Gaflari - 02.10.2014, Blaðsíða 4

Gaflari - 02.10.2014, Blaðsíða 4
4 - gafl ari.is Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir (ritstjorn@gaflari.is) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: auglysingar@gaflari. Undanfarið hef ég verið frekar upptekin af ýmiskonar frös- um sem mér finnast jákvæðir og hafa góð áhrif á líðan mína og hugarfar. Einn uppáhaldsfrasinn minn þessa dagana er: „Hamingjan er hér og nú”. Mér finnst hann virka þokkalega vel fyrir mig enda minnir hann mig á að bíða ekki eftir ham- ingjunni og gleðinni - þið vitið þessu: „Þegar ég verð búin að léttast um 10 kíló þá...” heldur að njóta líðandi stundar. Í sumar þegar ég leit t.d. út um gluggann á hvern rigningardaginn á fætur öðrum fannst mér gott að að gjóa augunum á bollann góða sem skartar þessari áletrun. Þrátt fyrir frasann góða verð ég að viðurkenna að stundum fann ég pirringinn yfir veðrinu læsa klónum í hnakkadrambið á mér. En þá þrástarði ég bara enn fastar á bollann góða. Og þar sem mér finnst gott að sjá hlutina myndrænt fyrir mér ímyndaði ég mér stundum þegar svona stóð á að ég væri köttur sem ríghéldi sér með klónum í trjástofn en væri við það að renna niður og ef hann liti upp sæi hann förin eftir klærnar svona eins og í teiknimynd... og já lundin léttist. Undanfarið hef ég rekið augun í hverja greinina á eftir annarri þar sem fólk stígur fram og segir frá ömurlegum högum sínum, segir frá að það hafi ekki ráð á að kaupa mat fyrir börnin sín eða sjá þeim fyrir þeim nauðsynjum sem flestum okkar þykir sjálfsagðar. Í Gaflaranum í dag er t.d. sagt frá því að 324 séu á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Mikið skelfingar ósköp hlýtur það að vera ömurleg tilfinning að eiga hvorki fyrir mat né húsaskjóli og allt í einu fór ég að hugsa um hvort svona jákvæðnisfrasar eins og „Hamingjan er hér og nú” fari í manngreinarálit og hvort þeir séu kannski verkfæri þeirra betur stæðu til að gera minna fyrir þá sem búa við neyð. Er kannski gott að geta falið sig á bak við frasa og sagt við þá sem minna mega sín: „Æi, hættu nú þessu væli og mundu að hamingjan er hér og nú“. Hvernig í ósköpunum er hægt að njóta líðandi stundar og vera hamingjusamur þegar fólk á ekki fyrir salti í grautinn sinn í bókstaflegri merkingu? En þá poppar upp frasinn sem segir að það sé „alltaf hægt að finna eitthvað til að gleðjast yfir.“ En við hversu lítið á fólk að sætta sig og hversu langt á að ganga í Pollýönnu leiknum – verðum við ekki bara að horfast í augu við það að það er engin hamingja fólgin í því að eiga ekki fyrir nauðsynjum, bretta upp ermar og gera eitthvað í þessu í stað þess að fela okkur á bak við frasana? Alda Áskelsdóttir Eru hamingjufrasar bara fyrir forréttindahópa? Leiðari ritstjórnar Gaflarans „Betra fótboltaliðið vinnur á laugardaginn“ FÓTBOLTI Úrslitaleikur Pepsídeildar- innar árið 2014 fer fram í Kaplakrika á laugardaginn en þá tekur FH á móti Stjörnunni í hreinum úrslitaleik. Aðeins tveimur stigum munar á þessum liðum og FH-ingum dugar því jafntefli. Óhætt er að segja að spennustigið í Krikanum sé í hámarki þessa dagana enda Íslandsmeistaratitillinn í húfi. „ Já, það er auvitað mikil spenna fyrir þennan leik. Þetta er stórviðburður, það er ekki hægt að segja annað,“ seg- ir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildarinnar.“ En leikurinn leggst vel í mig. Ég átti reyndar ekki von á að þetta myndi spilast svona, ég átti von á fleiri liðum í toppbarátt- unni. En ég er mjög ánægður með mína menn, allir eru heilir og ég treysti þeim fullkomlega.“ Hvað mun ráða úrslitum á laugar- daginn? „Betra fótboltaliðið vinnur – það ræður úrslitum. Og við erum ein- faldlega betri.“ FH-ingar hafa gefið út með hvaða hætti miðasölu verði háttað fyrir leikinn og gera þeir sér vonir um að áhorfendametið á leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu ,sem er orðið 43 ára gamalt , verði slegið. Nú er því lag fyrir Hafnfirðinga að fjölmenna á völl- inn, allir sem einn. Sjá nánari upplýsingar um fyrirkomulag miðasölu á fh.is. Íslandsmeistaratitlinum hefur ávallt verið vel fagnað í Krikanum.

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.