Gaflari - 13.11.2014, Síða 10
10 - gafl ari.is
TILVERAN
Hvaða bók er á náttborðinu? Kjarval
er önnur þeirra. Í bókinni er að finna
helstu verk Kjarvals og umfjöllun um
meistarann. Hún er þung og ekki gott
að sofna með bókina. Við hliðina er bók
af öðrum toga, Hávamál Indíalands eða
á frummálinu Bhagavad-Gíta.
Eftirlætis kvikmyndin? One Flew
Over the Cuckoo’s Nest með Jack
Nicholson, Louise Fletcher, and Will
Sampson.
Playlistinn í ræktinni/hreyfingu?
Verdamp lang her með þýsku rokk-
hljómsveitinni BAP. og Yesterday með
Bítlunum í lok æfingar.
Hvers vegna Hafnarfjörður? Svar í
bundnu máli:
Hamarinn, Flensborg, heillandi er,
húsin og týpur við sæ.
Slippurinn leikvöllur,
Strandgatan sér,
stundum vestur í bæ.
KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Janusar Guðlaugssonar, lektors á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
og nýbakaðan doktor í íþrótta- og heilsufræðum. Doktorsverkefni Janusar fjallar um hreyfingu aldraðra og
hversu mikið fjölþætt heilsurækt getur bætt afkastagetu og lífsgæði hinna eldri. Janus er gaflari í húð og hár,
lék lengi vel knattspyrnu og handknattleik með FH en einnig knattspyrnu í Þýskalandi og Sviss. Hann hefur
þjálfað knattspyrnu og handknattleik í Hafnarfirði auk þess að hafa kennt bæði við Lækjarskóla og Iðnskól-
ann í Hafnarfirði. Í dag kennir Janus við íþrótta- og heilsubraut Háskóla Íslands.
Vill að til verði umboðsmaður aldraðra
Bítill var Bjöggi, Lilli var Finn,
magester Baldur við sæ,
Hallsteinsson séní, handbolti inn,
í húsum vestur í bæ
Vitinn sá góði er vegvísir inn,
um voga og sundin ég næ.
Úfið er hraunið en aflið ég finn,
úr hrauni vestur í bæ.
Eftirlætismaturinn? Grillaður humar
að hætti hússins.
Leiðinlegasta heimilisverkið? Þrífa
flísar á baðherbergi fyrir jólin
Helstu áhugamál? Útivist, veiði,
íþróttir, málaralist og fjölskyldan
Eftirlætis íþróttamaðurinn? Geir
Hallsteinsson og Guðjón Valur Sig-
urðsson. Að auki: Íslenska landsliðið
í knattspyrnu í dag og þjálfarateymi
þess.
Það sem gefur lífinu gildi? Góðir vinir
og félagar.
Í vetur ætla ég? …… ekki. Hef nýlega
lokið vetrarverki til 7 ára með form-
legri útskrift úr íslensku skólakerfi.
Markmiði náð!
Hvers vegna þurfa aldraðir að hreyfa
sig? Til að geta sinnt ADL (Athöfnum
Daglegs Lífs) eins lengi og kostur er.
Er nógu vel hugað að hreyfingu
aldraðra í Hafnarfirði? Þeir sem eru
að sinna því gera það vel en betur má
ef duga skal, bæði í Hafnarfirði og á
landsvísu. Ég er fylgjandi að til verði
umboðsmaður aldraða. Það þarf að
greiða betur götu hinna eldri hvað
varðar aðgengi og leiðsögn um hreyf-
ingu á lokaspretti lífsins eins og í upp-
hafi þess.
Skondin saga úr vinnunni/af ferl-
inum? Þegar ég ásamt félaga mínum
í íslenska landsliðinu sátum fastir
í umferðarteppu í Ismir í Tyrklandi.
Misstum af morgunflugi 25. des-
ember 1980 og af æfingu sem átti
að vera síðdegis sama dag í Köln.
Þurfti í kjölfarið að greiða 300 þýsk
mörk fyrir atvikið. Hef ekki misst af
æfingu síðan. Minningin lifir samt
um 3-1 sigur í Tyrklandi, eftirminni-
legt mark og fyrsti sigur Íslands í
undankeppni HM á útivelli var stað-
reynd. Allt 300 marka virði og gott
betur. Sjá aðra góða sögu frá Janusi
á gaflari.is
Síðasta sms-ið og frá hverjum? Get-
ur þú aðstoðað mig í ræktinni kl. 6:45
í fyrramálið? Persónuvernd leyfir ekki
að svara frá hverjum en svarið var: Sjá-
umst 06:44.
Á föstudagskvöldið var ég? Að undir-
búa kennslu helgarinnar sem var KSÍ-II
námskeið fyrir verðandi knattspyrnu-
þjálfara landsins.
Ég mæli með? Daglegri 30 mínútna
göngu, tveimur styrktaræfingum í
viku og einum Hafnarfjarðarbrandara
á laugardögum.
Sólvangur
Aðalfundur Hollvinasamtaka Sólvangs verður haldinn
mánudaginn 24. nóvember nk. kl. 17.00.
Fundurinn verður haldinn á 1. hæð á Sólvangi.
Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar: 11. gr.
hljóði svo: Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi
með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til
Sólvangs eða sambærilegrar stofnunar í Hafnarfi rði.
Stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs