Gaflari - 03.07.2014, Síða 12
12 - gafl ari.is
Kristján Gauti
Emilsson
Kristján Gauti Emilsson var valinn
leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar-
innar þegar FH sigraði Fram 4-0.
Kristján Gauti skoraði tvö mörk í
leiknum og er þar með orðinn marka-
hæsti leikmaður deildarinnar, ásamt
fj órum öðrum, og hefur skorað fi mm
mörk það sem af er móti. Kristján
Gauti stendur upp úr.
„Við Kristján Gauti
höfum verið bestu
vinir síðan við vorum
10 ára. Æfðum saman
fótbolta í FH og snemma var ljóst
að hann ætt i eft ir að ná langt. Það er
alltaf gaman að vera í kringum hann
enda stutt í grínið hjá honum. Krist-
ján er einn fyndnasti maður sem ég
þekki. Eitt er þó óþolandi við hann og
það er að hann er góður í öllu. Það er
enginn fullkominn en hann kemst ansi
nálægt því.“
Bjarki Benediktsson, vinur Kristjáns
Gauta
„Kristján Gauti er
frábær strákur sem
við foreldrar hans og
systkini erum stolt
af. Hann er traustur, metnaðarfullur,
rétt sýnn og tilbúinn til að leggja mikið
á sig til að ná sínum markmiðum. Það
er gaman að heyra hann taka lagið
á píanóið og hann á góða og trausta
vini sem eru honum mikils virði. Hann
er mikill FH-ingur og Jólabarn með
stórum staf, „Ég hlakka svo til“ er t.d.
vinatónninn hans allan ársins hring,
enda alltaf ótrúlega stutt í næstu jól.“
Ellý Erlingsdótt ir, móðir Kristjáns
Gauta
Gísli H. Guðlaugsson,
verðandi bæjarstjóri?
Föstudagskvöld eru
vanalega kósykvöld hjá
okkur en fyrst þarf ég að skila dótt urinni
af mér. Hún verður í æfi ngabúðum með
U-18 í körfu á Flúðum. Brasilía vs Kólu-
mbía er svo algjört möst.
Á laugardagsmorgun fer ég líklega
út að æfa fyrir Reykjavíkurmarþon-
ið. Mamma kemur í kaffi eins og alla
Laugardagsmorgna og er það orðið
ómissandi. Ætli við kíkjum ekki svo á
skott söluna í Firðinum. Þá er það HM,
grill og kvöldganga með hundana.
Sunnudagurinn byrjar á morgungöngu
með hundana, síðan er það hlaupaæf-
ing. Við heimsækjum foreldra mína eða
konunnar eða báða, sækjum svo dótt ur-
ina og dagurinn endar á að fara að sofa
kl 22 því það er crossfi tæfi ng kl 5:50 á
mánudagsmorgun.
Eyrún Ósk Jónsdótt ir,
leikstjóri og rithöfun-
dur
Við fj ölskyldan förum í
sumarbústað í Úthlíð í Biskupstungum.
Við erum áhugafólk um sundlaugar og
heitar laugar og planið er að kíkja í nýja
laug hvern dag. Ég ætla að halda áfram
að vera dugleg að fara út að hlaupa,
hef farið út að hlaupa alla daga í
júní og fyrstu vikuna í júlí, fyrir utan
tvo. Hér er sko verið að taka á því.
Við borðum örugglega yfir okkur
af grillmat. Ég grilla líka frábæra
eftirrétti, banana með súkku-
laði, döðlur með kryddostum og
sykurpúða með súkkulaðikexi.
Ég tek tölvuna með mér og skrifa
eitthvað og síðan ætla ég kyrja vel,
en ég er búddatrúar og mér finnst
alltaf sérstaklega gott að kyrja úti
í náttúrunni.
STENDUR UPP ÚR
HELGIN MÍN
Útsalan er hafin
20 – 50% afsláttur
– í miðbæ Hafnarfjarðar
Útsalan
er hafin
Sjón er
sögu ríkari
Vertu litrík í sumar
Sumarútsalan er
hafin í Dalakofanum
Laugardaginn 5. júlí verður lifandi
laugardagur í Firði og miðbæ
Hafnarfjarðar. Skottsalan verður á
sínum stað og milli klukkan 13 og
15 mun Grillmarkaðurinn Firði bjóða
upp á pylsur og hamborgara til að
seðja svanga maga.
Komdu og gerðu
frábær kaup
á útsölunni
Útsalan
er byrjuð
Skottsala, pylsur
og hamborgarar
Lifandi
laugardagu
r
KOMIÐ OG GERIÐ
FRÁBÆR KAUP!
SUMARÚTSALAN
ER HAFIN HJÁ OKKUR