Gaflari - 13.11.2014, Qupperneq 11

Gaflari - 13.11.2014, Qupperneq 11
gafl ari.is - 11 Áhugavert fólk sem hugsar út fyrir rammann Það vakti athygli mína þegar ég skrif- aði um Hafnarfjarðarbrandara að þeir eiga að lýsa Hafnfirðingum sem vit- lausum, en séu brandararnir skoðaðir betur kemur í ljós að Hafnfirðingarnir í þessum bröndurum eru öllu heldur opnir fyrir nýjungum, þeir hugsa út fyr- ir rammann, og eru tilbúnir til að gera eitthvað nýtt og framkvæma hlutina – prófa það að minnsta kosti,“ segir höfundur Hafnfirðingabrandarans. Bryndís Björg- vinsdóttir, rithöf- undur var að senda frá sér sína þriðju bók, Hafnfirðinga- brandarinn. Sagan gerist í Hafnarfirði árið 1999 og og segir sögu Klöru sem er í 10. bekk í Víði- staðaskóla og ævintýrum hennar. „Mig langaði að skrifa sögu sem sögð er út frá sjónarhorni unglings, sem er kannski svolítið æstur, dramatískur og fullur af tilfinningum og væntingum til lífsins, segir Bryndís. „Klara á það til að ofhugsa hlutina en um leið kemst hún líka að ýmsum skondnum eða áhugaverðum niðurstöðum um lífið og tilveruna – um sjálfa sig og annað fólk. Sagan fjallar ekki bara um Klöru því margar aðrar persónur koma við sögu, stelpur og strákar á öllum mögulegum aldri, alveg upp í áttrætt. Klara segir þó söguna og lýsir hún öðru fólki út frá sínu sjón- arhorni sem er oft æði ýkt og fyndið því Klara á það til að misskilja hlutina eða vera með sleggjudóma. Klara er óþreyju- fullur unglingur. Henni er umhugsað um að „lifa lífinu“, komast til dæmis í partý eða í saumaklúbb, en því miður gengur það ekki eins vel og hún vildi, og stund- um neyðist hún þess vegna til þess að hanga með ömmu sinni eða foreldrum á laugardagskvöldum, að horfa á ríkis- sjónvarpið og borða ísblóm.“ Langaði að skrifa bók um furðufugla Bryndís, sem er Hafnfirðingur í húð og hár, var aðeins fimmtán ára göm- ul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu bók með Auði Magndísi, vinkonu sinni, Orðabelg Ormars ofurmennis, en Flug- an sem stöðvaði stríðið var önnur bók Bryndísar og fékk hún Íslensku barna- bókaverðlaunin árið 2011. Bryndís er þjóðfræðingur að mennt og starfar m.a. við kennslu. „Ég hef alltaf haft gaman af ýkjusögum og gamansögum. Ég lærði sagnfræði og fór síðan í mastersnám í þjóðfræði þar sem ég stúderaði með- al annars þjóðsögurnar, flökkusagnir, brandara og fleiri tegundir af sögum. Samfara þessu byrjaði ég að skrifa um sögur og oft greip mig sterk löngun til að bæta við þær, ýkja og breyta – en það er nú yfirleitt ekki gert þegar um er að ræða fræðileg skrif.“ Undanfarin ár hefur Bryndís verið að kenna þjóð- fræði og menningarfræði við Háskóla Íslands og Listaháskólann og finnst hvoru tveggja mjög skemmtilegt, en hana hefur lengi langað til nýta þennan þennan efnivið á annan hátt, t.d. í skáld- skap. „Mig langaði því að skrifa bók um Hafnfirðinga sem eru einskonar furðu- fuglar, hver á sinn hátt, en á sama tíma eru þeir áhugaverðar persónur sem hugsa út fyrir rammann. Og hafa jafnvel ýmislegt gott til málanna að leggja.“ Upplestur í staðinn fyrir nýja greiðslu Bryndís hefur verið dugleg við að heimsækja grunnskóla Hafnarfjarðar og lesa upp úr bókinni og á dögunum fór hún og hitti nemendur Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðustu ár hefur sú hefð skapast þar að höfundar koma og lesa úr bókum sínum fyrir nemendur og starfsfólk. Fyrir lesturinn fá höf- undarnir meðferð hjá nemum í háriðn. Bryndís skellti sér því í stólinn hjá Stefáni Hannessyni, Íslandsmeistara iðnnema í hárgreiðslu og var alsæl með nýju klippinguna og ráðin sem hún fékk frá Stefáni. Sjá nánar á gaflari.is Ný bók um hafnfirska æsku Slétt skipti

x

Gaflari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.