Gaflari - 02.10.2014, Side 10

Gaflari - 02.10.2014, Side 10
10 - gafl ari.is Menntun? Diplóma í stjórnun menntastofnanna, er að skrifa meist- araverkefnið mitt um streitu í starfi leik- skólastjóra og útskrifast næsta sumar úr meistaranáminu. Hvaða bók er á náttborðinu? Það eru nokkrar bækur á náttborðinu tengt hlut- verki stjórnenda og streitu í starfi. Ein þeirra heitir The Truth About Burnout. Eftirlætis kvikmyndin? Schindler‘s List. Playlistinn í ræktinni? Hann er lítið í notkun en stendur til að bæta úr því og fara í Hress aftur. Hvers vegna Hafnarfjörður? Hef alltaf KÍKT Í KAFFI Leikskólinn Álfaberg átti fjögurra ára afmæli á dögunum og var því fagnað með stöðvavinnu og skemmtilegu uppábroti um morguninn. Á Álfabergi eru fimm deildir og þar fer fram öflugt starf þar sem lögð er áhersla á að búa börnin undir áskoranir og verkefni daglegs lífs og hjálpa þeim að láta sér líða vel í oft á tíðum flóknum aðstæðum. Álfaberg er í Norðurbænum og er leikskólinn til húsa í Víðistaðaskóla í Engidal. Þar stýrir Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir af hjartans lyst. Gaflarinn kíkti í kaffi til Lilju Kolbrúnar. Alltaf gaman að mæta í vinnuna Auglýsingasími Gaflara 544 2100 auglysingar@gaflari.is TILVERAN búið hér og mun gera áfram, einfaldlega besti staðurinn. Eftirlætismaturinn? Humar og nóg af hvítlauki og góðri sósu með. Eftirlætis heimilisverkið: Ætli það sé ekki að ryksuga. Helstu áhugamál? Leikhús, lestur góðra bóka og svo finnst mér mjög skemmtilegt að ferðast. Það sem gefur lífinu gildi? Að vera hraustur og rækta fjölskyldu og vini. Í vetur ætla ég… við á Álfabergi ætl- um að huga sérstaklega vel að læsi í leikskólastarfi þar sem það er hluti af þróunarverkefni sem við erum að vinna tengt snemmtækri íhlutun. Einnig ætl- um við að kynna okkur Orkustjórnun og halda áfram að stuðla að góðum Nánari upplýsingar á www.hafnarfjordur.is VILTU VERA MEÐ SÖLUHÚS Í JÓLAÞORPINU? VIÐGERÐIR FYRIR ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG SUÐURHRAUNI 2 GARÐABÆ SÍMI 554 4060 versus@simnet.is finndu okkur á facebook starfsanda sem hefur verið hjá okkur hingað til. Hvers vegna leikskólakennari? Ég fór að vinna eftir stúdentspróf og fékk vinnu í leikskóla. Fann mjög fljótt að þetta starf átti vel við mig og þá var ekki aftur snúið og ég skellti mér í leikskóla- kennaranám. Skemmtilegast við starfið? Fjöl- breytnin er mikil og á hver dagur býður upp á eitthvað nýtt, spennandi og krefj- andi. Góðir samstarfsfélagar spilla ekki fyrir og það er alltaf gaman að mæta í vinnuna. Einnig gefa börnin endalaust af sér og það er aldrei lognmolla í kringum þau. Erfiðast við starfið? Þegar okkur vant- ar fólk til starfa. Einnig verða verkefnin oft svo mörg að erfiðlega gengur að vinna úr þeim öllum og aldrei er nægur tími. Skondin saga úr vinnunni? Ætli það sé ekki þegar ég lenti í símahrekk hjá Audda Blö og Pétri Jóhanni. Pétur Jó- hann lék þar mann sem hét Tong og vildi koma börnunum sínum þremur til mín í leikskólann og borga mér pening fyrir að taka þau. Það var mikið hlegið að þessu í leikskólanum. Síðasta sms-ið og frá hverjum? „flott“ frá Betty vinkonu minni eftir að ég til- kynnti henni að hún ætti að koma í mat til mín. Síðasti facebook status? Ég deildi myndum af leikskólabörnunum mín- um frá Handverksheimili Hrafnistu en þau fara þangað vikulega og vinna að skemmtilegum verkefnum með heimil- isfólkinu þar. Á föstudagskvöldið var ég… heima og átti kósýkvöld með fjölskyldunni.

x

Gaflari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.