Gaflari - 03.07.2014, Qupperneq 6

Gaflari - 03.07.2014, Qupperneq 6
6 - gafl ari.is „Strákar eru miklu „fattlegri“ en stelpur“ Síðastliðið haust frumsýndi Gafl- araleikhúsið leikritið Unglingurinn. Helga Kristín Gilsdóttir sá leikritið sem var svo skemmtilegt að hún varð hreinlega að fá að kynnast strákunum tveimur sem eru potturinn og pann- an í þessari leiksýningu betur. Þeir eru allt í öllu, skipulögðu sýninguna, sömdu leikritið og leika. Unglingurinn fjallar, eins og titillinn ber með sér, um unglinga, samskipti þeirra á milli, samskipti á milli unglinga og foreldra, tungutak unglinga og eiginlega bara allt sem unglingar geta mögulega verið að velta fyrir sér. Strákarnir tveir í heita Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnars- son og þeir eru gaflarar vikunnar. Helga Kristín hitti þessa efnilegu syni Hafnarfjarðar í Hellisgerði fyrir nokkrum dögum. Óli Gunnar og Arnór eru á fimmt- ánda og sextánda ári og hafa lifað og hrærst í leiklist frá unga aldri. Óli Gunnar er í Öldutúnsskóla en Arnór var í Setbergsskóla. Þeir eru báðir fæddir og uppaldir í Hafnarfirði og æfa báðir fótbolta með FH. Þeir eru frændur og hafa verið vinir frá því þeir muna eftir sér. Mikill heiður að vera tilnefndir til Grímuverðlaunanna Á vordögum var sýningin Ung- lingurinn tilnefnd til Grímuverðlaun- anna í tveimur flokkum, sem barna- sýning ársins og sprotasýning ársins. Frændurnir eru ákaflega stoltir og ánægðir með tilnefningarnar. „Þetta er bara ótrúlega mikill heiður og seg- ir okkur að fólk í leikhúsheiminum hefur tekið eftir því sem við erum að gera,“ segir Óli Gunnar. Og sýn- ingin hefur vakið athygli víðar en á Íslandi því Óli og Arnór eru nýkomnir heim úr sýningaferð til Noregs þar sem þeir settu leikritið upp á fjórum stöðum. „Þetta var alveg frábær ferð og við lærðum mikið enda þurftum við að redda ýmsum hlutum þar sem einhver misskilningur hafði orðið á hvaða tækjabúnað við þyrftum og við þurftum að vera fljótir að hugsa en þetta hafðist að lokum og í stað- inn fyrir að sýna í kirkju sýndum við í kjallaranum á kirkjunni,“ segir Arnór og brosir og bætir svo við „ en það var alveg rosalega vel tekið á móti okkur. Við gistum hjá Íslendingum búsettum í Noregi og þeir eiga allir hrós skilið fyrir góðar móttökur og að við vorum saddir allan tímann – það er afrek út af fyrir sig.“ En landvinningar þeirra frænda virðist rétt vera að byrja því þeir hafa verið valdir til að taka þátt í samnorrænni listahátíð sem haldin er á Norðurlöndunum í júlí. „Við verð- um dálítið mikið á ferðalagi í sumar því fyrst förum við til Portúgal með fótboltanum og stoppum svo heima í nokkra daga og ferðumst svo um Norðurlöndin. Við Arnór erum ekki saman í hóp þannig að við hittumst bara á lokahátíðinni, það verður skrýtið að vera án hans enda erum við alltaf saman í Unglingnum“ segir Óli og Arnór bætir við „en við höfum örugglega bara gott af því að taka frí hvor frá öðrum.“ Nánari upplýsingar um listahátíðina má finna hér: http:// nordiclight2014.com/ „Ég kann ágætlega við leik- stjórann en mamma getur verið þreytandi“ Þeir segja að hugmyndin að leik- ritinu hafi að nokkru leyti kviknað þegar þeir fylgdust með pabba Óla, Gunnari Helgasyni, leikstýra leikritinu Alvöru menn. Þá hafi þeir áttað sig á að þá langaði til að skrifa leikrit. Þeir fóru að líta í kringum sig til að leita að hugmyndum en komust svo að því að efniviðurinn var beint fyrir fram- an nefið á þeim alla daga í skólanum. Þeir byrjuðu því á að fara í skólann með eitt verkefni fyrir hvern dag t.d. að pæla í stelpum einn daginn, strák- um hinn daginn og kennurum þriðja daginn. Og pældu bara í öllu sem viðkemur þessum hópum, klæðnaði, talsmáta, samskiptum o.þ.h.. Í maí 2013 áttu þeir svo að kynna vorsýn- ingu Listdansskóla Hafnarfjarðar og þurftu að gera handrit að henni og voru komnir í góðan gír með að skrifa. Þann drifkraft nýttu þeir síðan til að klára handritið að Unglinginum. Þegar það var tilbúið kynntu þeir það fyrir Gaflarleikhúsinu sem leist vel á verkið og í framhaldinu var ákveðið að setja leikritið upp. Björk Jakobs- dóttir var ráðin leikstjóri, hún er reyndar mamma Óla, en hann reynir að líta á hana sem leikstjóra en ekki mömmu sína. „Ég kann ágætlega við leikstjórann, en mamma getur nú stundum verið þreytandi enda er ég unglingur og á þeim árum á ungling- um að finnast mamma sín þreytandi.“ „Meira stuð í neðri liðunum heldur en í A og B liðum“ Arnór og Óli eru sammála um að vel hafi gengið að samræma skól- ann og leiklistina. „Þetta er einfalt, skólinn hefur forgang og það skilja það allir sem vinna að leiksýningunni,“ segir Arnór og Óli bætir við: „En við vorum oft rosa þreyttir á föstudags- morgnum eftir sýningu kvöldinu áður og erfitt að koma sér af stað en kennararnir eru alveg skilningsríkir.“ Strákarnir æfa báðir fótbolta með 3. flokki hjá FH. „Við þurfum kannski að sleppa æfingu einu sinni til tvisvar í viku og því er alveg eðlilegt að mað- ur fari úr B liði niður í C, við skiljum það alveg,“ segir Óli og Arnór bætir við: „Pabbi hans Óla fer eiginlega alltaf með sem fararstjóri þegar við förum á mót og hann er búinn að stúd- era að það sé miklu meira stuð í neðri liðunum heldur en í A og B liðum, í C og D liðunum séu strákarnir sem hafi húmorinn, þannig að við erum sáttir í okkar C liði enda erum við í fótbolta til að hafa gaman og fótbolti er alger snilld.“ En finnst ykkur þetta ekkert erfitt? Nú eruð þið bara tveir á sviðinu allan tímann og mikið sem gengur á. „Þetta er eiginlega erfiðara en að spila fót- boltaleik, sérstaklega fyrir hlé, þá erum við alveg á fullu að hlaupa og kýla. Og svo er það senan sem við erum í slow motion – hún er rosalega vel heppnuð en alveg svakalega erf- ið,“ segir Arnór. Átti kærustu í 3. bekk sem hætti með honum af því að annar í bekknum var með síðara hár Þeir félagar eru sammála um að þeir finni fyrir aukinni athygli. „Við verðum alveg varir við að fólk þekki okkur en það er bara gaman og við erum búnir að kynnast alveg ótrú- lega mikið af skemmtilegu fólki síðan við byrjuðum með sýninguna. En stelpurnar? Nei við eigum ekki kærustur. Ég hef aldrei átt kærustu, en Óli átti einu sinni kærustu í 3. bekk, en hún hætti með honum af því það var annar strákur í bekk með þeim sem var með síðara hár en Óli og henni fannst það flottara,“ segir Arn- ór og Óli bætir við að hann hafi jafnað sig fljótt á því og var farinn út að leika síðar um daginn. „Enda getum við al- veg sagt krökkum það að sambönd sem byrja í miðdeild munu ekki end- ast,“ segir Óli og hlær. Þeir eru líka sammála um það að þessi aukna athygli hafi leitt til þess að fleiri hafi skoðun á því hvernig þeir eru og því sem þeir gera. „Við t.d. fáum ráð frá fullt af fólki út í bæ og við höfum líka fengið ábendingu um að sýna leikritið aldrei aftur. Ég held nú að sá gæji hafi verið eitthvað bitur,“ segir Arnór og Óli tekur undir: „En við hlustum ekki á eitthvað diss frá bitru fólki.“ Arnór segir hins vegar að þeir félagar vilji vera góðar fyrirmyndir. „Við leggjum okkur fram við að vera jákvæðir og heilbrigðir enda gætum við aldrei sinnt skóla, æft fótbolta og sýnt leikritið ef við værum í einhverju rugli,“ segir Arnór alvarlegur. „Strákar eru miklu „fattlegri“ en stelpur“ En nú er mikið talað um í leikritinu að stelpur séu óskiljanlegar – hvað með ykkur, skiljið þið stelpur eftir að hafa pælt svona mikið í þeim? „Nei

x

Gaflari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.