Gaflari - 13.11.2014, Page 4

Gaflari - 13.11.2014, Page 4
4 - gafl ari.is Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir (ritstjorn@gaflari.is) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: auglysingar@gaflari.is Er ekki löngu orðið ljóst að það skipulag sem hefur tíðkast í stjórnmálum hér á landi og víðar er algjörlega úr sér gengið og virkar bara alls ekki? Hvað er með þetta meirihluti og minnihluti? Í bæjarstjórn sitja 11 fulltrúar sem bæjarbúar hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna og stjórna bænum eins og best verður á kosið. Stundum held ég að bæjarfulltrúarnir gleymi þessi hlutverki sínu og að meiri- og minnihluti séu fastir í viðjum vanans. Það virðist vera einskonar lögmál að meirihlutinn sé á móti tillögum minnihlutans hversu góðar sem þær eru og minni- hlutinn sé að sama skapi á móti tillögum meirihlutans hversu góðar sem þær eru. Í kosningunum í vor var talað um að nú skyldi verða breyting á og að öll dýrin í skóginum myndu vinna saman. Þrátt fyrir góðan ásetning virðist lítið þokast í rétta átt, minnihlutinn kvartar allavega sáran undan því að lítið samráð sé haft við hann um málefni bæjarbúa og nýverið var VG neitað um áheyrnarfulltrúa í tveimur nefndum á vegum bæjarins. Og svo les maður í blöðunum að minnihlutinn sem var í meirihluta á síðasta kjörtímabili hafði þáverandi minnihluta ekki með í ráðum þegar samið var við HF verðbréf um verkefni sem kostaði bæjarbúa tæpar 120 milljónir króna. Hvaða rugl er það? Allir bæjarfulltrúarnir eru kosnir til að vinna fyrir bæjarbúa hvort sem þeir eru í meiri- eða minnihluta – og þiggja þeir laun fyrir það. Við bæjarbúar eigum heimtingu á að þeir átti sig á þessu hlutverki sínu – slíðri sverðin og vinni saman. Ef við snúum þessu stjórnunarháttalagi upp á fyrirtæki sér maður hversu hjákátlegt það er. Hversu fáránlegt væri það ef hluti stjórnar fyrirtækis væri alltaf á móti öllum tillögum og einu rökin væru: „Af því bara að svoleiðis hefur það alltaf verið.“ Elskulegu bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar er ekki kominn tími til að brjóta blað í sögu stjórnmálanna, koma upp úr skotgröfunum, taka höndum saman og vinna öll sem eitt af heilum hug í þágu okkar bæjarbúa? Alda Áskelsdóttir Að vera á móti – af því bara! Leiðari ritstjórnar Gaflarans Traust og samstaða í Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar AÐSEND GREIN Það eru mikil gæði að eiga samstarfsfólk sem maður getur treyst. Í mínum huga skiptir það ekki mestu máli hvort maður er í meiri- eða minnihluta. Það sem skiptir mestu máli er að maður komi heiðar- lega fram og leggi sig allan fram við að vinna fyrir sveitarfélagið sitt af alúð. Ég hef setið í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar í rúm átta ár. Fyrstu fjögur árin sat ég í minnihluta með þrem fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og sjö fulltrúar Samfylkingarinnar sátu þá í meirihluta. Á þessu fyrsta kjörtímabili náðist smám saman ákveðið jafnvægi og traust bæði inni í ráðum og í bæj- arstjórn sjálfri. Í flestum málum náð- um við að stíga vel í takt en stundum tókumst við líka vel á, en þau átök voru alltaf út frá pólitík og hugmyndafræði. Náið samstarf Næstu fjögur ár sat ég í meirihluta ásamt fimm fulltrúum Samfylkingar- innar. Við upphaf þess kjörtímabils var mikið samstarf á milli okkar oddvita stjórnamálaflokkanna í bæjarstjórn. Við unnum saman að undirbúningi að fjárhagsáætlun, héldum sameigin- legan íbúafund um fjárhagsáætlunina, unnum náið og saman að endurskoðun á samskiptum Hafnarfjarðarkaup- staðar og Rio Tinto Alcan sem endaði með sameiginlegri yfirlýsingu beggja aðila og svo mætti halda áfram að telja. Því miður þóaðist þessi sam- vinna á verri veg þegar líða tók á kjör- tímabilið. Það var ljóst að ekki voru allir jafn sáttir með þá nánu samvinnu sem skapaðist hafði með okkur odd- vitunum. Taktur þessarar samvinnu breyttist því þegar líða tók á kjör- tímabilið. Ég hef átt náið samstarf við einstaka fulltrúa Sjálfstæðisflokksins en hið nána samstarf sem var á milli okkar oddvitanna var ekki hægt að endurnýja, því miður. Vantraust og sundrung Nú á nýju kjörtímabili er ég aftur komin í mitt gamla hlutverk í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Sit í minnihluta en að þessu sinni með þremur full- trúum Samfylkingar og sjö fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar fram- tíðar í meirihluta. Ég hins vegar er ég reynslunni ríkari og bý yfir mikilli þekkingu eftir að hafa tekið þátt í bæði minni- og meirihluta síðustu átta árin. Ég hef líka þroskast sjálf, enda átta árum eldri en þegar ég tók sæti í bæjarstjórn. Ég mun ekki láta bjóða mér það að vera krafin um samstöðu í einu orðinu en síðan verða fyrir póli- tískum árásum í hinu orðinu. Nú þegar eru því miður komin nokkur dæmi um slík vinnubrögð núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Þar er mikið rætt um mikilvægi samstöðu en á sama tíma gert í því að reyna að draga fram alls kyns atriði frá fráfarandi meirihluta sem gerð eru tortryggileg (eins og kostnaður við ráðgjöf og vinnu við endurfjármögnun), lausnir í húsnæði Áslandsskóla og svo mætti lengi telja. Ég verð því miður að segja að vinna núverandi meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Bjartrar framtíðar kallar ekki á traust, samstöðu eða mikla sam- vinnu. Það er því ekki hægt að segja að það sé mikið traust eða mikil samvinna í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Rétta lýsingin er því miður mikið vantraust, samstöðuleysi og sundrung. Ég ætla samt að leyfa mér að lifa í þeirri von að þetta muni breytast því það eru mikil gæði að eiga samstarfs- fólk sem maður getur treyst og unnið með. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Hafnarfirði Í SPILARANUM Hvað er í spilaranum hjá Magnúsi Sig- mundssyni? Guðmundur Pedersen skoraði síðast á félaga sinn, Magnús Sigmundsson. Magnús vinnur hjá HS-Veitum hér á Hafnarfjarðar- svæðinu ásamt því að þjálfa handbolta hjá FH með Guðmundi. Hann þjálfar einnig markmennina í flestum flokkum í félaginu. Það kennir ýmissa grasa á spilaran- um hjá Magnúsi. „Það sem ég hef verið að hlusta á í gegnum tíðina er Queen, U2, Phil Collins, Cran- berries. Og af þessu hér heima er Sálin vinsæl á mínu heimili, eins Bubbi og þá sérstaklega í bílskúrnum hjá mér.“ Magnús segist fá sinn skerf af öllu því nýjasta því það sé vinsælt að hlusta á FM 957 heima og í bílnum þannig að hann er vel með á nótunum. Magnús skorar á Hjört Hinriksson, „betur þekktur sem örvhenta undrið“, segir Magnús og hlær. gaflari.is Auglýsingasími 691 7030 auglysingar@gaflari.is

x

Gaflari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.