Gaflari - 03.07.2014, Qupperneq 8
8 - gafl ari.is
Menntun? Er með B.ed. próf frá Háskól-
anum á Akureyri. Hef lokið 60 einingum
í M.ed. námi.
Hvaða bók er á náttborðinu? Bókin
Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur. Þarf að
fara að gefa mér tíma til að byrja á henni.
Les helst svona reyfara.
Eftirlætis kvikmyndin? Þær eru svo
margar. Er mikill kvikmyndaáhugamað-
ur. Schindler´s List er t.d. mjög ofarlega
á blaði. Af nýlegum myndum get ég t.d.
nefnt Vonarstræti og Fault in our Stars.
Playlistinn í ræktinni? Er einn af þeim
sem finnur alltaf afsakanir til að fara
ekki í ræktina en þar sem ég ætla að
taka 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í
ágúst þá þarf ég nú að fara að drífa mig
af stað. En ef ég hlusta á eitthvað þá
er það á meistara Ragnar Bjarnason.
Enginn sem kemur manni betur í gang en
sá mikli stórsöngvari.
Hvers vegna Hafnarfjörður? Hef alla
tíð búið úti á landi og þegar kom að því
að flytja á höfuðborgarsvæðið þá að
sjálfsögðu varð Hafnarfjörður fyrir
valinu enda einstaklega vinalegur bær,
miðbær og höfn og allir þekkja alla.
Yndislegur bær.
Eftirlætismaturinn? Er mikill fisk-
maður, það er ekkert sem toppar
þorskhnakka að hætti Sigurborgar
Geirdal.
Eftirlætis heimilisverkið? Strauja. Þar
sem ég er alltaf í jakka þá strauja ég bara
framhliðina og þarf ekkert að vesenast
með ermar og brot og svoleiðis vesen.
Tekur enga stund.
Helstu áhugamál? Samvera með fjöl-
skyldunni, ferðast um Ísland, stjórnmál
og kvikmyndir.
Það sem gefur lífinu gildi? Fjölskyldan,
hamingjan og húmor.
Í sumar ætla ég? Hafa það ótrúlega
notalegt með fjölskyldunni. Ferðast um
landið og einnig njóta þess að vera með
minni yndislegu konu, syni og stjúpdætr-
um á Nönnustígnum í Hafnarfirði.
Hvers vegna skólastjóri? Það er ótrú-
lega gefandi og skemmtilegt starf.
Það eru forréttindi að fá að vinna með
börnum og fullorðnum. Skólastjóri þarf
að leita leiða til að samþætta ólík sjón-
armið og fá alla til að stefna í sömu átt,
hvort sem það eru nemendur, starfs-
menn eða foreldrar.
Skemmtilegast við starfið? Fjöl-
breytileikinn.
Erfiðast við starfið? Það er í raun allt
skemmtilegt en það getur tekið hressi-
lega á þegar álagið verður mikið.
Skondin saga úr vinnunni? Margar
skemmtilegar sögur úr vinnunni. Ein ný-
leg gerðist nú á vordögum þegar ég fór
með nokkra nemendur úr 1. og 2. bekk
um skólann. Vorum að fara í stofur og
skoða hvort að reglur væru sýnilegar. Ég
á það til að vera hvatvís og fer stundum
fram úr sjálfum mér. Geng um gangana
með tíu 6 og 7 ára kríli á eftir mér. Kem
að stofu 106 og í stað þess að banka þá
opna ég hurðina og auðvitað rjúka krílin
inn í stofuna. Sé þá að þar inni er hjúkr-
unarfræðingurinn með kynfræðslu
fyrir nemendur í 9. bekk og myndefnið
á tjaldinu var vægast sagt, já, myndrænt.
Náði að smala krökkunum út á mettíma
og held þau hafi ekki skaðast af þessari
sýningu. Ég fékk allavega engin símtöl
frá foreldrum.
Síðasta smsið og frá hverjum eða til?
Frá Halldóru systur en það hljómaði
svona? Pabbi ætlar aftur að hlaupa,
kemur þú ekki með? (og er þá að vísa
hvort ég ætli ekki að taka þátt í Reykja-
víkurmaraþoninu).
Síðasti facebook status? Er mjög
virkur á fésbókinni. Síðasta status var
um ferðalag um Norðurland og hljóm-
ar svona: Kominn heim á Nönnustíg
eftir yndislegt ferðalag norður í land.
Akureyri - Stórutjarnir - hvala- og fugla-
skoðun á Húsavík - göngutúr og Jónsa-
búð á Grenivík - Dalvík - Ólafsfjörður
- Siglufjörður - Hofsós - Sauðárkrókur.
Frábært að gista hjá Nonna bróður á
Stórutjörnum og yndislegt að vera í
Lónkoti í Skagafirði. Er frekar steikt-
ur í andlitinu eftir ferðina enda norð-
lenska sólin heitari en sú sunnlenska,
það er bara þannig. Já og við fórum
oft að veiða í þessari ferð og á meðan
sú sæta mokaði inn þorskum, JGG tók
kola og marhnúta, Víðir Jökull náði í
nokkra marhnúta og krossfisk og Mar-
ía og Óðinn tóku sitt þá sat ég uppi með
minnsta fisk sem hefur veiðst á stöng.
Og ég sem á að heita sjóarinn í hópnum.
Skemmtilegt.
Á föstudagskvöldið var ég? Heima
með konunni minn að slappa af eftir
ferðalagið. Ná upp eitthvað af þeim
sjónvarpsþáttum sem við ,,misstum“ af
í ferðalaginu.
Auglýsingasími Gaflara
544 2100
auglysingar@gaflari.is
TILVERAN
KÍKT Í KAFFI Valdimar Víðisson er utan að landi en hefur svo sannarlega skotið
rótum í Hafnarfirði. Hann er skólastjóri í Öldutúnsskóla þar sem hann stjórnar
skólanum á faglegan en skemmtilegan hátt. Hann á það t.d. til að segja foreldrum
og nemendum skemmtilegar sögur úr eigin lífi við sérstök tækifæri og það fellur
svo sannarlega í kramið.
Er einn af þeim sem finnur alltaf
afsakanir til að fara ekki í ræktina
GAFLARI MÆLIR MEÐ...
Í SPILARANUM
Bókasafninu. Þar
sem margir inni-
dagar virðast vera
framundan er
upplagt að ná sér
í góða bók, dvd- mynd eða tónlist til að
hlusta á. Svo er líka óskaplega notalegt
að setjast þar niður, kíkja í dagblöðin,
Alt for damerne og fá sér kaffisopa.
Ekki skemmir fyrir að börnin una sér
vel á meðan við að handfjatla litríkar
bækurnar í barnadeildinni. Bókasafnið
er opið alla virka daga frá kl. 10-19.
L i t r í k u m
regnkápum. Ef
til vill verður litur-
inn á regnfötun-
um þínum það
eina sem verður sumarlegt í sumar,
hver veit? Í gulum, rauðum, grænum
regnkápum – eins og regnbogi meist-
arans, verður þetta kannski aðeins
betra.
Silja Úlfarsdótt ir,
einkaþjálfari, er í sum-
arfríi þessa dagana
og þvælist m.a. um
sveitir suðurlands.
Silja segir að það sé erfi tt að fara í
frí svona yfi r mitt sumarið á meðan
allir helstu íþrótt amenn landsins eru
á fullu í sinni iðkun og vilja æfa og
styrkja sig um leið.
Silja segir tónlistarsmekk sinn
einfaldan. „ Ég veit ekki hvort ég á að
þora að segja frá þessu en það dugar
mér að setja bara MTV á og þá er ég
glöð“ segir Silja hlæjandi. „Ég er svo
mikill unglingur, ég þarf alltaf að hafa
eitt hvað stuð í kringum mig.“ Silja er
mikill aðdáandi Beyoncé og er þessi
danstýpa. „Nýjasta æðið mitt er svona
afrískt R&B tónlist, ég mæli t.d. með
tónlistarmanninum OCD Fuse – öll
lögin með honum fi nnst mér æði, sér-
staklega Dangerous Love. Ég get ekki
hlustað á róleg lög – ég þarf helst að
dilla mér, alveg eins og þegar ég borða
góðan mat þá dilla ég mér.“
Silja skorar á
Hildi Erlingsdótt ur,
stórvinkonu sína og
starfsmann Flugfé-
lags Íslands að opna
plötuskápinn sinn.