Gaflari - 02.10.2014, Síða 12
12 - gafl ari.is
Sigrún Ella
Sigrún Ella er fædd og uppalin í
Hafnarfi rði. Hún lék knatt spyrnu
upp alla yngri fl okkana með FH en
skipti yfi r í Stjörnuna fyrir síðasta
tímabil. Sigrún Ella varð Íslands-og
bikarmeistari með Stjörnunni á nýaf-
stöðnu tímabili og lék þar að auki sinn
fyrsta landsleik á dögunum. Sigrún
Ella stendur upp úr.
Sigrún Ella hefur
alltaf verið gríðar-
lega áhugasöm um
fótbolta. Jafnframt
er hún afar þrjósk
þó hún beri það ekki
alltaf með sér. Hún
heimtaði alltaf að fá
að fá að vera með þegar við mun eldri
bræðurnir vorum í fótbolta og gaf
aldrei tommu eft ir. Hún tók ýmislegt
mis skynsamlegt upp eft ir okkur og
sem dæmi þá fannst henni um tíma
mjög vont að fá boltann í „punginn“.
Sigrún er mjög metnaðarfull og
dugleg, hefur lagt mikið í sölurnar til
að ná langt og er frábær fyrirmynd.
Magnús Ingi og Kristinn, bræður
Sigrúnar Ellu.
Ég hef þekkt Sigrúnu
Ellu frá því við vorum
litlar stelpur á æfi ngu
í Lækjarskóla hjá Tóta.
Sigrún Ella er metnaðarfull og hrika-
lega brosmild ung kona. Fótboltinn er
númer 1, 2 og 100 hjá henni og hún er
að uppskera eins og hún sáir. Ég var
gríðarlega stolt af henni þegar hún
spilaði sinn fyrsta landsleik á dögun-
um og bíð með mikilli eft irvæntingu
að spila með henni á ný í svart-hvítu
treyjunni.
Sigmundína Sara, vinkona
Sigrúnar Ellu.
Aníta Guðlaug Axels-
dóttir nemi við HÍ: Ég
er mjög spennt fyrir
helginni, þar sem hún mun
innihalda afmælismat, afmælislkósý,
afmæli, afmæli, afmæli! Ég átti reyndar
afmæli í gær en það er eins og það verði
að vera helgi til að halda upp á það. Á
laugardag og sunnudag fer ég hinsvegar
að hlúa að eldri vinum mínum á 3B á
Hrafnistu, en það er ekki hápunktur
helgarinnar, ekki heldur afmælisdekrið,
heldur Extreme Makeover: Home
Edition á herberginu mínu! Ég er búin
að liggja á Pinterest síðustu daga og
hef átt erfitt með að halda einbeitingu
yfir lærdómnum í ferðamálafræði því
þetta er svo ótrúlega skemmtilegt. Ég
er með alltof margar hugmyndir en
þær innihalda allar pastelliti og vintage
húsgögn og mun herbergið mitt líta út
eins og dúkkuhús.
Viðar Hrafn Stein-
grímsson dönsku-
kennari í Flensborg:
Á föstudagskvöldið
ætla ég á bar-svar (pub quiz) sem
starfsmannafélag Flensborgar
stendur fyrir. Ég elska spurn-
ingaleiki og ekki er verra að spila
í góðra vina hópi. Laugardagurinn
fer svo í leik FH og Stjörnunnar.
Við Númi Arnarson, vinur minn,
höfum mætt saman á flest alla
leiki FH síðan FH var í fyrstu deild.
Ég er verulega spenntur fyrir
þessum leik enda Íslandsmeistara-
titillinn í húfi. Á sunnudaginn verð
ég svo að standsetja nýja íbúð
sem við vorum að kaupa. Vantar
ekki einhvern fína blokkaríbúð í
Hvömmunum?
STENDUR UPP ÚR
HELGIN MÍN
OKTÓBER
TILBOÐ
119
2.380 kr./kg
KR.
299
3.517 kr./kg
KR.
299
4.600 kr./kg
KR.
199
796 kr./ltr
KR.
299
598 kr./ltr
KR.
99
99 kr./stk
KR.
99
1.800 kr./kg
KR.
FYRIR
299 kr./ltr
2
1