Gaflari - 03.07.2014, Page 11
gafl ari.is - 11
Allir saman nú...
Plastpokalaus Hafnarfjörður
Hafnarfjarðarbær stendur fyrir átaki sem miðar að því að draga úr
notkun innkaupapoka úr plasti í Hafnarfirð. Af því tilefni verður fjölnota
innkaupapokum dreift á hvert hafnfirskt heimili haustið 2014 ásamt
rúllu af ruslapokum, svokölluðum maíspokum, en þeir brotna niður í
náttúrunni á mun skemmri tíma en venjulegir innkaupapokar úr plasti.
Það er von okkar að íbúar og fyrirtæki í Hafnarfirði taki höndum saman
um að hætta notkun innkaupapoka úr plasti.
Þau fyrirtæki sem vilja gerast samstarfsaðilar Hafnarfjarðarbæjar
í þessu átaki eru hvött til að hafa samband við Helgu Stefánsdóttur
með því að senda tölvupóst á helgas@hafnarfjordur.is.
www.hafnarfjordur.is