Lesa má viðtalið við Rósu í heild sinni á gaflari.is. FRÉTTIR Skemmtikvöld Lollu og Steina með Bingóívafi sam- anstendur af uppistandi, upp- lestri, leikþáttum, tónlist, gríni og glensi. Þau Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Þorsteinn Guðmunds- son ætla í sumar að ferðast um nágrannabæi Reykjavíkur og skemmta bæjarbúum. Þau hefja leikinn í Bæjarbíói næsta fimmtu- dagskvöld kl. 22:00 Ekki missa af hláturskasti sumarsins! FRÉTTIR Hafnarfjarðarbær aug- lýsir eftir bæjarstjóra í fyrsta sinn Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir öflugum aðila í starf bæjarstjóra. Þetta er í fyrsta sinn sem starf bæjarstjóra er auglýst en hingað til hafa pólitískt kjörnir fulltrúar setið í bæjarstjórastólnum, nú síðast Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ þá er starf- svið bæjarstjórans viðamikið og felst meðal annars í því að hafa yfirumsjón með starfsemi bæjarfélagsins og annast fram- kvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn og bæjarráð taka, skipuleggja og undirbúa dagskrá funda, sitja fundi bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra ráða og nefnda eftir atvikum og er fram- kvæmdastjóri og æðsti yfirmað- ur starfsfólks sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rennur út 13. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar á hafnarfjordur.is. Hláturinn lengir lífið! Hver verður næsti bæjar- stjóri? Menntamálaráðuneyti í fýlu? FRÉTTIR Kvikmyndasafn Íslands sýnir ekki kvikmyndir í Bæjarbíói veturinn 2014 – 15. Þetta kemur fram í bréfi frá Menntamálaráðuneytinu. Þar segir einnig að sýningarvélar verði teknar úr sambandi, myndvarpinn fjarlægður en sýningartjaldið standi eftir. Náist ekki samkomulag um sýningar Kvikmynda- safnsins að ári þurfi hugsanlega að meta þær endurbætur sem safnið hefur gert á Bæjarbíói til verðs og gjalda eins og það er orðað í bréfinu. Kvikmyndasafn Íslands hefur haft umráð yfir Bæjarbíói frá því árið 1997. Hafnarfjarðarbær ákvað hins vegar að auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum með það í huga að nýta húsið betur en áður hafði ver- ið gert samfara því að Kvikmynda- safnið héldi áfram sínum sýningar- dögum. Rekstur bíósins var boðinn út og gekk Hafnarfjarðarbær til samninga við Menningar- og lista- félag Hafnarfjarðar um rekstur hússins í ár í tilraunarskyni. Þetta nýja fyrirkomulag virðist ekki hugnast Menntamálaráðuneytinu og segir í bréfi þess að best sé fyrir bæinn að vera óbundinn af samningi við Kvikmyndasafnið á meðan á tilrauninni standi. Ráu- neytið leggur til að þráðurinn verði tekinn upp í samningarviðræðum eigi síðar en í mars til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að kvikmyndasýningar á vegum Kvik- myndasafnsins verði aftur teknar upp veturinn 2016. Erum á Facebook: Skottsala í Firði í bílakjallaranum í Firði laugardaginn 5. júlí Opið frá 12.00 til 16.00 Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup „Gamaldags að flytja stofnun sem þessa í heilu lagi á brott“

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.