Gaflari - 27.11.2014, Qupperneq 2
2 - gafl ari.is
Verið að undir-
búa flutning úr
Firðinum
FRÉTTIR Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar óskaði í október síðast-
liðnum eftir nánari upplýsingum
um áform Innanríkisráðuneytisins
um að fækka sýslumannsemb-
ættum á landinu og hvort og þá
hvernig það muni snerta emb-
ættið í Hafnarfirði. Fátt hefur ver-
ið um svör frá ráðuneytinu og svo
virðist sem enn sé ekki búið að
ákveða hvar hin nýja starfsstöð
sameinaðs embættis Sýslumanns
á höfuðborgarsvæðisins verður
staðsett. Þórólfur Halldórsson,
nýskipaður Sýslumaður, staðfest-
ir þetta í samtali við Gaflarann.
„Nei, það er ekki ákveðið.
Ég hef átt fund hjá SSH með
framkvæmdastjórum stjórn-
sýslusviða sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu og kynnt
þeim að ég gangi út frá því að
færa starfsemi hins nýja emb-
ættis undir eitt þak miðsvæðis
á höfuðborgarsvæðinu. Þar er til
viðmiðunar svæðisskipulag höf-
uðborgarsvæðisins sem sveitar-
félögin eru með á teikniborðinu,
hvernig helstu umferðaræðar
eru skipulagðar, almenningssam-
göngur og fleira.“
Þórólfur ítrekar það að fyr-
irhugað sé að öll starfsemi nýs
embættis verði í hinni nýju starfs-
stöð og að og núverandi starfs-
stöðvar í Hafnarfirði, Kópavogi
og Reykjavík verða starfræktar
áfram þangað til flutt verður á
nýjan stað. Samkvæmt heimild-
um Gaflarans er starfsfólk sýslu-
mannsembættisins í Hafnarfirði
byrjað að undirbúa flutninga en
á heimasíðu ráðuneytisins kemur
fram að ný umdæmaskipan eigi
að taka gildi um næstu áramót.
Þórólfur vill ekki segja til um
hvenær staðsetning hins nýja
embættis liggi fyrir. „Nú er ver-
ið að leggja lokahönd á skipulag
hins nýja embættis. Ekki verður
unnt að hrinda nýju skipulagi
að fullu í framkvæmd fyrr en á
nýrri starfsstöð. Hvernig starf-
seminni verður háttað þangað til
verður kynnt fljótlega, en ekki er
á þessari stundu hægt að tíma-
setja það nákvæmlega.“
Gert er ráð fyrir um eitt hund-
rað stöðugildum á nýju starfs-
stöðinni.
Rúmlega 40 húsmæður
styrktar til utanlandsferðar
Hálf milljón fyrir nefndasetur
FRÉTTIR Rúmlega 40 hafnfirskar
húsmæður fóru á vegum Orlofs-
nefndar Hafnarfjarðar til Prag í
byrjun nóvember. Hver kona fékk
styrk að upphæð 50.000 kr til
fararinnar. Til að standa straum
af kostnaði við orlof húsmæðra
greiðir Hafnarfjörður árlega 100
kr fyrir hvern íbúa bæjarins sam-
kvæmt lögum eða um 2,5 milljónir.
Lög um orlof húsmæðra á sér
langa sögu eða frá þeim tíma
þegar konur sinntu fyrst og fremst
barnauppeldi og heimilisstöfum
í stað launaðrar vinnu. Í lögunum
segir að sérhver kona sem veitir
eða hefur veitt heimili forstöðu, án
launagreiðslu fyrir það starf eigi
rétt á að sækja um orlof. Þegar val-
ið eru úr umsóknum á svo að taka
tillit til fjölda barna, aldurs þeirra
og félagslegara aðstæðna.
Mörgum finnst að niðurgreidd-
ar ferðir eingöngu fyrir konur
séu tímaskekkja enda öldin önn-
ur en þegar lögin tóku fyrst gildi
árið 1960. Fyrir Alþingi liggur nú
frumvarp sem felur í sér afnám
húsmæðraorlofs verði það sam-
þykkt. „Við munum að sjálfsögðu
lúta vilja Alþingis í þessu máli enda
þarf ríkisstjórnin kannski að gera
annað við peningana en að senda
gamlar konur til útlanda eins og
tíðin er núna. En það verður mikil
eftirsjá af ferðunum,“ segir Svan-
hildur.
Sjá nánar á gaflari.is
FRÉTTIR Á vegum bæjarins
bæjarins eru reknar fjölmargar
nefndir og ráð sem í sitja kosnir
bæjarfulltrúar ásamt öðrum full-
trúum flokkanna. Auk þess sitja
fulltrúarnir í stjórnum fyrirtækja
sem Hafnarfjörður á aðild að. Þá
á bærinn fulltrúa í Fulltrúaráði
Samtaka sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu (FSSH), Almanna-
varnarnefnd höfuðborgarsvæðis-
ins og NG eignum ehf. Fyrir þessi
störf fá nefndarmenn greitt.
Allir sitja oddvitarnir í bæjar-
stjórn og fá greitt fyrir það 175.685
kr á mánuði að undanskildum
forseta bæjarstjórnar sem fær
263.527 kr á mánuði. Guðlaug
Kristjánsdóttir, oddviti FB er for-
seti. Fyrir setu í bæjarráði er greitt
95.828 krónur á mánuði. Þar eiga
sæti Gunnar Axel Axelsson, oddviti
Samfylkingarinnar, Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir, oddviti VG og
Guðlaug Kristjánsdóttir. Rósa
Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins er formaður bæj-
arráðs og fær fyrir það 143.742 kr
á mánuði. Fyrir setu í sviðsráðum
á vegum bæjarins er greitt 79.858
kr á mánuði. Formenn fá hins
vegar 119.785 kr. Rósa er formaður
fræðsluráðs og Guðlaug formað-
ur fjölskylduráðs. Guðrún Ágústa
situr svo í fjölskylduráði.
Guðlaug situr í flestum ráðum
og nefndum eða sex. Samkvæmt
útreikningum Gaflarans fær hún
tæpar 480.000 krónur á mánuði
fyrir að vera forseti bæjarstjórn-
ar, sitja í bæjarráði og sinna for-
mennsku í fjölskylduráði en þar
fyrir utan á hún sæti í Almanna-
varnarnefnd höfuðborgarsvæðis-
ins, FSSH og Samvinnunefnd um
svæðisskiptingu á höfuðborgar-
svæðinu. Þessu störfum sinnir hún
meðfram því að vera formaður
BHM. Aðrir oddvitar sitja í fjór-
um nefndum og ráðum. Rósa fær
tæpar 440.000 kr á mánuði fyrir
að sitja í bæjarstjórn og gegna for-
mennsku í bæjarráði og fræðslu-
ráði, auk þess á hún sæti í stjórn
Sorpu sem hún fær aukalega greitt
fyrir. Rósa er sjálfstætt starfandi
meðfram þeim störfum sem hún
gegnir fyrir bæinn.
Guðrún Ágústa fær greitt rúmar
350.000 kr fyrir að sitja í bæjar-
stjórn, bæjarráði og fjölskylduráði,
þar fyrir utan situr hún í FSSH.
Guðrún Ágústa ætlar að segja sig
úr fjölskylduráði þar sem hún segir
þetta ofmikla vinnu með fullu starfi
hjá Strætó. Gunnar Axel Axelsson
fær rúmar 270.000 krónur á mánuði
greiddar fyrir að sitja í bæjarráði og
bæjarstjórn, þar fyrir utan er hann í
stjórn NG eigna ehf og FSSH. Þess-
um störfum sinnir hann meðfram
fullu starfi hjá Hagstofunni.
Oddvitar flokkanna sitja í fjórum til sex ráðum og nefndum á vegum
bæjarins. Flestir þeirra eru í fullri dagvinnu með þessum störfum.
Fulltrúi Bjartrar framtíðar situr í flestum nefndunum.
Rósa Guðbjartsdóttir Guðlaug Kristjánsdóttir Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir
Gunnar Axel Axelsson