Gaflari - 03.07.2014, Page 4
4 - gafl ari.is
Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir & Kári Freyr Þórðarson
(ritstjorn@gaflari.is) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök
Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: auglysingar@gaflari.is
Bætti 31 árs
gamalt met
móður sinnar
Frjálsíþróttakonan efnilega Þór-
dís Eva Steinsdóttir úr FH heldur
áfram að slá hvert Íslandsmetið af
fætur öðru. Í síðustu viku gerði hún
sér lítið fyrir og bætti fjögur met.
Þórdís Eva bætti Íslandsmetið í
300 metra grindahlaupi í flokki 15
ára á tímanum 43,50 en þetta er
einnig aldursflokkamet í flokkum
14- 22 ára. Þórdís Eva, sem er að-
eins 14 ára gömul, bætti svo 31 ára
gamalt stúlknamet í 800 metra
hlaupi á tímanum 2:14 mín. Fyrra
metið átti Súsanna Helgadóttir
en Súsanna er móðir Þórdísar Evu.
Þórdís Eva var langt í frá að vera
hætt því hún setti stúlknamet í
300 metra hlaupi og stökk 8 cm
yfir stúlknameti í þrístökki en því
miður var meðvindurinn yfir leyfi-
legum mörkum þar sem hann var
2,2 en má vera 2,0. Það er því ljóst
að Hafnfirðingar sem og aðrir geta
búist við að sjá mikið af þessari
glæsilegu frjálsíþróttakonu.
Ég er í sjokki.
Þegar maður bíð-
ur í fimm tíma á
bráðamóttökunni á
Borgarspítalanum
eftir aðstoð með
slasaðan strák eftir fótboltaleik þá
er maður í áfalli. Við erum einfaldlega
fáliðuð sagði þolinmóður en jafnframt
þreytulegur hjúkrunarfræðingurinn
og svo virtist sem Dave, bandaríski
læknirinn sem staddur er hér á landi
sökum einlægs áhuga á landi og þjóð,
væri eini læknirinn á vakt. Alls staðar
var fólk að bíða, háir sem lágir, lítið
meiddir sem meira slasaðir, m.a.s.
þeir sem komu inn bakdyramegin með
sjúkrabíl eða þyrlu. Mig hefur sjaldan
eða aldrei langað eins mikið til að láta
í mér heyra en ég varð sem lömuð.
Maður getur ekkert sagt í þessum
aðstæðum, maður verður bara bljúg-
ur og skammast sín fyrir að vera með
eitthvað vesen, enda þetta ástand
ekki starfsfólki bráðamóttökunnar
að kenna. Þetta er náttúrulega ekki
hægt.
Svo varð mér um og ó þegar hinn
framtennti Luis Suárez opnaði
skyndilega túlann og beit hinn ítalska
Chiellini í síðasta leik í milliriðlinum á
HM. Í raun krossbrá mér því ég hafði
ekki hugmynd um, þrátt fyrir að vera
heitur Liverpool aðdáandi, þennan
ávana kauða að bíta andstæðinginn
í leik. Hinn fótfrái Suárez hefur nefni-
lega aldrei heillað mig – enda man ég
vel þegar ég tók þá ákvörðun, stödd á
leik Brasilíu og Skotlands í milliriðlin-
um á HM í Malagaborg 1982, að hvorki
salsa né suðuramerískur fótbolti væri
eitthvað fyrir mig. En nú veit ég s.s. allt
um þennan lágvaxna Úrugvæja sem
hræðist víst svo fátæktina í gamla
heimalandinu að hann missir sig á
ögurstundu. Suárez gerir greinilega
allt fyrir frægðina og því sem henni
fylgir. Og hann gerir líka allt fyrir
ástina.
Og talandi um ástina. Ég var
einmitt minnt á það í vikunni hversu
öflugt þetta efnahvarf, ástin, er.
Elskuleg vinkona mín austur á Héraði
datt í lukkupottinn og hreppti stóra
vinninginn í ástarlottói lífsins og nú
hreiðrar hún sig um eins og hæna
(hún er ekki lengur ungi) í ástarhreiðr-
inu og nýtur lífsins. Ástin sigrar nefni-
lega allt, líka fjarveru, fjarlægðir og
jafnvel agalega mikinn aldursmun.
Ástin lifir að eilífu.
Erla Ragnarsdóttir
Ástin lifir að eilífu
Leiðari ritstjórnar Gaflarans
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
2
5
9
5
Tekist á um ráðningarferli fjármála-
og mannauðsstjóra í bæjarráði
FRÉTTIR Bæjarráð kom saman í
síðustu viku, en í bæjarráði sitja
fimm bæjarfulltrúar, þau Rósa
Guðbjartsdóttir, formaður, Krist-
inn Andersen, Guðlaug Kristjáns-
dóttir, Gunnar Axel Axelsson og
Adda María Jóhannsdóttir. Guðrún
Ágústa Guðmundsdóttir, fyrrver-
andi bæjarstjóri, situr í bæjarráði
sem áheyrnarfulltrúi. Á fundin-
um var m.a. samþykkt að auglýsa
stöðu bæjarstjóra og samið hefur
verið við ráðningarstofuna Hag-
vang um ráðningarferlið. Bæjarráð
samþykkti einnig að fela Kristjáni
Sturlusyni, sviðsstjóra, að gegna
embætti bæjarstjóra þar til nýr
bæjarstjóri hefur störf, en gera má
ráð fyrir að ráðning bæjarstjóra
liggi fyrir um næstu mánaðamótin.
Á fundinum var einnig farið yfir
endurfjármögnun lána Hafnar-
fjarðarbæjar. Fulltrúi HF verð-
bréfa mætti á fundinn og fór yfir
minnisblað varðandi mögulegan
gjaldeyrisskiptasamning fyrir
Hafnarfjarðarbæ í samræmi við
heimild Seðlabanka Íslands og var
Kristjáni Sturlusyni, sviðsstjóra,
falið að vinna áfram að málinu.
Bæjarráð fól síðan lögmanni bæj-
arins að fylgja eftir máli bæjarins
vegna forkaupsréttar bæjarins á
skipa og aflaheimildum Stálskipa
og var sviðsstjóra falið að ýta á
eftir svörum um málið hjá atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Ekki eðlilegt að ráðningarferli
sé stöðvað
Á fundi bæjarráðs var einnig
farið yfir ráðningarferli vegna
ráðningar fjármálastjóra og
mannauðsstjóra. Meirihlutinn
lagði til að nýjum bæjarstjóra yrði
gefið tækifæri til að koma að mót-
un skipulags stjórnsýslu bæjarins
og því væri mikilvægt að fresta
ráðningum í störf fjármála- og
mannauðsstjóra bæjarins fram
yfir ráðningu nýs bæjarstjóra.
Þessu mótmælti minnihlutinn og
lögðu fulltrúar Samfylkingar og
áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna
fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Samfylkingar og VG
í bæjarráði telja ekki eðlilegt að
ráðningarferli fjármálastjóra og
mannauðsstjóra sé stöðvað án
viðhlítandi skýringa og benda á að
það er hlutverk lýðræðislega kjör-
innar bæjarstjórnar og bæjarráðs
að móta skipulag stjórnsýslu bæj-
arins í samræmi við gildandi lög.
Ólíkt öðrum starfsmönnum og
embættismönnum sveitarfélags-
ins er bæjarstjóri ráðinn tímabund-
inni ráðningu, sem skal samkvæmt
lögum að jafnaði miðast við kjör-
tímabil. Það er því ekki eðlilegt að
tengja ráðningu hans við ráðningu
annarra lykilstarfsmanna sveitar-
félagsins sem samkvæmt gildandi
samþykktum eru ekki skipaðir af
bæjarstjórn.”
Nefndir og ráð bæjarins
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórn-
ar var haldinn á dögunum. Þar var
kosið í hinar ýmsu nefndir og ráð á
vegum bæjarins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð
skipa þau Helga Ingólfsdóttir, for-
maður, Kristinn Andersen, Guðlaug
Kristjánsdóttir, Friðþjófur Helgi
Karlsson og Eyrún Ósk Jónsdótt-
ir. Í fjölskylduráði sitja Guðlaug
Kristjánsdóttir, formaður, Helga
Ingólfsdóttir, Kristín Thoroddsen,
Guðrún Ágústa Guðmundsdótt-
ir og Ómar Ásbjörn Óskarsson.
Í Skipulags- og byggingaráði er
Ólafur Ingi Tómasson formaður,
en auk hans sitja þau Borghildur
Sturludóttir, Pétur Óskarsson,
Ófeigur Friðriksson og Júlíus Andri
Þórðarson í ráðinu. Og í fræðslu-
ráði sitja þau Rósa Guðbjartsdótt-
ir, formaður, Einar Birkir Einarsson,
Helga Björg Arnardóttir, Elva Dögg
Ásudóttir Kristinsdóttir og Mar-
grét Gauja Magnúsdóttir. Nánari
upplýsingar um nefndir og ráð bæj-
arins má finna á hafnarfjordur.is.