Gaflari - 13.11.2014, Síða 9

Gaflari - 13.11.2014, Síða 9
gafl ari.is - 9 Frábær golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 4-10 ára Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 4-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis í vetur. Æfingar verða á laugardögum, 18 vikur frá 22. nóvember. Þátttökugjald fyrir 4-5 ára er 7.000 kr. (ekki niðurgreitt af Hafnarfjarðarbæ). Fyrir 6-10 ára kostar 12.000 kr. (full niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ). Kylfur á staðnum fyrir alla. Þátttakandi þarf að vera í fylgd með fullorðnum. Aldurskipting og mæting: 4-7 ára kl. 09:15 – 10:00 8-10 ára kl. 10:00 – 10:45 Skráning fer fram á heimasíðu Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/ Upplýsingar í Hraunkoti síma 565 3361 eða bjorgvin@keilir.is Endilega komi ð og prófið prufutíma fyrir skráningu! MEST LESIÐ Á gaflari.is Þegar á móti blæs… Skrefin inn í heim þroskaskertra og fatlaðra... „Bikar, svaka gleði, frábært að sjá bræðurna spila saman“ Anas verður KONA Tilgerðin Bjössi bolla – Órabelgur og prakkari Magnús Ólafsson, leikari og skemmti- kraftur hefur sent frá sér skemmtilega bók um barnastjörnuna Bjössa bollu, sem hann skapaði fyrir um margt löngu. Bókin um Bjössa bollu, Órabelgur og prakkari segir frá Bjössa bollu í sveitinni hjá afa og ömmu. Mamma hans Bjarn- fríður og systir hennar Inga eru vinnu- konur á bænum Brekku. Þær sjá um að mjólka kýrnar og hjálpa afa og ömmu við bústörfin. Bjössi bolla er þarna líka að reyna að hjálpa til, en lendir alltaf í einhverjum skakkaföllum vegna þess að hann er svo mikill prakkari og órabelgur. Magnús er útgefandi bókarinnar Macland opnar í Hafnarfirði Macland opnar nýja verslun að Hellu- hrauni 14 til 16 í Hafnarfirði í dag, 13. nóvember. Þetta er önnur verslun Macland en fyrirtækið er einnig með verslun að Laugavegi 23. „Við erum að svara kalli frá við- skiptavinum sem eiga ekki leið um miðbæinn og vilja versla nær sinni heimabyggð. Þetta er því tækifæri fyrir okkur að verða „tölvubúð- in“ fyrir Hafnar-fjörð, Garðabæ, Álftanes, Kópavog og Reykjanes- bæ“ segir Hörður Ágústsson, eig- andi Mac-land. „Ástæða þess að Hafnarfjörður varð fyrir valinu er ekki síst vegna Hemma, Hermanns Fannars Valgarðssonar, sem stofn- aði Macland með mér og ég held að flestir Hafnfirðingar hafi þekkt. Ég veit að hann væri stoltur af þessari þróun” segir Hörður. Macland er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjón- ustu við allar vörur tengdar Apple. Rekstur verslunarinnar að Lauga- vegi 23 helst óbreyttur. Fyrirtæk- ið var stofnað árið 2009 af Herði Ágústssyni og árið 2010 kom Her- mann Fannar Valgarðsson inn í reksturinn.

x

Gaflari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.