Gaflari - 02.10.2014, Page 9

Gaflari - 02.10.2014, Page 9
gafl ari.is - 9 enda meiri möguleikar á að sigrast á meininu og ná fullum bata. „Ég held að í fyrstu hafi ég bara fengið taugaáfall og mín fyrsta spurning var hvort ég væri að fara að deyja enda hef ég alltaf verið einstak- lega heilsuhraust. Mér var sagt að lík- ur á fullum bata væru um 60% og ég var strax ákveðin í að vera í þeim hópi.“ Val á milli lífs og dauða En næstu dagar á eftir voru erfiðir hjá Sirrý, í fyrsta lagi var henni kippt út úr sínu daglega lífi og sett í einangrun og gat lítið hitt börnin sín tvö sem tók verulega á. Í öðru lagi gat hún ekki farið ófrísk í gegnum þá krabbameinsmeð- ferð sem hennar beið og fóstureyðing var því það sem blasti við þeim hjónum á þessum erfiðu tímum. „Valið stóð á milli þess að ég lifði eða barnið sem ég gekk með og þetta var mikill tilf- inningarússíbani, bæði sárt og erfitt. Ég upplifði mikla vanmáttarkennd þessa daga. Að vera ekki til staðar fyr- ir börnin mín sem voru að byrja skóla á þessum tíma, geta ekki gert og græjað allt sem þurfti og þá sá ég hvað það er mikið sem maður er alltaf að stússast, svona smáir hlutir. Á þessu tímabili mæddi mikið á manninum mínum og hann nánast kominn í 150% starf við að sinna mér og öllu í kringum okkur en með hjálp vinkvenna minna reddaðist þetta nú allt saman.“ Eftir þessi tíðindi voru fram- tíðarplönin heldur betur breytt og framundan var ströng lyfjameðferð hér heima og svo mergskipti í Svíþjóð. Sirrý var svo heppin að standa frammi fyrir þeim lúxusvanda að geta valið á milli bræðra sinna sem báðir voru hæfir merggjafar. Á þessum tíma voru aðstæður betri hjá Bjarna Þór og því varð úr að hann gaf henni merg. Ein- ar Geir var þó með í för og áttu þau systkinin góðan tíma saman í Svíþjóð þrátt fyrir einkennilegar aðstæður. „Þetta var mjög skrýtið allt saman, ég var að fara í mergskipti á sama tíma og mamma var mjög veik hér heima og ofsalega erfitt að geta ekki verið til staðar fyrir hana. Við systkinin nýtt- um tímann vel í Svíþjóð og urðum enn nánari fyrir vikið.“ Strunsað áfram á sterum Sirrý dvaldist í Svíþjóð frá miðjum jan- úar 2009 og fram í maí. Hún fékk íbúð í Stokkhólmi og inn á milli voru ágætir dagar og börnin tvö gátu heimsótt mömmu sína sem og vinkonur Sirrýj- ar. „Vinkonur mínar komu í tveimur hollum til mín og voru búnar að búa sig undir að vera með mér í veikindunum, en þegar þær komu var ég búin að fá vænan skammt af sterum og var svo fjallhress að þær áttu fullt fangi með að fylgja mér eftir. Ég strunsaði með þær í eftirdragi á milli búðanna í Stokkhólmi og þær voru undrandi á allri þessari orku sem ég hafði.“ Þegar Sirrý kom heim í maí var mamma hennar orðin mjög veik og lést hún 24. júní 2009. „ Í dag finnst mér erfitt að skilja hvernig ég komst í gegn- um þetta tímabil og eftir á sé ég að ég var sjálf mjög veik á þessum tíma. En það virðist vera að líkaminn gefi manni eitthvað aukalega til að klára svona daga. Ég held t.d. að ég sé núna fyrst að ná að vinna úr þessu áfalli.“ Ljósið gaf mér von Eftir andlát móður sinnar lauk Sirrý meistaranámi í hárgreiðslu þrátt fyrir að vera enn í krabbameinsmeðferð ásamt því að stofna hárgreiðslustofu og selja hárkollur og höfuðföt. „Allt þetta gerði ég í sterakasti en þetta var of mikið og ég þurfti að hægja á mér. Ég hætti því með hárgreiðslustofuna og fór að einbeita mér að því að ná bata. Áður en ég fór til Svíþjóðar í mergskiptin sótti ég mikið í Ljósið og fór að gera hluti sem ég hafði aldrei gefið mér tíma til að gera. Þar hitti ég fólk sem hafði gengið í gegnum svip- aða hluti og ég og það gaf mér mikla von. Ég áttaði mig á að minn bati var undir mér kominn og ég hafði um tvær leiðir að velja, að fara upp eða niður, ég valdi að fara upp og er enn á þeirri leið.“ Glímir enn við aukaverkanir Í dag má segja að Sirrý sé læknuð af krabbameininu en hún glímir enn við aukaverkanir af meðferðunum. Breytingaskeiðið hefur látið á sér kræla nokkrum árum á undan áætlun og augnþurrkur og stirðleiki í liðum er eitthvað sem Sirrý glímir við á hverjum degi. Hún hefur þó komist í kynni við einstaklega góða nær- ingarblöndu og finnur mikinn mun á orku sinni og bættri líðan almennt. Þrátt fyrir áföll undanfarinna ára stendur Sirrý upprétt og segir það ekki síst að þakka eiginmanni sínum og fjölskyldu. Þau hjónin starfa bæði með Krafti, stuðningshópi fyrir ungt fólk sem glímir við krabbamein og eru í svokölluðu stuðningsneti. „ Á sínum tíma gaf það mér mikinn styrk að heyra sögur annarra, í dag er ég kominn á þann stað að ég get veitt fólki stuðning líkt og mér var veittur stuðningur í mínum veikindum. Það er mér mikilvægt að finna að það sé einhver tilgangur með öllu því sem við höfum gengið í gegnum síðast- liðin ár og ég finn að ég hef miklu að miðla og það hefur styrkt sam- band okkar Einars að miðla þessari reynslu.“ Í dag lítur Sirrý björtum augum til framtíðarinnar. Í haust hóf hún nám í kennslufræðum iðngreina ásamt því að starfa við hársnyrtingu í hlutastarfi á Línu lokkafínu. Þá hefur Sirrý setið í stjórn Krafts undanfarin tvö ár og kom m.a. að skipulagningu styrktartónleika sem haldnir voru nú fyrir skemmstu. Tilgangur tónleikanna var að safna fé í neyðarsjóð Krafts og tókust tónleikarnir vonum framar. Sirrý ásamt foreldrum sínum Helgu Bjarnadóttur, Einari Þorgeirssyni og tvíbura- bræðrunum Bjarna Þór og Einari Geir.

x

Gaflari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.